Innlent

Landsbjörg var í viðbragðsstöðu

Einn Íslendingur til viðbótar á hamfarasvæðunum í Suðaustur-Asíu hefur látið vita af sér en engar fregnir hafa enn borist af 38 Íslendingum sem vitað var að voru á þeim svæðum sem hamfarirnar gengu yfir, langflestir í Taílandi. Tala látinna vegna hamfaranna er nú komin upp í 22 þúsund. Hugsanlegt var að alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar yrði beðin um að fara á hamfarasvæðið en fljótlega kom í ljós að ekki var þörf fyrir tæknilega rústabjörgunarsveit eins og Landsbjörg hefur á að skipa. Landsbjörgu barst að morgni annars dags jóla útkall á viðbragðslið Sameinuðu þjóðanna en í því eru þrír Íslendingar. Ákveðið var að senda fjögur lið á svæðið en liðin sem voru send koma frá löndum nær hamfarasvæðinu en Ísland.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×