Innlent

Mikil fjölgun gjaldþrota

Greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa tvöfölduðust á árunum 2001 til 2003, eftir því sem fram kemur í álitsgerð sem Vinnumálastofnun og stjórn Ábyrgðasjóðs launa létu taka saman. Þar kemur fram að útlit sé fyrir að útgjöld sjóðsins muni nema um 800 milljónum króna á þessu ári. Í álitinu kemur einnig fram að forsvarsmenn gjaldþrota fyrirtækja eigi hægt með að stofna ný félög. 490 einstaklingar hafi verið stjórnarmenn í tveimur félögum eða fleirum, sem skráð voru í Hlutafélagaskrá og hafa verið úrskurðuð gjaldþrota á síðastliðnum fjórum árum. Einn einstaklingur var stjórnarmaður í tíu félögum eða fleirum sem voru úrskurðuð gjaldþrota á sama tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×