Fleiri fréttir Átak gegn ölvunarakstri Átak lögreglunnar í Reykjavík til að koma í veg fyrir ölvunarakstur fyrir jólin er hafið. Um helgina voru 560 ökumenn stöðvaðir og ástand þeirra kannað. Fjórir þeirra reyndust vera undir áhrifum áfengis og tveir reyndust án ökuréttinda. 29.11.2004 00:01 Starfsleyfisumsókn vísað frá Mjöll-Frigg lagði ekki fram tilskilin gögn með starfsleyfisumsókn í Kópavogi og var henni því vísað frá á fundi heilbrigðisnefndar bæjarins í gær. Fyrirtækið var áður með starfsemi við Fossháls í Reykjavík. 29.11.2004 00:01 Hlutfallslega flest í Grímsey Einkahlutafélögum hefur fjölgað verulega á undanförnum fjórum árum, eða úr tæplega 14 þúsund í tæplega 21 þúsund. Víða hefur þessi þróun merkjanleg áhrif á útsvarstekjur sveitarfélaganna. Ef miðað er við íbúafjölda eru einkahlutafélögin hlutfallslega flest í Grímsey. 29.11.2004 00:01 Herdís prófessor Háskólastjórn Viðskiptaháskólans á Bifröst hefur skipað Dr. jur. Herdísi Þorgeirsdóttur í stöðu prófessors við lagadeild skólans að undangengnu hæfnismati dómnefndar, samkvæmt reglugerð skólans. 29.11.2004 00:01 Afturhaldskommatittir á Alþingi Davíð Oddsson utanríkisráðherra kallaði þingmenn Samfylkingarinnar „afturhaldskommatitti“ í umræðum á Alþingi í dag. Deilt var um ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins sem kvaðst í gær reiðubúinn til að endurskoða hvort Ísland ætti að vera á lista hinna viljugu þjóða. 29.11.2004 00:01 Jákvæð reynsla af reykingabanni Frumvarp sem bannar reykingar á veitingahúsum verður lagt fram á Alþingi fyrir jól. Reynsla annarra landa af slíku reykingabanni er almennt jákvæð en þó hafa ýmsar óvæntar hliðarverkanir komið í ljós. 29.11.2004 00:01 Ríkisvaldið neitar að borga Ríkisvaldið stendur í skuld við sveitarfélögin en lætur eins og það sé statt í miðjum grínfarsa og neitar að borga. Þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag í umræðum um skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga. 29.11.2004 00:01 Apple kærir íslenska ríkið Stjórnendur Apple-tölvuverslunarinnar ætla að kæra íslenska ríkið fyrir tollaflokkun á Ipod margmiðlunarlófatölvunni. Tollstjórinn hefur skilgreint tækið sem upptökutæki sem hefur þær afleiðingar að fáir kaupa það hér á landi. 29.11.2004 00:01 Skilar ríkissjóði 340 milljónum Alþingi samþykkti í kvöld frumvarp sem felur í sér að áfengisgjald á sterku víni og tóbaki hækkar um 7%. Áfengisgjald af léttu víni og bjór verður óbreytt. Hækkunin skilar ríkissjóði 340 milljóna króna tekjuauka. 29.11.2004 00:01 Þeir tekjuháu fá mest Barnmargar fjölskyldur með ung börn og háar tekjur koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga sem gerðir voru fyrir Fréttablaðið. Barnlausir einstaklingar koma verst út úr þeim. </font /></b /> 29.11.2004 00:01 Tvö banaslys Tvö banaslys urðu undanfarinn hálfan sólarhring. Ekið var á karlmann á Eyrarvegi á Selfossi klukkan sex í morgun og með þeim afleiðingum að hann lést. Ökumaður bifreiðarinanr tilkynnti um slysið. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Þá beið ökumaður jeppabifreiðar bana á sjötta tímanum í gær þegar bíll hans fór fram af snjóhengju í sunnanverðu Vonarskarði og lenti á hvolfi ofan í á. 28.11.2004 00:01 Áratugur Íslendinganna Breska stórblaðið The Sunday Times fjallar ítarlega um íslensku innrásina í breskt viðskiptalíf, í blaði sínu í dag. Þar segir að á áttunda áratugnum hafi arabískir kaupsýslumenn gert sig mjög gildandi í Bretlandi, næsta áratug á eftir hafi það verið japanskir og svo auðvitað bandarískir alltaf á ferðinni. 28.11.2004 00:01 Borgarráð frestar ákvörðun Borgarráð Reykjavíkur frestaði ákvörðun um hvenær uppbygging mannvirkja á Laugardalsvelli gæti hafist. Borgarráði barst bréf þess efnis frá borgarverkfræðing þar sem leitað var eftir samþykki til að hefja framkvæmdir nú þegar á skrifstofuhúsnæði KSÍ þar sem framkvæmdin verður alfarið á vegum KSÍ. 28.11.2004 00:01 Enn leitað Lögreglan leitar enn mannsins sem nam níu ára stúlku á brott í Kópavogi á miðvikudag og skildi eftir á Mosfellsheiði. Hann var á rauðum fernra dyra fólksbíl og lýsti stúlkan honum þannig að hann væri um tvítugt, sköllóttur með svört gleraugu og skegghýjung við neðri vörina. 28.11.2004 00:01 Ekki eins gott og sýnist? Tímamót í netsögu Íslands segja forsvarsmenn fyrirtækisins IPNets, sem bjóða nú fyrstir allra ótakmarkað niðurhal frá útlöndum. Hjá öðrum netþjónustufyrirtækjum eru menn þó fullir efasemda. 28.11.2004 00:01 Sigurður Geirdal látinn Sigurður Geirdal bæjarstjóri í Kópavogi er látinn 65 ára að aldri. Sigurður lést á hjartadeild Lanspítalans við Hringbraut í morgun. Hann fékk hjartaáfall aðfararnótt mánudags og gekkst undir aðgerð, en komst ekki til meðvitundar aftur. Sigurður Geirdal var bæjarstjóri í Kópavogi í rúm fjórtán ár. 28.11.2004 00:01 Banaslys á Selfossi Ekið var á karlmann sem lést samstundis snemma á sunnudagsmorgun á Selfossi, atvikið átti sér stað sunnarlega á Eyrarveginum. 28.11.2004 00:01 Steyptist fram af hengiflugi Tveir menn létust af slysförum um helgina. Ekið var á karlmann á fimmtugsaldri á Eyrarvegi á Selfossi um sexleytið í morgun og lést hann samstundis að sögn lögreglunnar að Selfossi. Slæm akstursskilyrði voru þegar slysið varð, rigning og rok og lélegt skyggni. Ökumann fólksbifreiðarinnar sakaði ekki. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. 28.11.2004 00:01 Eldur á Laugavegi 22 Fyrir skömmu barst Slökkviliði Reykjavíkur tilkynning um eld sem kom upp í millivegg á veitingastaðnum 22 á Laugavegi 22. Ekki er gert ráð fyrir að um mikinn eld sé að ræða en lögregla og slökkvilið er á vettvangi. 28.11.2004 00:01 Stuðningurinn afturkallaður? Íslensk stjórnvöld munu hugsanlega afturkalla stuðning sinn við stríðið í Írak, að sögn formanns þingflokks Framsóknarflokksins. Aðkoma Íslands að stríðinu í Írak hefur lengi verið umdeild, og ekki allir sáttir við að landið sé á lista yfir hin svokölluðu staðföstu ríki. 28.11.2004 00:01 Eldri konur frekar í óhöppum Meiri hætta er á að eldri konur lendi í umferðaróhöppum er karlar á sama aldri. Þetta er ein af niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar, sem bendir einnig til þess að almennt sé ekki munur á slysatíðni hjá kynjunum. 28.11.2004 00:01 Ný Byggðastofnun? Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að ef staða Íbúðalánasjóðs versni verði til ný Byggðastofnun sem stjórnvöld þurfi að borga með. Hún þyrfti þá að niðurgreiða vexti í þeim landshlutum þar sem veðin væru lélegust. Guðmundur segir nauðsynlegt að hækka hámarkslánin eigi sjóðurinn að vera áfram til í núverandi mynd. 28.11.2004 00:01 Framkvæmdir loks stöðvaðar Magnús Sædal byggingarfulltrúi stöðvaði fyrst í gær framkvæmdir við nýtt hótel í gamla Eimskipafélagshúsinu. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála felldi byggingarleyfið úr gildi fyrir rúmum hálfum mánuði og taldi það ekki eiga lagastoð. Magnús segist gera ráð fyrir að hægt verði að gefa út nýtt leyfi 8. desember og framkvæmdir geti þá hafist að nýju. 28.11.2004 00:01 Ekki alveg ótamarkað niðurhal? Tímamót í netsögu Íslands segja forsvarsmenn fyrirtækisins IPNets, sem bjóða nú fyrstir allra ótakmarkað niðurhal frá útlöndum. Hjá öðrum netþjónustufyrirtækjum eru menn þó fullir efasemda. 28.11.2004 00:01 Stuðningur við stríð endurmetinn Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, telur eðlilegt að íslensk stjórnvöld endurskoði stuðning sinn við Íraksstríðið í ljósi þess að upplýsingar um gereyðingarvopn í Írak hafi verið rangar. 28.11.2004 00:01 Einkavæðing í Borginni Undirbúningur að sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. og Vélamiðstöðvarinnar ehf. í eigu borgarinnar er hafin. 28.11.2004 00:01 Nágrannar stefna sendiráðinu Nágrannar bandaríska sendiráðsins undirbúa stefnu á hendur bandarískum stjórnvöldum um þessar mundir, en málið hefur tafist í meðförum utanríkisráðuneytisins. Árið 1995 eignaðist sendiráðið baklóð við Laufásveg 19 og meinar íbúum þar aðgang að lóðinni. Það hefur valdið íbúunum nokkrum óþægindum, meðal annars geta þeir ekki geymt ruslatunnurnar sínar bak við húsið sitt. 28.11.2004 00:01 Sigurður Geirdal er látinn Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi og leiðtogi framsóknarmanna í bænum, lést í gær, 65 ára að aldri. Hann skilur eftir sig eiginkonu og fimm börn. Sigurður fékk hjartaáfall aðfaranótt mánudags og var haldið sofandi í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir aðgerð á þriðjudag. 28.11.2004 00:01 Niðurskurður umdeildur í Framsókn Þingflokkur Framsóknarflokksins mun ræða á fundi í dag þá ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að veita ekki fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Talið er að málið sé umdeilt innan flokksins. 28.11.2004 00:01 Reki velli í Reykjavík og Keflavík Það er ekkert samhengi milli framtíðar Reykjavíkurflugvallar og þess hvort Íslendingar muni hugsanlega taka að sér auknar byrðar í rekstri Keflavíkurflugvallar að mati Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands. 28.11.2004 00:01 Hlíðarendi fram úr áætlun Framkvæmdakostnaður við uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðstöðu Vals við Hlíðarenda verður hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Vals frá 11. maí árið 2002 var gert ráð fyrir að uppbyggingin myndi kosta 715 milljónir króna. Nú er hins vegar áætlað að hún muni kosta rúman milljarð króna. 28.11.2004 00:01 Umferðarþing vill mislæg gatnamót Umferðarþing sem fram fór um helgina skoraði á borgaryfirvöld í Reykjavík að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í byggingu mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. 28.11.2004 00:01 Leita barnaræningjans enn Lögreglan í Kópavogi leitar enn mannsins sem nam níu ára stúlku á brott í Kópavogi síðdegis á miðvikudag. 28.11.2004 00:01 Hámarkshraði 80 kílómetrar Víða þyrfti að lækka hámarkshaða úr 90 kílómetrum á klukkustund upp í 80 yrðu reglur Norðmanna um leyfilegan aksturshraða á tveggja akgreina þjóðvegum teknar upp hér á landi. 28.11.2004 00:01 Gæti farið á báða vegu Kosning kennara um kjarasamning við sveitarfélögin gæti farið á báða vegu. Trúnaðarmaður kennara í grunnskóla í Mosfellsbæ segir erfitt að ráða í hug kennara en færri séu eins harðir gegn samningnum nú en fyrst. 28.11.2004 00:01 Aukið fé til heilsugæslu Virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi segja til sín í aukinni heilsugæsluþjónustu. Í aukafjárlögum fær Heilbrigðisstofnun Austurlands 25 milljóna króna fjárveitingu. 28.11.2004 00:01 Reykskynjara á hvert heimili Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) stendur nú sem hæst en það hófst laugardaginn 20. nóvember með útgáfu forvarnablaðsins Slökkviliðsmaðurinn. Blaðinu er dreift í 70 þúsund eintökum um land allt en í því eru meðal annars ítarlegar leiðbeiningar um eldvarnir heimilanna. Þá heimsækja slökkviliðsmenn 3. bekki grunnskólanna og fræða börnin um eldvarnir. 27.11.2004 07:00 Enn leitað Lögreglan leitar enn manns sem nam níu ára stúlku á brott á mótum Bröttubrekku og Álfhólsvegarm í Kópavogi á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu berst fjöldi upplýsinga til lögreglu. Eins og fram hefur komið, lýsir stúlkan manninum þannig að hann sé um tvítugt, sköllóttur, með svört plastgleraugu og skeggtopp undir efri vörinni. 27.11.2004 00:01 Erill hjá lögreglunni Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt. Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur. Einn þeirra lenti í árekstri á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar laust fyrir klukkan tvö í nótt. Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir áreksturinn með minniháttar meiðsl. 27.11.2004 00:01 Hægt að fækka slysum um 80-90% Umferðarþing telur að hægt sé að fækka slysum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um 80 til 90 prósent með vel hönnuðum mislægum gatnamótum. Þetta kemur fram í ályktun sem þingið samþykkti. Þar er skorað á borgaryfirvöld að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í byggingu mislægra gatnamóta á þessum setað. 27.11.2004 00:01 Reksturinn verði tryggður áfram Stjórn Íslandsdeildar Amnesty International skorar á Alþingi að tryggja áfram rekstur Mannréttindaskrifstofu Íslands. Skrifstofan fær engin bein framlög frá ríkinu á næsta ári, en getur sótt fé í sjóð ætluðum til mannréttindamála. 27.11.2004 00:01 Óánægja meðal nágranna Mikil óánægja er meðal nágranna bandaríska sendiráðsins í Reykjavík vegna stórra steyptra kerja sem búið er að koma upp framan við sendiráðið. Þeim er ætlað að koma í veg fyrir að hægt sé að keyra upp að húsinu. Eftir að kerin hafa verið sett upp, verður hægt að hleypa umferð á þennan hluta Laufásvegar að nýju. 27.11.2004 00:01 Tölvuleikir vinsælli en kvikmyndir Myndbönd og mynddiskar voru seld fyrir tæplega 950 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum árið 2002 á meðan andvirði seldra tölvuleikja var um 1000 milljarðar króna. Þróunin er sú sama á Norðurlöndum. Á heimsvísu er velta leikjaiðnaðarins meiri en velta kvikmynda- og tónlistariðnaðarins samanlagt. 27.11.2004 00:01 Fórnarlömb ofbeldis á tískusýningu Núna klukkan þrjú koma konur með áverka eftir árásir fram á tískusýningu í Lækjargötu. Sýningin er á vegum Amnesty International á Íslandi og er liður í átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Ýmsar þekktar konur koma fram á sýningunni, farðaðar eftir áverkalýsingum úr dómsmálum og verður lesið upp úr málunum á meðan. 27.11.2004 00:01 Vefur Íslandsbanka fyrstur til að fá vottun fyrir aðgengi fatlaðra Vefur Íslandsbanka, <a href="http://www.isb.is/" target="_blank"><font color="#000080"><strong>www.isb.is</strong></font></a>, er fyrstur íslenskra vefja til að vera vottaður fyrir aðgengi fatlaðra af Sjá viðmótsprófunum og Öryrkjabandalagi Íslands. Við hönnun vefsins var m.a. leitast við að koma til móts við þarfir blindra og sjónskertra, sem nota sérstaka vefskoðara við tölvunotkun. 27.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Átak gegn ölvunarakstri Átak lögreglunnar í Reykjavík til að koma í veg fyrir ölvunarakstur fyrir jólin er hafið. Um helgina voru 560 ökumenn stöðvaðir og ástand þeirra kannað. Fjórir þeirra reyndust vera undir áhrifum áfengis og tveir reyndust án ökuréttinda. 29.11.2004 00:01
