Innlent

Nemendur Ölduselsskóla safna

Landssöfnunin „Neyðarhjálp úr norðri“ fékk öflugan stuðning frá sex til níu ára börnum í dag. Til dæmis söfnuðu börn á frístundaheimili ÍTR í Ölduselsskóla tæpum sextán þúsund krónum með sölu á bleikum pönnukökum og súkkulaðismákökum. Börnin í frístundaheimilum ÍTR í Breiðholti hafa tekið til hendinni síðustu daga til að leggja sitt af mörkum til fórnarlamba hörmunganna í Asíu. Sum hafa föndrað, önnur málað myndir. Börnin í Ölduselsskóla bökuðu kökur sem foreldrar fjárfestu svo í. Á frístundaheimilunum hefur verið rætt við börnin um ástandið í Asíu, útskýrð fyrir þeim þörfin fyrir helstu nauðsynjar og hversu mikið gagn við getum gert hér á Íslandi. Börnin náðu að safna 15.864 krónum í dag og mun ágóðinn að sjálfsögðu renna óskiptur til „Neyðarhjálpar úr norðri“.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×