Innlent

Fjölmörg umferðaróhöpp í gær

Fjölmörg umferðaróhöpp urðu suðvestanlands í gær og í gærkvöldi vegna hálku en ekki er vitað um alvarleg slys. Bíll valt hálfa aðra veltu skammt frá Hafnará í Borgarfirði í gær, annar valt út af Reykjanesbraut við Vogaafleggjara og sá þriðji út af Vífilsstaðavegi. Ökumenn, sem voru einir í bílunum, sluppu lítið meiddir. Þá slapp kona lítið meidd og barn hennar ómeitt þegar bíll konunnar rann út af Reykjanesbraut sunnan Straumsvíkur í gærkvöldi og hafnaði úti í hrauni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×