Innlent

Best að útiloka dýrin frá hávaða

"Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir ofsahræðslu gæludýra á áramótunum er að útiloka þau frá áreiti af völdum flugelda," segir Helga Finnsdóttir dýralæknir. "Það borgar sig að koma dýrinu fyrir í þeim hluta hússins sem hávaða og ljóss gætir minnst," segir Helga. "Gott er að vera hjá dýrinu og jafnvel reyna að yfirgnæfa hávaðann með tónlist." Hægt er að grípa til róandi lyfja ef mikil hræðsla grípur um sig hjá dýrinu að sögn Helgu. Róandi lyfin sem gefin eru sérstaklega ætluð dýrum og er framvísað af dýralækni. Ekki má þó gefa dýrum róandi lyf nema einhver sé heima.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×