Innlent

Fundað um Kínverjana

Samstarfsnefnd um atvinnuréttindi útlendinga fundar í næstu viku um þá ósk Impregilo að ráða 150 Kínverja til starfa. Fundurinn er haldinn að frumkvæði ASÍ. Engar ákvarðanir verða teknar á fundinum enda er málið alfarið í höndum Vinnumálastofnunar. Impregilo óskaði nýlega eftir atvinnuleyfi fyrir 150 Kínverja en ASÍ veitti neikvæðar umsagnir. Í ljós kom að þessi störf höfðu ekki verið skráð laus til umsóknar fyrir jól. Ekki hafði verið leitað fanga á vinnumörkuðum innan Evrópusambandsins. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að ríkisborgarar frá þessum löndum eigi að hafa forgang til starfa umfram borgara frá löndum utan Evrópu. "Skömmu fyrir jól var þessu stillt þannig upp að fyrirtækið yrði að fá þessa menn strax og framhjá kerfinu og það sættum við okkur ekki við. En ef menn fylgja leikreglunum þá er ekki útilokað að það skapist forsendur fyrir því að Impregilo geti ráðið þessa Kínverja til starfa," sagði Ingvar Sverrisson, lögfræðingur ASÍ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×