Náttúruverndarsinnar fengu sitt 30. nóvember 2004 00:01 Kísilverksmiðjunni við Mývatn var lokað í dag. Tugir starfsmanna standa eftir atvinnulausir og gætu þurft að hrökklast úr byggðarlaginu. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir að rekja megi ástæðu lokunarinnar til þrýstings náttúruverndarsinna. Af 40 starfsmönnum verksmiðjunnar voru 35 atvinnulausir að vinnudegi loknum. Sumir þeirra hafa starfað þar frá því framleiðsla hófst, eða í 37 ár. Síðasti kísilgúrpokinn rann af færibandinu í gær og í kjölfarið slökkt á ofnum og öðrum tækjum og tólum. Starfsmenn vörðu síðasta vinnudeginum í að þrífa og ganga frá. Matseljan Sigfríður Steingrímsdóttir, sem um árabil hefur verið við völd í matsalnum, reyndi að gera vel við sína menn, tæmdi frystinn og steikti grísakótilettur, enda verða máltíðirnar ekki fleiri á þeim bænum. Þótt aðdragandi lokunarinnar sé þónokkur var hljóðið þungt í starfsfólkinu. Sigfríður matselja segir þetta hafa orðið raunverulegt í gær þegar fólk horfði á eftir síðasta farminum renna út úr skemmunni. Hún segist ekki vita hvað taki við hjá sér og ætlar bara að taka því rólega fram yfir áramót. Finnur Baldursson, starfsmaður Kísilverksmiðjunnar, segir mjög sárt að skilja við verksmiðjuna því hann bjóst við að ljúka þarna ævistarfinu. Hann hefur unnið á staðnum síðan 1969 fyrir utan 2 1/2 árs hlé. Samstarfsmaður Finns, Jón Ferdinandsson, segist ekki vita hvað taki nú við en hann ætlar að sækja um vinnu á Reyðarfirði. Síðdegis aðstoðuðu fulltrúar frá Svæðismiðlun Norðurlands eystra starfsmennina við að skrá sig atvinnulausa en telja má á fingrum annarrar handa þá sem þegar hafa tryggt sér vinnu. Flestir hinna yngri í hópnum horfa til Reyðafjarðar með atvinnu í huga en fæstir vilja flytjast frá svæðinu. Þorpið Reykjahlíð hefur byggst í kringum starfsemi Kísilverksmiðjunnar þar sem er leikskóli, grunnskóli og heilsugæsla. Óvíst er um framhaldið nema atvinnulíf taki að glæðast - annars gæti fólk þurft að hrökklast frá verðlausum fasteignum. Starfsemi Kísilverksmiðjunnar hefur verið arðbær en segja má að aðdragandi lokunarinnar hafi verið sá að bandarískt fyrirtæki, sem hefur ráðandi markaðsstöðu á heimsvísu á sölu kísilgúrs, ákvað að óþarft væri að stunda námastarfsemi í Mývatni þar eð hægt væri að auka framleiðslu á kísil úr uppþornuðum stöðuvötnum. Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir þrýsting frá náttúruverndarsinnum hafa haft mikið að segja í því sambandi. Hann segir andstöðu við starfsemi verksmiðjunnar hafa flýtt fyrir því að hún lagðist af, og þá á hann ekki aðeins við andstöðu heima fyrir sem hann segir reyndar takmarkaðri en oft hafi verið haldið fram. „En það er fólk víða um land sem haft hefur horn í síðu þessarar starfsemi, með röngu að mínu mati,“ segir Sigbjörn. Finnur Baldursson, sem hefur einna lengstan starfsaldur við Kísilverksmiðjunna, á lokaorðin - og það í bundnu máli: Kísiliðjan andann gaf upp í dag því miður, mjög því lotin mædd við staf Mývatnssveit sig styður. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Kísilverksmiðjunni við Mývatn var lokað í dag. Tugir starfsmanna standa eftir atvinnulausir og gætu þurft að hrökklast úr byggðarlaginu. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir að rekja megi ástæðu lokunarinnar til þrýstings náttúruverndarsinna. Af 40 starfsmönnum verksmiðjunnar voru 35 atvinnulausir að vinnudegi loknum. Sumir þeirra hafa starfað þar frá því framleiðsla hófst, eða í 37 ár. Síðasti kísilgúrpokinn rann af færibandinu í gær og í kjölfarið slökkt á ofnum og öðrum tækjum og tólum. Starfsmenn vörðu síðasta vinnudeginum í að þrífa og ganga frá. Matseljan Sigfríður Steingrímsdóttir, sem um árabil hefur verið við völd í matsalnum, reyndi að gera vel við sína menn, tæmdi frystinn og steikti grísakótilettur, enda verða máltíðirnar ekki fleiri á þeim bænum. Þótt aðdragandi lokunarinnar sé þónokkur var hljóðið þungt í starfsfólkinu. Sigfríður matselja segir þetta hafa orðið raunverulegt í gær þegar fólk horfði á eftir síðasta farminum renna út úr skemmunni. Hún segist ekki vita hvað taki við hjá sér og ætlar bara að taka því rólega fram yfir áramót. Finnur Baldursson, starfsmaður Kísilverksmiðjunnar, segir mjög sárt að skilja við verksmiðjuna því hann bjóst við að ljúka þarna ævistarfinu. Hann hefur unnið á staðnum síðan 1969 fyrir utan 2 1/2 árs hlé. Samstarfsmaður Finns, Jón Ferdinandsson, segist ekki vita hvað taki nú við en hann ætlar að sækja um vinnu á Reyðarfirði. Síðdegis aðstoðuðu fulltrúar frá Svæðismiðlun Norðurlands eystra starfsmennina við að skrá sig atvinnulausa en telja má á fingrum annarrar handa þá sem þegar hafa tryggt sér vinnu. Flestir hinna yngri í hópnum horfa til Reyðafjarðar með atvinnu í huga en fæstir vilja flytjast frá svæðinu. Þorpið Reykjahlíð hefur byggst í kringum starfsemi Kísilverksmiðjunnar þar sem er leikskóli, grunnskóli og heilsugæsla. Óvíst er um framhaldið nema atvinnulíf taki að glæðast - annars gæti fólk þurft að hrökklast frá verðlausum fasteignum. Starfsemi Kísilverksmiðjunnar hefur verið arðbær en segja má að aðdragandi lokunarinnar hafi verið sá að bandarískt fyrirtæki, sem hefur ráðandi markaðsstöðu á heimsvísu á sölu kísilgúrs, ákvað að óþarft væri að stunda námastarfsemi í Mývatni þar eð hægt væri að auka framleiðslu á kísil úr uppþornuðum stöðuvötnum. Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, segir þrýsting frá náttúruverndarsinnum hafa haft mikið að segja í því sambandi. Hann segir andstöðu við starfsemi verksmiðjunnar hafa flýtt fyrir því að hún lagðist af, og þá á hann ekki aðeins við andstöðu heima fyrir sem hann segir reyndar takmarkaðri en oft hafi verið haldið fram. „En það er fólk víða um land sem haft hefur horn í síðu þessarar starfsemi, með röngu að mínu mati,“ segir Sigbjörn. Finnur Baldursson, sem hefur einna lengstan starfsaldur við Kísilverksmiðjunna, á lokaorðin - og það í bundnu máli: Kísiliðjan andann gaf upp í dag því miður, mjög því lotin mædd við staf Mývatnssveit sig styður.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira