Innlent

Græddum meira á ferðafólki

Tölur Seðlabanka Íslands sýna að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum eru 2,2 milljörðum meiri fyrstu níu mánuði ársins 2004 en á sama tíma árið áður. Á vef Samgönguráðuneytisins segir að tölur fyrir árið í heild liggi ekki fyrir, en milli ára nemi aukningin fyrstu níu mánuði ársins 7 prósentum þar sem gjaldeyristekjur hækki úr 30,4 milljörðum króna í 32,6 milljarða. "Mestu munar um aukna neyslu erlendra ferðamanna hér á landi, sem nemur 1,8 milljarði króna," segir þar en fyrstu níu mánuði nýliðins árs sóttu 300 þúsund erlendir gestir landið heim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×