Innlent

Í lífshættu vegna sambýlismanns

Nálgunarbann sem sett var á ofbeldisfullan sambýlismann konu hafði lítið að segja og var hún í lífshættu af hans völdum. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum gleymdi kæru sem hún lagði fram eftir að maðurinn beitti hana alvarlegu ofbeldi. Konan, Hildur Sigurðardóttir, vonast til að betur verði tekið á málum annarra sem lenda í svipaðri stöðu. Fyrstu barsmíðarnar sem Hildur varð vitni að hjá manninum voru þegar hann kýldi unga konu að ástæðulausu á skemmtistað í Vestmannaeyjum árið 1997. Þá fór hún að verða hrædd. Í febrúar árið eftir gekk hann svo í fyrsta sinn í skrokk á Hildi þegar þau voru að ganga heim að kvöldlagi og hún sagði eða gerði eitthvað „vitlaust“. Hann sneri hana niður en fólk sem kom aðvífandi kom í veg fyrir að ofbeldi gengi lengra að þessu sinni. Hildur var alltaf hrædd í sambandinu eftir þetta en hélt alltaf að þetta myndi lagast. Á þessum tímapunkti var hún líka ófrísk að dóttur þeirra. Hildur skildi fyrst við manninn árið 1999 en það breytti í raun litlu. Maðurinn fylgdist með ferðum hennar og fjölskyldunnar og ofbeldið hélt áfram. Hún fékk í kjölfarið nálgunarbann á hann en það breytti litlu. Hildur leitaði margsinnis til lögreglunnar sem stoðaði lítið. Ef hann var handtekinn var honum nánast sleppt aftur um leið. Langur sakaferill, þar á meðal ofbeldisbrot, virðast ekki hafa skipt máli þegar kom að því á taka á heimilisofbeldinu. Maðurinn var til að mynda nýbúinn að hljóta skilorðsbundinn dóm fyrir að berja ungan pilt þegar hann tók Hildi svo harkalegu hálstaki að litlu munaði að hún missti lífið, eins og áverkavottorð sýnir. Hildur varð rosalega reið, fékk kjark til að kæra en  ekkert kom út því. Það fannst henni afar sárt og líkir því við að kerfið sé einnig að sparka í mann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×