Innlent

Eðlilegt að klára byrgðir

Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar, fundar með forsvarsmönnum Mjallar-Friggjar á mánudaginn, en fyrirtækið framleiðir klór í Kópavogi án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. "Við erum að skoða málið," segir Davíð og kveðst lítið vilja tjá sig um það á meðan. Hann segist þó þeirrar skoðunar að ekki hafi verið óeðlileg viðbrögð að leyfa fyrirtækinu að klára klórgasbirgðirnar sem komnar voru á vinnslusvæðið fyrst vinnsla hafi verið hafin á annað borð. "Þessi hylki eru hættulegri þegar þau eru undir þrýstingi og hættan alla jafna mest þegar verið er að flytja þau," sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×