Afturhaldskommatittir á Alþingi 29. nóvember 2004 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra kallaði þingmenn Samfylkingarinnar „afturhaldskommatitti“ í umræðum á Alþingi í dag. Deilt var um ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins sem kvaðst í gær reiðubúinn til að endurskoða hvort Ísland ætti að vera á lista hinna viljugu þjóða. Menn eru á þeirri skoðu í stjórnarmeirihlutanum að Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hafi hlaupið á sig þegar hann sagði í Silfri Egils í gær að það kæmi til greina að Íslendingar afturkölluðu stuðning sinn við stríðið í Írak og færu af lista hinna staðföstu þjóða. Ummælin komu ríkisstjórninni í nokkurna vanda á þingingu í dag. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði umræðuna á algjörum villigötum. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hrósaði Hjálmari fyrir ummælin og sagðist vænta þess að hann væri fyrstur af fleirum sem kæmu í lið stjórnarandstöðunnar í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, hældi Hjálmari sömuleiðis og sagði þetta djarflega mælt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sennilega hafa brotið landslög þegar hann ákvað að styðja innrásina í Írak og ætti því sennilega að segja af sér. „Hann hefur ekki skýrt það fyrir okkur og hann kemur hér upp í stólinn og segir okkur ekki einu sinni hvort að Hjálmar Árnason sé skilinn við flokkinn eða hvort hann er ennþá í heitum ástartengslum við hann,“ sagði Mörður. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði að yrðu Íslendingar teknir af lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak nú jafngilti það því að hann færi upp á Landspítalann og segði að hann tæki til baka samþykki sitt fyrir krabbameinsaðgerðinni sem framkvæmd var í sumar. „Það yrði bara litið á mig eins og hvert annað fífl,“ sagði ráðherrann og bætti því svo við að Samfylkingin væri „eins og gamall afturhaldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór og getur því ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta.“ Halldór Ásgrímsson sagði það jafngilda því að hætta að styðja uppbyggingarstarf í Írak ef menn færu út af listanum. Á hitt má benda að þjóðir sem ekki voru á lista hinna viljugu, eins og Noregur sem utanríkisráðherra benti á, taka nú eða hyggjast taka þátt í uppbyggingarstarfi í Írak. Forsætisráðherra spurði jafnframt þingmenn Samfylkingar hvort þeir vissu ekki að innrásin væri löngu búin. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra kallaði þingmenn Samfylkingarinnar „afturhaldskommatitti“ í umræðum á Alþingi í dag. Deilt var um ummæli þingflokksformanns Framsóknarflokksins sem kvaðst í gær reiðubúinn til að endurskoða hvort Ísland ætti að vera á lista hinna viljugu þjóða. Menn eru á þeirri skoðu í stjórnarmeirihlutanum að Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hafi hlaupið á sig þegar hann sagði í Silfri Egils í gær að það kæmi til greina að Íslendingar afturkölluðu stuðning sinn við stríðið í Írak og færu af lista hinna staðföstu þjóða. Ummælin komu ríkisstjórninni í nokkurna vanda á þingingu í dag. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði umræðuna á algjörum villigötum. Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hrósaði Hjálmari fyrir ummælin og sagðist vænta þess að hann væri fyrstur af fleirum sem kæmu í lið stjórnarandstöðunnar í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, hældi Hjálmari sömuleiðis og sagði þetta djarflega mælt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sennilega hafa brotið landslög þegar hann ákvað að styðja innrásina í Írak og ætti því sennilega að segja af sér. „Hann hefur ekki skýrt það fyrir okkur og hann kemur hér upp í stólinn og segir okkur ekki einu sinni hvort að Hjálmar Árnason sé skilinn við flokkinn eða hvort hann er ennþá í heitum ástartengslum við hann,“ sagði Mörður. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði að yrðu Íslendingar teknir af lista stuðningsþjóða innrásarinnar í Írak nú jafngilti það því að hann færi upp á Landspítalann og segði að hann tæki til baka samþykki sitt fyrir krabbameinsaðgerðinni sem framkvæmd var í sumar. „Það yrði bara litið á mig eins og hvert annað fífl,“ sagði ráðherrann og bætti því svo við að Samfylkingin væri „eins og gamall afturhaldskommatittsflokkur og ætlar sér aldrei að verða stór og getur því ekki stutt verðugt verkefni eins og þetta.“ Halldór Ásgrímsson sagði það jafngilda því að hætta að styðja uppbyggingarstarf í Írak ef menn færu út af listanum. Á hitt má benda að þjóðir sem ekki voru á lista hinna viljugu, eins og Noregur sem utanríkisráðherra benti á, taka nú eða hyggjast taka þátt í uppbyggingarstarfi í Írak. Forsætisráðherra spurði jafnframt þingmenn Samfylkingar hvort þeir vissu ekki að innrásin væri löngu búin.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira