Innlent

Biðu í hríðarbyl en fengu ekki mat

Á annan tug manna beið fyrir utan Fjölskylduhjálpina í Eskihlíð í gær í von um að fá úthlutað matvælum fyrir gamlárskvöld. Að sögn eins viðmælenda blaðsins kom ekki í ljós fyrr en klukkan þrjú að það væri lokað. Hann sagði að þá hefðu flestir verið búnir að bíða í klukkutíma í hríðarbyl. Fólk hefði verið mjög svekkt því venjulega úthluti Fjölskylduhjálpin á milli klukkan þrjú og fimm á þriðjudögum en það hafi ekki verið raunin í gær. Fólk hafi ekki vitað af því og sagði maðurinn að það minnsta sem hægt hefði verið að gera hefði verið að setja miða í gluggann um að lokað yrði í dag. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálparinnar, sagði að það hefði misfarist að setja miða í gluggann og henni þætti það mjög leitt. Hún sagði að það væri verið að safna matvælum núna og þeim yrði úthlutað næsta þriðjudag milli klukkan þrjú og fimm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×