54 Kínverjar á Kárahnjúka 28. desember 2004 00:01 Stjórnvöld hafa ákveðið að veita Impregilo atvinnuleyfi fyrir 54 kínverska verkamenn til starfa við Kárahnjúka. Alþýðusamband Íslands telur lög brotin og segir að tekin hafi verið ákvörðun sem eigi sér engin fordæmi á íslenskum vinnumarkaði. ASÍ hefur óskað eftir fundi með félagsmálaráðherra um málið. Impregilo óskaði fyrr í mánuðinum eftir atvinnuleyfum fyrir allt að 150 Kínverja. Alþýðusamband Íslands lagðist gegn því að leyfin yrðu veitt sökum þess meðal annars að störfin hefðu ekki verið auglýst hérlendis og að ekki hefði verið leitað eftir starfsmönnum frá öðrum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins. Í dag upplýsti Útlendingastofnun að leyfin væru að fara þar í gegn. Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að Impregilo hafi verið beðið um að forgangsraða umsóknunum því mikil vinna sé þessu samfara. Þeir hafi í kjölfarið valið út 54 menn sem vinnumálastofnun hafi samþykkt að veita atvinnuleyfi og umsóknirnar verði því afgreiddar frá Útlendingastofnun í síðasta lagi á morgun. Georg gerir ráð fyrir að Kínverjarnir komi til landsins á allra næstu dögum. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir sambandið fyrst og fremst líta á þetta sem pólitískt mál. Þarna sé verið að taka ákvarðanir sem eigi sér engin fordæmi á íslenskum vinnumarkaði og verið að veita fyrirtæki, sem af fari sérstakt orð vegna framgöngu þeirra hér á landi undanfarna mánuði og misseri, flýtimeðferð sem Halldór kveðst ekki vita til að áður hafi verið veitt á Íslandi, hvorki innlendu né erlendu fyrirtæki. Halldór segir að ASÍ hafi óskað eftir fundi með félagsmálaráðherra til að fá að vita hver stefna stjórnvalda sé í þessu máli því í grunninn sé það pólitískt. Hann segir að allar þær starfsreglur sem mótaðar hafi verið í þessum efnum hafi verið beygðar og lög væntanlega brotin. Fréttir Innlent Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Stjórnvöld hafa ákveðið að veita Impregilo atvinnuleyfi fyrir 54 kínverska verkamenn til starfa við Kárahnjúka. Alþýðusamband Íslands telur lög brotin og segir að tekin hafi verið ákvörðun sem eigi sér engin fordæmi á íslenskum vinnumarkaði. ASÍ hefur óskað eftir fundi með félagsmálaráðherra um málið. Impregilo óskaði fyrr í mánuðinum eftir atvinnuleyfum fyrir allt að 150 Kínverja. Alþýðusamband Íslands lagðist gegn því að leyfin yrðu veitt sökum þess meðal annars að störfin hefðu ekki verið auglýst hérlendis og að ekki hefði verið leitað eftir starfsmönnum frá öðrum ríkjum evrópska efnahagssvæðisins. Í dag upplýsti Útlendingastofnun að leyfin væru að fara þar í gegn. Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir að Impregilo hafi verið beðið um að forgangsraða umsóknunum því mikil vinna sé þessu samfara. Þeir hafi í kjölfarið valið út 54 menn sem vinnumálastofnun hafi samþykkt að veita atvinnuleyfi og umsóknirnar verði því afgreiddar frá Útlendingastofnun í síðasta lagi á morgun. Georg gerir ráð fyrir að Kínverjarnir komi til landsins á allra næstu dögum. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir sambandið fyrst og fremst líta á þetta sem pólitískt mál. Þarna sé verið að taka ákvarðanir sem eigi sér engin fordæmi á íslenskum vinnumarkaði og verið að veita fyrirtæki, sem af fari sérstakt orð vegna framgöngu þeirra hér á landi undanfarna mánuði og misseri, flýtimeðferð sem Halldór kveðst ekki vita til að áður hafi verið veitt á Íslandi, hvorki innlendu né erlendu fyrirtæki. Halldór segir að ASÍ hafi óskað eftir fundi með félagsmálaráðherra til að fá að vita hver stefna stjórnvalda sé í þessu máli því í grunninn sé það pólitískt. Hann segir að allar þær starfsreglur sem mótaðar hafi verið í þessum efnum hafi verið beygðar og lög væntanlega brotin.
Fréttir Innlent Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira