Fleiri fréttir Útsölur þegar hafnar Útsölur eru þegar hafnar í sumum verslunum á höfuðborgarsvæðinu og virðast margir komnir utan af landi til að gera hagstæð kaup. Fjölmargir notuðu tækifærið í dag til að skipta bókum, geisladiskum og öðrum gjöfum. 27.12.2004 00:01 Enn óvissa um 28 Íslendinga Tuttugu og átta Íslendingar hafa ekki látið vita af sér eftir jarðskjálftann í Suðaustur-Asíu. Langflestir þeirra sem er saknað eru á ferð í Taílandi. Fimmtán til tuttugu eru taldir vera á hættusvæði. Staðfest er að tuttugu og þrír ferðamenn frá Norðurlöndunum hafi látið lífið. 27.12.2004 00:01 Fjöldi ungbarna slasast Tíu ungbörn hér á landi hafa slasast að undanförnu, þar af tvö alvarlega, með því að spyrna úr barnastólum í borðfjalir þannig að stólarnir hafa oltið um koll. Barnaslysavarnafulltrúi Lýðheilsustöðvar varar við slysum af þessu tagi. 27.12.2004 00:01 Grindvíkingar æfir Grindvíkingar eru æfir vegna skrílslátanna í bænum í fyrrinótt. Bæjarstjórnin lítur óspektirnar alvarlegum augum og ætlar að ræða við forsprakkana. Þeir kveiktu í áramótabrennu bæjarins en bæjaryfirvöld stefna að því að hlaða nýjan bálköst á næstu dögum. 27.12.2004 00:01 Ólæti 5. árið í röð Ólæti brutust út í Grindavík í nótt þegar allsgáðir fullorðnir karlmenn reyndu að kveikja í áramótabrennu Grindvíkinga. Þetta eru fimmtu jólin í röð sem skrílslæti brjótast út í bænum og vegna reynslu fyrri jóla var lögregla með viðbúnað í bænum í gærkvöld. Reynsla fyrri jóla var að skríllinn myndi safnast saman um miðnætti og kom það á daginn. 26.12.2004 00:01 Rólegt hjá lögreglu Mjög rólegt var hjá lögreglu víða um land. Í Reykjavík var engin tilkynning um innbrot, en þó virðast skemmtanaglaðir hafa látið til sín taka og bárust nokkrar tilkynningar um hávaða í heimahúsum. 26.12.2004 00:01 Næstum orðinn úti á jólanótt Fertugur maður var hætt kominn eftir að hafa yfirgefið heimili sitt illa klæddur og ölvaður að kvöldi aðfangadags. </font /></b /> 26.12.2004 00:01 Rauði krossinn opnar söfnunarsíma Rauði kross Íslands hefur opnað söfnunarsíma til stuðnings fórnarlömbum flóða við Indlandshaf í kjölfar jarðskjálftans í gær. Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins í þeim löndum sem verst urðu úti í jarðskjálftanum voru að störfum í gær að sögn Þóris Guðmundssonar, sviðsstjóra útbreiðslusviðs. 26.12.2004 00:01 Foreldrar meðal brennuvarga Fimmtu jólin í röð brutust út ólæti í Grindavík vegna fullorðinna karlamanna sem reyndu að kveikja brennu inn í bænum um miðnætti á jóladag. Í framhaldinu var kveikt í áramótabrennu bæjarbúa við Litluvör. Slökkviliðinu tókst ekki að slökkva eldinn og bjarga brennunni sem brann að mestu niður. 26.12.2004 00:01 Vöknuðu við þjófa Brotist var inn á fjórum stöðum í Reykjavík frá því klukkan fimm á jóladagsmorgun og til klukkan ellefu um kvöldið. Húsráðandi í Breiðholti vaknaði við þrusk og kom að tveimur innbrotsþjófum í eldhúsinu. Þjófarnir ruku tómhentir á brott. 26.12.2004 00:01 Þjófur sofnaði Maður á fertugsaldri var handtekinn um borð í bát í Ísafjarðarhöfn á jóladag. Hann fór um borð í bátinn til að stela lyfjum. 26.12.2004 00:01 Vonskuveður fyrir austan Ófært var vegna vonskuveðurs um mestallt Austurland frá því á aðfangadagskvöld og þar til í gær, þegar veðrið lagaðist og farið var að ryðja vegi. Björgunarsveitin á Seyðisfirði var kölluð út á aðfaranótt jóladags til að festa niður þakplötur á skemmu í bænum. 26.12.2004 00:01 Rafmagn fór tvisvar af Rafmagn fór tvisvar af á Vestfjörðum í gær vegna bilana á svokallaðri vesturlínu Landsvirkjunar. 26.12.2004 00:01 Fólk sat fast í óviðri Óveður og ófærð var á öllu Norðurlandi og víða aðstoðaði lögregla fólk við að komast á milli staða. Lögreglunni á Húsavík bárust 75 hjálparbeiðnir vegna ófærðar á aðfangadag og jóladag. 26.12.2004 00:01 Þróunarríki örvænta Evrópusambandið, fátæk þróunarríki og eyríki vilja að viðræður hefjist um frekari minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkjastjórn dregur hins vegar lappirnar. Nokkur þúsund íbúum eyjunnar Túvalú hefur verið boðið landvistarleyfi á Nýja-Sjálandi vegna hækkunar sjávarborðs. 26.12.2004 00:01 Fullur og illa klæddur Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út rétt upp úr klukkan átta á aðfangadagskvöld til að leita að fertugum manni sem fór frá heimili sínu í Vogahverfinu um kvöldmatarleytið. 26.12.2004 00:01 Brúðkaupi frestað Brúðkaupi sem fara átti fram á Akureyri klukkan hálf tvö á jóladag var frestað til klukkan fimm og svo aftur til klukkan sjö en þá var loks orðið fært innanbæjar. 26.12.2004 00:01 Víða messufall Messufall er víða á Norðurlandi, vegna ófærðar. Útvarpsmessa í Akureyrarkirkju féll niður í morgun og engin messa verður heldur á Húsavík. Þá fellur messa á Eskifirði einnig niður. 25.12.2004 00:01 Vonskuveður fyrir norðan Vonskuveður á Norðurlandi setti strik í reikninginn hjá mörgum. Fólk komst hvorki lönd né strönd og björgunarsveitarmenn hafa verið við störf í alla nótt og morgun. Á Akureyri gekk vel framan af kvöldi, en um klukkan hálf þrjú um nóttina barst lögreglu tilkynning um að togari í slipp væri við það að losna frá bryggju. 25.12.2004 00:01 Björgunarsveitarmenn sendir út Óttast var að ölvaður maður, sem rauk út af heimili sínu í gærkvöld, illa klæddur, yrði úti. Nærri hundrað björgunarsveitarmenn leituðu mannsins í gærkvöldi. 25.12.2004 00:01 Nóg að gera hjá lögreglu Lögreglan í Reykjavík hafði í nógu að snúast í gærkvöld og í nótt, vegna innbrotsþjófa, ölvunaraksturs og kertabrunar. Eldur kviknaði á tveimur heimilum í borginni vegna útikerta í gærkvöld. Annar bruninn varð í fjölbýlishúsi við Háaleitisbraut um klukkan sex og þurfti að flytja þrjá á slysadeild vegna brunasára og gruns um reykeitrun. 25.12.2004 00:01 Verst veður fyrir austan Undir morgun var veðrið einna verst á austanverðu landinu, en í vindhviðum fór vindhraðinn allt upp í þrjátíu metra á sekúndu. Á Vopnafirði var til að mynda ekkert skyggni og mjög þungfært. Aflýsa þurfti messum og hefur fólk að mestu haldið sig innan dyra. Lögreglan á Vopnafirði segir þó verðið farið að ganga niður. 25.12.2004 00:01 Færri hjá Hjálpræðishernum Heldur færri leituðu á náðir Hjálpræðishersins í gærkvöldi en oftast áður, að sögn Miriam Óskarsdóttur hjá Hjálpræðishernum. Hún segir að á milli 100 og 120 manns hafi komið í gær, sem sé færra en verið hefur, enda hafi fjöldinn farið yfir 200 þegar mest hafi látið. 25.12.2004 00:01 Jólahald í uppnámi vegna veðurs Vonskuveður á Norður- og Austurlandi hefur sett jólahald í uppnám á mörgum heimilum. Fólk komst hvorki lönd né strönd, og björgunarsveitarmenn hafa verið við störf í alla nótt og í dag. Frá Svalbarðseyri, austur að Lóni eru allir vegir ófærir. 25.12.2004 00:01 Mikilvægasta sagan af jesúbarni Uppspretta dýrmætustu auðæfanna er að finna í sögunni af jesúbarninu, en ekki jólasveinunum. Það eru skilaboð biskups til þjóðarinnar þessi jól. Í jólamessu í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í gærkvöld minnti biskup á mikilvægi þess að börnum væri sögð sagan af Jesú, sögu sem enn er aflvaki göfgi, góðvildar, réttlætis, sannleika og friðar. 25.12.2004 00:01 Eins árs á þunglyndislyfjum Börn hér á landi, allt niður í árs gömul, eru á þunglyndislyfjum, aðallega vegna þroskafrávika og hegðunarerfiðleika. Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans segir að börn á forskólaaldri stríði við þunglyndi. 25.12.2004 00:01 Foreldrar fá engar bætur Hæstiréttur sýknaði ríkið af skaðabótakröfu foreldra fjölfatlaðs drengs í gær. Foreldrarnir fóru fram á 25 milljónir króna í bætur þar sem þau álitu að lélegt mæðraeftirlit og fæðingarhjálp hefðu leitt til þess að drengurinn skaðaðist. 24.12.2004 00:01 Í hjartastað fær veglegan styrk Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík afhenti söfnuninni Í hjartastað og Minningarsjóði Þorbjörns Árnasonar styrk að upphæð 400.000 krónur í vikunni. 24.12.2004 00:01 Vonskuveður fyrir norðan Lögreglan á Akureyri sendi rétt fyrir klukkan tíu út aðvörun vegna mikillar snjókomu sem nú er í Eyjafirði og hvetur fólk til að halda sig heima við. Þar er búist við að veður versni og færð spillist enn frekar. Þegar er orðið ófært milli Akureyrar og Grenivíkur, einnig er ófært milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. 24.12.2004 00:01 Innanlandsflug í lagi Innanlandsflug hefur gengið nokkuð vel í morgun, þó að á tímabili hafi litið út fyrir að akureyrarflug væri í hættu vegna veðurs. En allar vélar hafa komist í loftið og er von á síðustu vél Flugfélags Íslands aftur til Reykjavíkur um klukkan þrjú í dag. 24.12.2004 00:01 Tættu utan af pökkunum Þeim var ekkert heilagt, þjófunum sem brutust inn í íbúðarhús í Garðabæ í gær, því auk þess að láta greipar sópa um verðmæti í húsinu, réðust þeir á jólapakkana undir jólatrénu og tættu utan af þeim. Höfðu þeir sitthvað á brott með sér. Eins og gefur að skilja voru heimilismenn harmi slegnir, en betur fór en á horfðist. 24.12.2004 00:01 Fjöldi í kuldanum í miðbænum Hátt í tuttugu þúsund manns voru í miðbæ Reykjavíkur þegar mest var í gærkvöldi, þrátt fyrir talsvert frost, en veður var kyrrt þannig að kuldinn varð ekki bítandi. Lítið bar á ölvun og aðeins tveir ökumenn voru teknir grunaðir um ölvunarakstur í gærkvöldi og í nótt, þrátt fyrir gríðarlega umferð. 24.12.2004 00:01 Saltfiskurinn kemst til skila Minnstu mátti muna að þrálát óveður á Íslandsmiðum í oktober og nóvember hefðu áhrif á jólahald í Portúgal, Grikklandi og á Spáni, því fjöldinn allur í þessum löndum hefur saltfisk í jólamatinn og er íslenskur saltfiskur jafnan hæst skrifaður. 24.12.2004 00:01 Hátt í 3 milljónir jólakorta Íslandspóstur hefur dreift hátt í þremur milljónum jólakorta undanfarna daga, sem lætur nærri að séu um það bil tíu jólakort á hvert mannsbarn í landinu. Jólakortið virðist því halda velli þrátt fyrir möguleikann á að senda jólakveðju á netinu eða með símaskilaboðum. 24.12.2004 00:01 Víða ófært vegna veðurs Stórhríð geysar nú víða á Norður- og Norðausturlandi og er orðið ófært á þessum slóðum. Hátt í tíu manns í nokkrum bílum urðu að hafast við í stórhríð á Siglufjarðarvegi í alla nótt eftir að tvö snjóflóð féllu á veginn með stuttu millibili og ekki var hægt að snúa við vegna ófærðar. 24.12.2004 00:01 Fer líklega ekki í bráð Lögmaður Bobbys Fischers er vondaufur um að japönsk stjórnvöld muni leyfa skákmeistaranum að fara úr landi á næstunni. Skákmeistarinn hefur handskrifað bréf til japanskra stjórnvalda með beiðni um að fá að fara til Íslands. 24.12.2004 00:01 Bandaríkjamenn sækja á Evrópumið Bandarískir útvegsmenn sækja nú mjög inn í Evrópusambandið með bandarískar sjávarafurðir í beinni samkeppni við íslenskar sjávarafurðir, vegna þess hve Evran er sterk gagnvart dollarnum. Þeir juku útflutning til sambandsins um fjórðung fyrstu níu mánuði ársins og er ekkert lát á sókninni síðan. 24.12.2004 00:01 Nóg eftir af jólatrjám Nóg er eftir af jólatrjám hjá helstu jólatrjáasölum í höfuðborginni. Fregnir bárust í gær um að skortur væri á trjám, og að verð hefði í kjölfarið hækkað hjá einhverjum söluaðilum. Stærstu söluaðilarnir í Reykjavík sögðu þó engan skort, þó að lítið eitt minna hefði víða verið keypt inn af trjám en í fyrra. 24.12.2004 00:01 Messufall vegna ófærðar Vegna ófærðar og stórhríðar verður víða messufall á norður- og norðausturlandi. Í Hólaneskirkju falla niður messur sem áttu að vera klukkan fjögur og ellefu í kvöld. Á Svalbarðsströnd fellur einnig niður messa í dag, sem og á Raufarhöfn og Grenivík. Þá hefur bænastund í Vestmannaeyjum verið frestað til morguns vegna hvassviðris. 24.12.2004 00:01 Mikil umferð við kirkjugarða Þúsundir Íslendinga vitja látinna ástvina í kirkjugörðum landsins í dag. Mikil umferð er við garðana í höfuðborginni og þá sérstaklega Fossvogs- og Gufuneskirkjugarð. Umferðarstofa hefur gert ráðstafanir til að greiða sem mest fyrir umferð þannig að ein leið sé virk að görðunum og önnur leið frá þeim. 24.12.2004 00:01 Vonskuveður fyrir norðan og austan Vonskuveður er um norðan- og austanvert landið. Þar er víða ófært og ekkert ferðaveður. Illa hefur gengið að koma pósti til skila. Veðurspáin er ekki girnileg fyrir daginn. Búist er við stormi á norðan- og austanverðu landinu, og þar er víða vonskuveður, hríðarbylur og ekkert ferðaveður. 24.12.2004 00:01 Lögregla leitar ofbeldismanns Lögreglan í Keflavík leitar manns sem veitti manni áverka í heimahúsi í Keflavík undir morgun. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík og mun meðal annars vera nefbrotinn. Vitni voru að átökunum og er vitað hver árásarmaðurinn er en hann hefur áður gerst brotlegur við lög. 23.12.2004 00:01 Vörubíll festist undir þakskyggni Háum vöruflutningabíl var ekið undir skyggni yfir plani við Veganesti við Hörgárbraut á Akureyri í nótt þannig að flutningakassinn rakst upp undir skyggnið. Þar sat bíllinn klossfastur og tók hálfa aðra klukkustund, með aðstoð tveggja stórra krana, að losa hann undan skyggninu sem er stórskemmt. 23.12.2004 00:01 Hlupu þjófana uppi Lögreglumenn á Akureyri hlupu í nótt uppi tvo menn, grunaða um að hafa brotist inn í verslunarmiðstöðina við Sunnuhlíð. Tilkynnt var um innbrot þar og sáust mennirnir í grennd. Þegar lögregla ætlaði að hafa tal af þeim tóku þeir til fótanna en höfðu ekkert að gera í sprettharða lögreglumennina sem handtóku þá. 23.12.2004 00:01 Stálu ísskáp úr íbúð á 3. hæð Bíræfnir þjófar stálu stórum tvöföldum ísskáp með ísmolavél úr íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærdag. Þeir slitu ísskápinn úr sambandi, og þar með vatnslögnina til ísmolavélarinnar, með þeim afleiðingum að vatn fór að leka úr leiðslunni. Þegar flætt hafði um alla íbúðina tók vatnið að leka niður í tvær íbúðir fyrir neðan. 23.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Útsölur þegar hafnar Útsölur eru þegar hafnar í sumum verslunum á höfuðborgarsvæðinu og virðast margir komnir utan af landi til að gera hagstæð kaup. Fjölmargir notuðu tækifærið í dag til að skipta bókum, geisladiskum og öðrum gjöfum. 27.12.2004 00:01
