Innlent

Flugeldasalan hafin

Flugeldasalan hófst á þriðjudaginn og eru sölustaðir flugelda tæplega fimmtíu talsins í ár. Sölustöðum hefur fjölgað lítillega síðan í fyrra þegar þeir voru rúmlega fjörutíu talsins. Flestir sölustaðanna eru á vegum björgunarsveita og íþróttafélaga þrátt fyrir að nokkur einkafyrirtæki blandi sér í samkeppnina. "Flugeldasalan er mjög sérstök að því leyti að hún fer nánast öll fram á einum sólarhring," segir Lúðvík Georgsson, KR-flugeldum en að sögn Lúðvíks seljast áttatíu prósent allra flugelda frá klukkan fjögur þann 30. desember til klukkan fjögur á gamlársdag. "Hefðin segir að fólk kaupi flugeldana sína á þessum sólarhring." Veðrið er því áhrifavaldur að sögn Lúðvíks. "Veðrið skiptir auðvitað töluverðu máli. Slæmt veður þennan dag þýðir að færri nenna að fara út og kaupa sína flugelda," segir hann. "Þess vegna skiptir miklu máli að vera í góðu sambandi við æðri máttarvöld hvað þetta varðar." Verð á flugeldum eru fremur hagstæð í ár vegna lágs gengis Bandaríkjadollara. Verðin eru því á svipuðum nótum eða aðeins lægri en í fyrra að sögn Lúðvíks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×