Innlent

Fá félög greiða bróðurpart gjalda

Tiltölulega fá félög greiða bróðurpart opinberra gjalda félaga til Ríkisskattstjóra fyrir árið 2004. Af rúmlega þrjátíu þúsund félögum á skrá voru gjöld lögð á rétt rúmlega tuttugu þúsund þeirra. Ástæðan fyrir því að mörg félög greiða ekki opinber gjöld er tvíþætt að sögn Indriða H. Þorlákssonar ríkisskattstjóra. "Mörg félaganna hafa lágar tekjur, skila ekki hagnaði og greiða því ekki skatt," segir Indriði. "Þar fyrir utan eru sum félaganna ekki virk." Indriði bendir einnig á að sum félög skili hagnaði en eigi yfirfæranlegt tap frá fyrri árum. "Ef félag hefur skilað tapi á fyrri árum má færa tapið milli ára," segir Indriði og bætir við að slíkt sé nokkuð algengt, sérstaklega í sveiflukenndum rekstri. Þá skili ný félög oft ekki hagnaði fyrstu árin. "Þessi félög safna tapi og greiða ekki skatt fyrr en búið er að jafna út tapið," segir Indriði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×