Enn óvissa um 28 Íslendinga Tuttugu og átta Íslendingar hafa ekki látið vita af sér eftir jarðskjálftann í Suðaustur-Asíu. Langflestir þeirra sem er saknað eru á ferð í Taílandi. Fimmtán til tuttugu eru taldir vera á hættusvæði. Staðfest er að tuttugu og þrír ferðamenn frá Norðurlöndunum hafi látið lífið. 27.12.2004 00:01
Fjöldi ungbarna slasast Tíu ungbörn hér á landi hafa slasast að undanförnu, þar af tvö alvarlega, með því að spyrna úr barnastólum í borðfjalir þannig að stólarnir hafa oltið um koll. Barnaslysavarnafulltrúi Lýðheilsustöðvar varar við slysum af þessu tagi. 27.12.2004 00:01
Grindvíkingar æfir Grindvíkingar eru æfir vegna skrílslátanna í bænum í fyrrinótt. Bæjarstjórnin lítur óspektirnar alvarlegum augum og ætlar að ræða við forsprakkana. Þeir kveiktu í áramótabrennu bæjarins en bæjaryfirvöld stefna að því að hlaða nýjan bálköst á næstu dögum. 27.12.2004 00:01
Ólæti 5. árið í röð Ólæti brutust út í Grindavík í nótt þegar allsgáðir fullorðnir karlmenn reyndu að kveikja í áramótabrennu Grindvíkinga. Þetta eru fimmtu jólin í röð sem skrílslæti brjótast út í bænum og vegna reynslu fyrri jóla var lögregla með viðbúnað í bænum í gærkvöld. Reynsla fyrri jóla var að skríllinn myndi safnast saman um miðnætti og kom það á daginn. 26.12.2004 00:01
Rólegt hjá lögreglu Mjög rólegt var hjá lögreglu víða um land. Í Reykjavík var engin tilkynning um innbrot, en þó virðast skemmtanaglaðir hafa látið til sín taka og bárust nokkrar tilkynningar um hávaða í heimahúsum. 26.12.2004 00:01
Næstum orðinn úti á jólanótt Fertugur maður var hætt kominn eftir að hafa yfirgefið heimili sitt illa klæddur og ölvaður að kvöldi aðfangadags. </font /></b /> 26.12.2004 00:01
Rauði krossinn opnar söfnunarsíma Rauði kross Íslands hefur opnað söfnunarsíma til stuðnings fórnarlömbum flóða við Indlandshaf í kjölfar jarðskjálftans í gær. Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins í þeim löndum sem verst urðu úti í jarðskjálftanum voru að störfum í gær að sögn Þóris Guðmundssonar, sviðsstjóra útbreiðslusviðs. 26.12.2004 00:01
Foreldrar meðal brennuvarga Fimmtu jólin í röð brutust út ólæti í Grindavík vegna fullorðinna karlamanna sem reyndu að kveikja brennu inn í bænum um miðnætti á jóladag. Í framhaldinu var kveikt í áramótabrennu bæjarbúa við Litluvör. Slökkviliðinu tókst ekki að slökkva eldinn og bjarga brennunni sem brann að mestu niður. 26.12.2004 00:01
Vöknuðu við þjófa Brotist var inn á fjórum stöðum í Reykjavík frá því klukkan fimm á jóladagsmorgun og til klukkan ellefu um kvöldið. Húsráðandi í Breiðholti vaknaði við þrusk og kom að tveimur innbrotsþjófum í eldhúsinu. Þjófarnir ruku tómhentir á brott. 26.12.2004 00:01
Þjófur sofnaði Maður á fertugsaldri var handtekinn um borð í bát í Ísafjarðarhöfn á jóladag. Hann fór um borð í bátinn til að stela lyfjum. 26.12.2004 00:01
Vonskuveður fyrir austan Ófært var vegna vonskuveðurs um mestallt Austurland frá því á aðfangadagskvöld og þar til í gær, þegar veðrið lagaðist og farið var að ryðja vegi. Björgunarsveitin á Seyðisfirði var kölluð út á aðfaranótt jóladags til að festa niður þakplötur á skemmu í bænum. 26.12.2004 00:01