Starfsleyfisumsókn vísað frá Mjöll-Frigg lagði ekki fram tilskilin gögn með starfsleyfisumsókn í Kópavogi og var henni því vísað frá á fundi heilbrigðisnefndar bæjarins í gær. Fyrirtækið var áður með starfsemi við Fossháls í Reykjavík. 29.11.2004 00:01
Hlutfallslega flest í Grímsey Einkahlutafélögum hefur fjölgað verulega á undanförnum fjórum árum, eða úr tæplega 14 þúsund í tæplega 21 þúsund. Víða hefur þessi þróun merkjanleg áhrif á útsvarstekjur sveitarfélaganna. Ef miðað er við íbúafjölda eru einkahlutafélögin hlutfallslega flest í Grímsey. 29.11.2004 00:01
Herdís prófessor Háskólastjórn Viðskiptaháskólans á Bifröst hefur skipað Dr. jur. Herdísi Þorgeirsdóttur í stöðu prófessors við lagadeild skólans að undangengnu hæfnismati dómnefndar, samkvæmt reglugerð skólans. 29.11.2004 00:01
Afturhaldskommatittir á Alþingi Davíð Oddsson utanríkisráðherra kallaði þingmenn Samfylkingarinnar „afturhaldskommatitti“ í umræðum á Alþingi í dag. Deilt var um ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins sem kvaðst í gær reiðubúinn til að endurskoða hvort Ísland ætti að vera á lista hinna viljugu þjóða. 29.11.2004 00:01
Jákvæð reynsla af reykingabanni Frumvarp sem bannar reykingar á veitingahúsum verður lagt fram á Alþingi fyrir jól. Reynsla annarra landa af slíku reykingabanni er almennt jákvæð en þó hafa ýmsar óvæntar hliðarverkanir komið í ljós. 29.11.2004 00:01
Ríkisvaldið neitar að borga Ríkisvaldið stendur í skuld við sveitarfélögin en lætur eins og það sé statt í miðjum grínfarsa og neitar að borga. Þetta sagði formaður Samfylkingarinnar á Alþingi í dag í umræðum um skiptingu tekna milli ríkis og sveitarfélaga. 29.11.2004 00:01
Apple kærir íslenska ríkið Stjórnendur Apple-tölvuverslunarinnar ætla að kæra íslenska ríkið fyrir tollaflokkun á Ipod margmiðlunarlófatölvunni. Tollstjórinn hefur skilgreint tækið sem upptökutæki sem hefur þær afleiðingar að fáir kaupa það hér á landi. 29.11.2004 00:01
Skilar ríkissjóði 340 milljónum Alþingi samþykkti í kvöld frumvarp sem felur í sér að áfengisgjald á sterku víni og tóbaki hækkar um 7%. Áfengisgjald af léttu víni og bjór verður óbreytt. Hækkunin skilar ríkissjóði 340 milljóna króna tekjuauka. 29.11.2004 00:01
Þeir tekjuháu fá mest Barnmargar fjölskyldur með ung börn og háar tekjur koma best út úr skattabreytingum ríkisstjórnarinnar miðað við útreikninga sem gerðir voru fyrir Fréttablaðið. Barnlausir einstaklingar koma verst út úr þeim. </font /></b /> 29.11.2004 00:01
Tvö banaslys Tvö banaslys urðu undanfarinn hálfan sólarhring. Ekið var á karlmann á Eyrarvegi á Selfossi klukkan sex í morgun og með þeim afleiðingum að hann lést. Ökumaður bifreiðarinanr tilkynnti um slysið. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. Þá beið ökumaður jeppabifreiðar bana á sjötta tímanum í gær þegar bíll hans fór fram af snjóhengju í sunnanverðu Vonarskarði og lenti á hvolfi ofan í á. 28.11.2004 00:01
Áratugur Íslendinganna Breska stórblaðið The Sunday Times fjallar ítarlega um íslensku innrásina í breskt viðskiptalíf, í blaði sínu í dag. Þar segir að á áttunda áratugnum hafi arabískir kaupsýslumenn gert sig mjög gildandi í Bretlandi, næsta áratug á eftir hafi það verið japanskir og svo auðvitað bandarískir alltaf á ferðinni. 28.11.2004 00:01
Borgarráð frestar ákvörðun Borgarráð Reykjavíkur frestaði ákvörðun um hvenær uppbygging mannvirkja á Laugardalsvelli gæti hafist. Borgarráði barst bréf þess efnis frá borgarverkfræðing þar sem leitað var eftir samþykki til að hefja framkvæmdir nú þegar á skrifstofuhúsnæði KSÍ þar sem framkvæmdin verður alfarið á vegum KSÍ. 28.11.2004 00:01
Enn leitað Lögreglan leitar enn mannsins sem nam níu ára stúlku á brott í Kópavogi á miðvikudag og skildi eftir á Mosfellsheiði. Hann var á rauðum fernra dyra fólksbíl og lýsti stúlkan honum þannig að hann væri um tvítugt, sköllóttur með svört gleraugu og skegghýjung við neðri vörina. 28.11.2004 00:01
Ekki eins gott og sýnist? Tímamót í netsögu Íslands segja forsvarsmenn fyrirtækisins IPNets, sem bjóða nú fyrstir allra ótakmarkað niðurhal frá útlöndum. Hjá öðrum netþjónustufyrirtækjum eru menn þó fullir efasemda. 28.11.2004 00:01
Sigurður Geirdal látinn Sigurður Geirdal bæjarstjóri í Kópavogi er látinn 65 ára að aldri. Sigurður lést á hjartadeild Lanspítalans við Hringbraut í morgun. Hann fékk hjartaáfall aðfararnótt mánudags og gekkst undir aðgerð, en komst ekki til meðvitundar aftur. Sigurður Geirdal var bæjarstjóri í Kópavogi í rúm fjórtán ár. 28.11.2004 00:01
Banaslys á Selfossi Ekið var á karlmann sem lést samstundis snemma á sunnudagsmorgun á Selfossi, atvikið átti sér stað sunnarlega á Eyrarveginum. 28.11.2004 00:01
Steyptist fram af hengiflugi Tveir menn létust af slysförum um helgina. Ekið var á karlmann á fimmtugsaldri á Eyrarvegi á Selfossi um sexleytið í morgun og lést hann samstundis að sögn lögreglunnar að Selfossi. Slæm akstursskilyrði voru þegar slysið varð, rigning og rok og lélegt skyggni. Ökumann fólksbifreiðarinnar sakaði ekki. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. 28.11.2004 00:01
Eldur á Laugavegi 22 Fyrir skömmu barst Slökkviliði Reykjavíkur tilkynning um eld sem kom upp í millivegg á veitingastaðnum 22 á Laugavegi 22. Ekki er gert ráð fyrir að um mikinn eld sé að ræða en lögregla og slökkvilið er á vettvangi. 28.11.2004 00:01
Stuðningurinn afturkallaður? Íslensk stjórnvöld munu hugsanlega afturkalla stuðning sinn við stríðið í Írak, að sögn formanns þingflokks Framsóknarflokksins. Aðkoma Íslands að stríðinu í Írak hefur lengi verið umdeild, og ekki allir sáttir við að landið sé á lista yfir hin svokölluðu staðföstu ríki. 28.11.2004 00:01
Eldri konur frekar í óhöppum Meiri hætta er á að eldri konur lendi í umferðaróhöppum er karlar á sama aldri. Þetta er ein af niðurstöðum nýrrar íslenskrar rannsóknar, sem bendir einnig til þess að almennt sé ekki munur á slysatíðni hjá kynjunum. 28.11.2004 00:01
Ný Byggðastofnun? Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir að ef staða Íbúðalánasjóðs versni verði til ný Byggðastofnun sem stjórnvöld þurfi að borga með. Hún þyrfti þá að niðurgreiða vexti í þeim landshlutum þar sem veðin væru lélegust. Guðmundur segir nauðsynlegt að hækka hámarkslánin eigi sjóðurinn að vera áfram til í núverandi mynd. 28.11.2004 00:01
Framkvæmdir loks stöðvaðar Magnús Sædal byggingarfulltrúi stöðvaði fyrst í gær framkvæmdir við nýtt hótel í gamla Eimskipafélagshúsinu. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála felldi byggingarleyfið úr gildi fyrir rúmum hálfum mánuði og taldi það ekki eiga lagastoð. Magnús segist gera ráð fyrir að hægt verði að gefa út nýtt leyfi 8. desember og framkvæmdir geti þá hafist að nýju. 28.11.2004 00:01
