Innlent

Hækkanir að þremur prósentum

Launamenn fá eins og hálfs til þriggja prósenta launahækkun um næstu áramót eftir því hvað kjarasamningarnir ná langt inn á næsta ár. Samningar starfsmannafélaga sem renna út í lok mars gefa 1,5 prósent í launahækkun en nýgerðir samningar gefa þrjú prósent. Hjá sveitarfélögunum fá launamenn 11,5 prósent í mótframlag í sameignarsjóð og er það mun hærra en gerist á almennum vinnumarkaði. Mótframlag atvinnurekenda hækkar í mörgum tilfellum um eitt prósent á almenna vinnumarkaðnum, úr sex prósentum í sjö. Þetta gildir hjá þeim stéttarfélögum sem hafa samið við vinnuveitendur á árinu. Stórir hópar launafólks eru með lausa samninga. Kjarasamningar BHM og BSRB við ríkið eru lausir og hjá ASÍ eru lausir samningar iðnaðarmanna, verslunarmanna og verkamanna við Alcan, Járnblendifélagið og Norðurál. Að öðru leyti eru flestir samningar bundnir hjá ASÍ. Ýmsir hópar hafa lausa samninga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×