Innlent

Flóð stutt frá ABC heimili

Um 2.500 manns létust af völdum flóðbylgjunnar um 1.600 metrum frá Heimili litlu ljósanna sem ABC hjálparstarf rekur. Heimilið er 50 kílómetrum utan Channai, sem áður hét Madras, á Indlandi. Guðrún Hrólfsdóttir, deildarstjóri barnadeildar hjá ABC hjálparstarfi, segir kraftaverk að heimilið skyldi sleppa: "Það er mikið beðið á þessu heimili og börnin og starfsfólkið eru algerlega undir náð guðs. Við trúum því að það hafi bjargað heimilinu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×