Ekki alveg ótamarkað niðurhal? Tímamót í netsögu Íslands segja forsvarsmenn fyrirtækisins IPNets, sem bjóða nú fyrstir allra ótakmarkað niðurhal frá útlöndum. Hjá öðrum netþjónustufyrirtækjum eru menn þó fullir efasemda. 28.11.2004 00:01
Stuðningur við stríð endurmetinn Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, telur eðlilegt að íslensk stjórnvöld endurskoði stuðning sinn við Íraksstríðið í ljósi þess að upplýsingar um gereyðingarvopn í Írak hafi verið rangar. 28.11.2004 00:01
Einkavæðing í Borginni Undirbúningur að sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. og Vélamiðstöðvarinnar ehf. í eigu borgarinnar er hafin. 28.11.2004 00:01
Nágrannar stefna sendiráðinu Nágrannar bandaríska sendiráðsins undirbúa stefnu á hendur bandarískum stjórnvöldum um þessar mundir, en málið hefur tafist í meðförum utanríkisráðuneytisins. Árið 1995 eignaðist sendiráðið baklóð við Laufásveg 19 og meinar íbúum þar aðgang að lóðinni. Það hefur valdið íbúunum nokkrum óþægindum, meðal annars geta þeir ekki geymt ruslatunnurnar sínar bak við húsið sitt. 28.11.2004 00:01
Sigurður Geirdal er látinn Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi og leiðtogi framsóknarmanna í bænum, lést í gær, 65 ára að aldri. Hann skilur eftir sig eiginkonu og fimm börn. Sigurður fékk hjartaáfall aðfaranótt mánudags og var haldið sofandi í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir aðgerð á þriðjudag. 28.11.2004 00:01
Niðurskurður umdeildur í Framsókn Þingflokkur Framsóknarflokksins mun ræða á fundi í dag þá ákvörðun meirihluta fjárlaganefndar að veita ekki fé til Mannréttindaskrifstofu Íslands. Talið er að málið sé umdeilt innan flokksins. 28.11.2004 00:01
Reki velli í Reykjavík og Keflavík Það er ekkert samhengi milli framtíðar Reykjavíkurflugvallar og þess hvort Íslendingar muni hugsanlega taka að sér auknar byrðar í rekstri Keflavíkurflugvallar að mati Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands. 28.11.2004 00:01
Hlíðarendi fram úr áætlun Framkvæmdakostnaður við uppbyggingu íþróttamannvirkja og aðstöðu Vals við Hlíðarenda verður hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Vals frá 11. maí árið 2002 var gert ráð fyrir að uppbyggingin myndi kosta 715 milljónir króna. Nú er hins vegar áætlað að hún muni kosta rúman milljarð króna. 28.11.2004 00:01
Umferðarþing vill mislæg gatnamót Umferðarþing sem fram fór um helgina skoraði á borgaryfirvöld í Reykjavík að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í byggingu mislægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. 28.11.2004 00:01
Leita barnaræningjans enn Lögreglan í Kópavogi leitar enn mannsins sem nam níu ára stúlku á brott í Kópavogi síðdegis á miðvikudag. 28.11.2004 00:01
Hámarkshraði 80 kílómetrar Víða þyrfti að lækka hámarkshaða úr 90 kílómetrum á klukkustund upp í 80 yrðu reglur Norðmanna um leyfilegan aksturshraða á tveggja akgreina þjóðvegum teknar upp hér á landi. 28.11.2004 00:01
Gæti farið á báða vegu Kosning kennara um kjarasamning við sveitarfélögin gæti farið á báða vegu. Trúnaðarmaður kennara í grunnskóla í Mosfellsbæ segir erfitt að ráða í hug kennara en færri séu eins harðir gegn samningnum nú en fyrst. 28.11.2004 00:01
Aukið fé til heilsugæslu Virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi segja til sín í aukinni heilsugæsluþjónustu. Í aukafjárlögum fær Heilbrigðisstofnun Austurlands 25 milljóna króna fjárveitingu. 28.11.2004 00:01
