Innlent

Tveir fluttir á slysadeild

Talsverð ölvun var víða um land í nótt sem er harla óvenjulegt á aðfararnótt mánudags en margir skemmtistaðir voru meðð opið fram eftir nóttu eins og gjarnan á annan í jólum. Tveir menn voru slegnir niður í miðborg Reykjavíkur með skömmu millibili á sjötta tímanum og þurfti að flytja þá báða á slysadeild til aðhlynningar en hvorugur er alvarlega meiddur. Árásarmennirnir eru ófundnir. Þrír þurftu að leita læknis í Keflavík eftir átök og einn á Selfossi. Þá var kvartað undan hávaða bæði utandyra og innan og þurfti lögregla að dýrka upp íbúð í fjölbýlishúsi þar sem húsráðandi hafði sofnað út frá rokktónlist í botni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×