Innlent

Sniglarnir styrkja veikan dreng

Sniglarnir, Bifhjólasamtök lýðveldisins, ætla að afhenda Torfa Lárusi Karlssyni, sjö ára dreng sem liggur á Barnaspítala Hringsins, peningagjöf nú klukkan fimm. Torfi Lárus er með sogæða- og bláæðasjúkdóm og er á leið til Bandaríkjanna til læknismeðferðar. Peningagjöfin er afrakstur jólaballs Sniglanna en þeir styrkja árlega heimilið að Geldingalæk, þar sem eru börn sem minna mega sín, en tæpur helmingur fjárhæðarinnar sem safnaðist nú rennur til Torfa Lárusar Karlssonar. Auk peninganna fær hann leikfangagjöf frá Sniglunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×