Reykskynjara á hvert heimili Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) stendur nú sem hæst en það hófst laugardaginn 20. nóvember með útgáfu forvarnablaðsins Slökkviliðsmaðurinn. Blaðinu er dreift í 70 þúsund eintökum um land allt en í því eru meðal annars ítarlegar leiðbeiningar um eldvarnir heimilanna. Þá heimsækja slökkviliðsmenn 3. bekki grunnskólanna og fræða börnin um eldvarnir. 27.11.2004 07:00
Enn leitað Lögreglan leitar enn manns sem nam níu ára stúlku á brott á mótum Bröttubrekku og Álfhólsvegarm í Kópavogi á miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu berst fjöldi upplýsinga til lögreglu. Eins og fram hefur komið, lýsir stúlkan manninum þannig að hann sé um tvítugt, sköllóttur, með svört plastgleraugu og skeggtopp undir efri vörinni. 27.11.2004 00:01
Erill hjá lögreglunni Töluverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt. Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur. Einn þeirra lenti í árekstri á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar laust fyrir klukkan tvö í nótt. Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir áreksturinn með minniháttar meiðsl. 27.11.2004 00:01
Hægt að fækka slysum um 80-90% Umferðarþing telur að hægt sé að fækka slysum á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um 80 til 90 prósent með vel hönnuðum mislægum gatnamótum. Þetta kemur fram í ályktun sem þingið samþykkti. Þar er skorað á borgaryfirvöld að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í byggingu mislægra gatnamóta á þessum setað. 27.11.2004 00:01
Reksturinn verði tryggður áfram Stjórn Íslandsdeildar Amnesty International skorar á Alþingi að tryggja áfram rekstur Mannréttindaskrifstofu Íslands. Skrifstofan fær engin bein framlög frá ríkinu á næsta ári, en getur sótt fé í sjóð ætluðum til mannréttindamála. 27.11.2004 00:01
Óánægja meðal nágranna Mikil óánægja er meðal nágranna bandaríska sendiráðsins í Reykjavík vegna stórra steyptra kerja sem búið er að koma upp framan við sendiráðið. Þeim er ætlað að koma í veg fyrir að hægt sé að keyra upp að húsinu. Eftir að kerin hafa verið sett upp, verður hægt að hleypa umferð á þennan hluta Laufásvegar að nýju. 27.11.2004 00:01
Tölvuleikir vinsælli en kvikmyndir Myndbönd og mynddiskar voru seld fyrir tæplega 950 milljarða íslenskra króna í Bandaríkjunum árið 2002 á meðan andvirði seldra tölvuleikja var um 1000 milljarðar króna. Þróunin er sú sama á Norðurlöndum. Á heimsvísu er velta leikjaiðnaðarins meiri en velta kvikmynda- og tónlistariðnaðarins samanlagt. 27.11.2004 00:01
Fórnarlömb ofbeldis á tískusýningu Núna klukkan þrjú koma konur með áverka eftir árásir fram á tískusýningu í Lækjargötu. Sýningin er á vegum Amnesty International á Íslandi og er liður í átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Ýmsar þekktar konur koma fram á sýningunni, farðaðar eftir áverkalýsingum úr dómsmálum og verður lesið upp úr málunum á meðan. 27.11.2004 00:01
Vefur Íslandsbanka fyrstur til að fá vottun fyrir aðgengi fatlaðra Vefur Íslandsbanka, <a href="http://www.isb.is/" target="_blank"><font color="#000080"><strong>www.isb.is</strong></font></a>, er fyrstur íslenskra vefja til að vera vottaður fyrir aðgengi fatlaðra af Sjá viðmótsprófunum og Öryrkjabandalagi Íslands. Við hönnun vefsins var m.a. leitast við að koma til móts við þarfir blindra og sjónskertra, sem nota sérstaka vefskoðara við tölvunotkun. 27.11.2004 00:01