Rafmagn fór tvisvar af Rafmagn fór tvisvar af á Vestfjörðum í gær vegna bilana á svokallaðri vesturlínu Landsvirkjunar. 26.12.2004 00:01
Fólk sat fast í óviðri Óveður og ófærð var á öllu Norðurlandi og víða aðstoðaði lögregla fólk við að komast á milli staða. Lögreglunni á Húsavík bárust 75 hjálparbeiðnir vegna ófærðar á aðfangadag og jóladag. 26.12.2004 00:01
Þróunarríki örvænta Evrópusambandið, fátæk þróunarríki og eyríki vilja að viðræður hefjist um frekari minnkun útblásturs gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkjastjórn dregur hins vegar lappirnar. Nokkur þúsund íbúum eyjunnar Túvalú hefur verið boðið landvistarleyfi á Nýja-Sjálandi vegna hækkunar sjávarborðs. 26.12.2004 00:01
Fullur og illa klæddur Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út rétt upp úr klukkan átta á aðfangadagskvöld til að leita að fertugum manni sem fór frá heimili sínu í Vogahverfinu um kvöldmatarleytið. 26.12.2004 00:01
Brúðkaupi frestað Brúðkaupi sem fara átti fram á Akureyri klukkan hálf tvö á jóladag var frestað til klukkan fimm og svo aftur til klukkan sjö en þá var loks orðið fært innanbæjar. 26.12.2004 00:01
Víða messufall Messufall er víða á Norðurlandi, vegna ófærðar. Útvarpsmessa í Akureyrarkirkju féll niður í morgun og engin messa verður heldur á Húsavík. Þá fellur messa á Eskifirði einnig niður. 25.12.2004 00:01
Vonskuveður fyrir norðan Vonskuveður á Norðurlandi setti strik í reikninginn hjá mörgum. Fólk komst hvorki lönd né strönd og björgunarsveitarmenn hafa verið við störf í alla nótt og morgun. Á Akureyri gekk vel framan af kvöldi, en um klukkan hálf þrjú um nóttina barst lögreglu tilkynning um að togari í slipp væri við það að losna frá bryggju. 25.12.2004 00:01
Björgunarsveitarmenn sendir út Óttast var að ölvaður maður, sem rauk út af heimili sínu í gærkvöld, illa klæddur, yrði úti. Nærri hundrað björgunarsveitarmenn leituðu mannsins í gærkvöldi. 25.12.2004 00:01
Nóg að gera hjá lögreglu Lögreglan í Reykjavík hafði í nógu að snúast í gærkvöld og í nótt, vegna innbrotsþjófa, ölvunaraksturs og kertabrunar. Eldur kviknaði á tveimur heimilum í borginni vegna útikerta í gærkvöld. Annar bruninn varð í fjölbýlishúsi við Háaleitisbraut um klukkan sex og þurfti að flytja þrjá á slysadeild vegna brunasára og gruns um reykeitrun. 25.12.2004 00:01
Verst veður fyrir austan Undir morgun var veðrið einna verst á austanverðu landinu, en í vindhviðum fór vindhraðinn allt upp í þrjátíu metra á sekúndu. Á Vopnafirði var til að mynda ekkert skyggni og mjög þungfært. Aflýsa þurfti messum og hefur fólk að mestu haldið sig innan dyra. Lögreglan á Vopnafirði segir þó verðið farið að ganga niður. 25.12.2004 00:01
Færri hjá Hjálpræðishernum Heldur færri leituðu á náðir Hjálpræðishersins í gærkvöldi en oftast áður, að sögn Miriam Óskarsdóttur hjá Hjálpræðishernum. Hún segir að á milli 100 og 120 manns hafi komið í gær, sem sé færra en verið hefur, enda hafi fjöldinn farið yfir 200 þegar mest hafi látið. 25.12.2004 00:01
Jólahald í uppnámi vegna veðurs Vonskuveður á Norður- og Austurlandi hefur sett jólahald í uppnám á mörgum heimilum. Fólk komst hvorki lönd né strönd, og björgunarsveitarmenn hafa verið við störf í alla nótt og í dag. Frá Svalbarðseyri, austur að Lóni eru allir vegir ófærir. 25.12.2004 00:01
