Innlent

Heitt vatn í Þórsmörk

Heitt vatn er fundið í Þórsmörk. Boranir hafa skilað þeim árangri að nú renna tveir og hálfur lítri á sekúndu af 40 stiga heitu vatni upp úr borholu í Húsadal og er talið að með virkjun holunnar geti hún skilað 50-60 stiga heitu vatni. Í frétt frá Kynnisferðum segir að þetta stórbæti alla aðstöðu félagsins í Þórsmörk og heitir pottar bíði göngufólks í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×