Mikilvægasta sagan af jesúbarni Uppspretta dýrmætustu auðæfanna er að finna í sögunni af jesúbarninu, en ekki jólasveinunum. Það eru skilaboð biskups til þjóðarinnar þessi jól. Í jólamessu í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í gærkvöld minnti biskup á mikilvægi þess að börnum væri sögð sagan af Jesú, sögu sem enn er aflvaki göfgi, góðvildar, réttlætis, sannleika og friðar. 25.12.2004 00:01
Eins árs á þunglyndislyfjum Börn hér á landi, allt niður í árs gömul, eru á þunglyndislyfjum, aðallega vegna þroskafrávika og hegðunarerfiðleika. Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítalans segir að börn á forskólaaldri stríði við þunglyndi. 25.12.2004 00:01
Foreldrar fá engar bætur Hæstiréttur sýknaði ríkið af skaðabótakröfu foreldra fjölfatlaðs drengs í gær. Foreldrarnir fóru fram á 25 milljónir króna í bætur þar sem þau álitu að lélegt mæðraeftirlit og fæðingarhjálp hefðu leitt til þess að drengurinn skaðaðist. 24.12.2004 00:01
Í hjartastað fær veglegan styrk Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík afhenti söfnuninni Í hjartastað og Minningarsjóði Þorbjörns Árnasonar styrk að upphæð 400.000 krónur í vikunni. 24.12.2004 00:01
Vonskuveður fyrir norðan Lögreglan á Akureyri sendi rétt fyrir klukkan tíu út aðvörun vegna mikillar snjókomu sem nú er í Eyjafirði og hvetur fólk til að halda sig heima við. Þar er búist við að veður versni og færð spillist enn frekar. Þegar er orðið ófært milli Akureyrar og Grenivíkur, einnig er ófært milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. 24.12.2004 00:01
Innanlandsflug í lagi Innanlandsflug hefur gengið nokkuð vel í morgun, þó að á tímabili hafi litið út fyrir að akureyrarflug væri í hættu vegna veðurs. En allar vélar hafa komist í loftið og er von á síðustu vél Flugfélags Íslands aftur til Reykjavíkur um klukkan þrjú í dag. 24.12.2004 00:01
Tættu utan af pökkunum Þeim var ekkert heilagt, þjófunum sem brutust inn í íbúðarhús í Garðabæ í gær, því auk þess að láta greipar sópa um verðmæti í húsinu, réðust þeir á jólapakkana undir jólatrénu og tættu utan af þeim. Höfðu þeir sitthvað á brott með sér. Eins og gefur að skilja voru heimilismenn harmi slegnir, en betur fór en á horfðist. 24.12.2004 00:01
Fjöldi í kuldanum í miðbænum Hátt í tuttugu þúsund manns voru í miðbæ Reykjavíkur þegar mest var í gærkvöldi, þrátt fyrir talsvert frost, en veður var kyrrt þannig að kuldinn varð ekki bítandi. Lítið bar á ölvun og aðeins tveir ökumenn voru teknir grunaðir um ölvunarakstur í gærkvöldi og í nótt, þrátt fyrir gríðarlega umferð. 24.12.2004 00:01
Saltfiskurinn kemst til skila Minnstu mátti muna að þrálát óveður á Íslandsmiðum í oktober og nóvember hefðu áhrif á jólahald í Portúgal, Grikklandi og á Spáni, því fjöldinn allur í þessum löndum hefur saltfisk í jólamatinn og er íslenskur saltfiskur jafnan hæst skrifaður. 24.12.2004 00:01
Hátt í 3 milljónir jólakorta Íslandspóstur hefur dreift hátt í þremur milljónum jólakorta undanfarna daga, sem lætur nærri að séu um það bil tíu jólakort á hvert mannsbarn í landinu. Jólakortið virðist því halda velli þrátt fyrir möguleikann á að senda jólakveðju á netinu eða með símaskilaboðum. 24.12.2004 00:01
Víða ófært vegna veðurs Stórhríð geysar nú víða á Norður- og Norðausturlandi og er orðið ófært á þessum slóðum. Hátt í tíu manns í nokkrum bílum urðu að hafast við í stórhríð á Siglufjarðarvegi í alla nótt eftir að tvö snjóflóð féllu á veginn með stuttu millibili og ekki var hægt að snúa við vegna ófærðar. 24.12.2004 00:01
Fer líklega ekki í bráð Lögmaður Bobbys Fischers er vondaufur um að japönsk stjórnvöld muni leyfa skákmeistaranum að fara úr landi á næstunni. Skákmeistarinn hefur handskrifað bréf til japanskra stjórnvalda með beiðni um að fá að fara til Íslands. 24.12.2004 00:01
Bandaríkjamenn sækja á Evrópumið Bandarískir útvegsmenn sækja nú mjög inn í Evrópusambandið með bandarískar sjávarafurðir í beinni samkeppni við íslenskar sjávarafurðir, vegna þess hve Evran er sterk gagnvart dollarnum. Þeir juku útflutning til sambandsins um fjórðung fyrstu níu mánuði ársins og er ekkert lát á sókninni síðan. 24.12.2004 00:01
Nóg eftir af jólatrjám Nóg er eftir af jólatrjám hjá helstu jólatrjáasölum í höfuðborginni. Fregnir bárust í gær um að skortur væri á trjám, og að verð hefði í kjölfarið hækkað hjá einhverjum söluaðilum. Stærstu söluaðilarnir í Reykjavík sögðu þó engan skort, þó að lítið eitt minna hefði víða verið keypt inn af trjám en í fyrra. 24.12.2004 00:01
Messufall vegna ófærðar Vegna ófærðar og stórhríðar verður víða messufall á norður- og norðausturlandi. Í Hólaneskirkju falla niður messur sem áttu að vera klukkan fjögur og ellefu í kvöld. Á Svalbarðsströnd fellur einnig niður messa í dag, sem og á Raufarhöfn og Grenivík. Þá hefur bænastund í Vestmannaeyjum verið frestað til morguns vegna hvassviðris. 24.12.2004 00:01
Mikil umferð við kirkjugarða Þúsundir Íslendinga vitja látinna ástvina í kirkjugörðum landsins í dag. Mikil umferð er við garðana í höfuðborginni og þá sérstaklega Fossvogs- og Gufuneskirkjugarð. Umferðarstofa hefur gert ráðstafanir til að greiða sem mest fyrir umferð þannig að ein leið sé virk að görðunum og önnur leið frá þeim. 24.12.2004 00:01
Vonskuveður fyrir norðan og austan Vonskuveður er um norðan- og austanvert landið. Þar er víða ófært og ekkert ferðaveður. Illa hefur gengið að koma pósti til skila. Veðurspáin er ekki girnileg fyrir daginn. Búist er við stormi á norðan- og austanverðu landinu, og þar er víða vonskuveður, hríðarbylur og ekkert ferðaveður. 24.12.2004 00:01
Lögregla leitar ofbeldismanns Lögreglan í Keflavík leitar manns sem veitti manni áverka í heimahúsi í Keflavík undir morgun. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahúsið í Keflavík og mun meðal annars vera nefbrotinn. Vitni voru að átökunum og er vitað hver árásarmaðurinn er en hann hefur áður gerst brotlegur við lög. 23.12.2004 00:01
Vörubíll festist undir þakskyggni Háum vöruflutningabíl var ekið undir skyggni yfir plani við Veganesti við Hörgárbraut á Akureyri í nótt þannig að flutningakassinn rakst upp undir skyggnið. Þar sat bíllinn klossfastur og tók hálfa aðra klukkustund, með aðstoð tveggja stórra krana, að losa hann undan skyggninu sem er stórskemmt. 23.12.2004 00:01
Hlupu þjófana uppi Lögreglumenn á Akureyri hlupu í nótt uppi tvo menn, grunaða um að hafa brotist inn í verslunarmiðstöðina við Sunnuhlíð. Tilkynnt var um innbrot þar og sáust mennirnir í grennd. Þegar lögregla ætlaði að hafa tal af þeim tóku þeir til fótanna en höfðu ekkert að gera í sprettharða lögreglumennina sem handtóku þá. 23.12.2004 00:01
Stálu ísskáp úr íbúð á 3. hæð Bíræfnir þjófar stálu stórum tvöföldum ísskáp með ísmolavél úr íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærdag. Þeir slitu ísskápinn úr sambandi, og þar með vatnslögnina til ísmolavélarinnar, með þeim afleiðingum að vatn fór að leka úr leiðslunni. Þegar flætt hafði um alla íbúðina tók vatnið að leka niður í tvær íbúðir fyrir neðan. 23.12.2004 00:01