Fleiri fréttir

Segir sýknu­dóm von­brigði

Framkvæmdastjóri Frigusar segir dóm í máli gegn ríkinu og Lindarhvoli koma gríðarlega á óvart og vera vonbrigði. Íslenska ríkið og Lindarhvoll voru í dag sýknuð af kröfu félagsins vegna sölu á eignarhaldsfélaginu Klakka.

Undanþágur á reglum aðeins hugsaðar til skamms tíma

Barnamálaráðherra segir að það eigi að vera undantekning en ekki regla að sveitarfélög nýti sér heimild til að víkja frá reglu um lágmarksfjölda íbúa í umdæmi hverrar barnaverndarþjónustu. Faðir stúlku sem hefur slæma reynslu af barnaverndarnefnd í litlum bæ segir lögin ekki virka sem skyldi en lögin eru sett til að tryggja faglega og óháða þjónustu við börn.

Sakar lögregluna um að nota nafn Birnu í annarlegum tilgangi

Móðir Birnu Brjánsdóttur, sem myrt var árið 2017, óskar eftir áheyrn og virðingu gagnvart sér og dóttur sinni heitinni frá lögreglunni. Hún segir að sér hafi fallist hendur þegar hún las viðtal við aðstoðarlögreglustjóra í Reykjavík, þar sem hann notaði nafn dóttur hennar í „annarlegum tilgangi.“

Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar hel­vítis lygar“

Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar hel­vítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladímír Pútín Rússlandsforseta, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu og vegna þess fjölda úkraínskra barna sem fluttur hefur verið með ólögmætum hætti frá Úkraínu. Við fjöllum um málið í beinni útsendingu.

CERT-IS ostrzega przed wyłudzaniem informacji

Zespół ds. bezpieczeństwa cybernetycznego i reagowania CERT-IS twierdzi, że istnieje poważny powód do tego aby ostrzegać społeczeństwo przed wyłudzaniem informacji za pośrednictwem wiadomości tekstowych, których liczba zdaniem zespołu wzrosła w ostatnich tygodniach.

Bein útsending: Ræða Katrínar á landsfundi VG

Landsfundur VG verður haldinn í Hofi á Akureyri um helgina. Fundurinn hefst síðdegis í dag og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins og forsætisráðherra, flytja opnunarræðu fundarins klukkan 17.30.

Erdogan segist styðja aðild Finna að NATO

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í dag að tyrkneska þingið myndi greiða atkvæði um að samþykkja umsókn Finnlands um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Ekki stendur til að samþykkja aðild Svía að svo stöddu og eru auknar líkur á því að Finnar gangi einir í NATO í bili.

Þrjú sóttu um stöðu skólastjóra í Melaskóla

Alls sóttu þrír einstaklingar um að verða skólastjóri í Melaskóla samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Einn þessara einstaklinga dró umsókn sína þó til baka og því eru umsækjendur tveir.

Gefa út handtökuskipun á hendur Pútín

Dómarar Alþjóðlega sakamáladómstólsins (ICC) hafa gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Handtökuskipunin er gefin út vegna fjölda úkraínska barna sem rænt hefur verið til Rússlands.

Ætla að granda herþotum sem sendar verða til Úkraínu

Ráðamenn í Rússlandi segjast ætla að granda herþotum sem bakhjarlar Úkraínu gefa Úkraínumönnum. Pólverjar tilkynntu í gær að þeir ætluðu að senda minnst ellefu gamlar MiG-29 orrustuþotur til Úkraínu og ríkisstjórn Slóvakíu tilkynnti svo í dag að þaðan yrðu sendar þrettán þotur af sömu gerð.

Styrkja Mat­væla­á­ætlun SÞ vegna ham­faranna í Malaví

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að verja hálfri milljón Bandaríkjadala, jafnvirði 71 milljón króna, til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna vegna neyðarástandsins sem skapast hefur í Malaví af völdum hitabeltisstormsins Freddy.

Í gæslu­varð­hald eftir að hafa verið sak­felldur fyrir til­raun til mann­dráps ytra

Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem handtekinn var hér á landi vegna evrópskrar handtökuskipunar. Til grundvallar handtökuskipuninni lá fyrir dómur útlensks áfrýjunardómstóls þar sem maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til 7. apríl næstkomandi. 

Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut

Ráðamenn á Vesturlöndum segja þúsundir rússneskra fanga, sem ráðnir hafa verið úr fangelsum landsins til að berjast fyrir málaliðahópinn Wagner Group, hafa fallið í átökum í Úkraínu. Föngunum var boðið frelsi í skiptum fyrir sex mánaða þjónustu og hefur fjölda fanga verið sleppt.

„Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórn­málum“

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins.

Opin­bert starfs­fólk færist úr lokuðum skrif­stofum

Samkvæmt viðmiðum fjármálaráðuneytis frá árinu 2019 eiga skrifstofurými hins opinbera að færast frá lokuðum skrifstofum og yfir í verkefnamiðaða vinnuaðstöðu. Upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar segir þessa aðstöðu taka allt inn í jöfnuna, líðan starfsfólks, skilvirkni og kostnað.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja samantekt frá Vinnueftirlitinu um slys á lögreglumönnum. 

Teitur Björn mun taka sæti Haraldar: „Nokkuð ó­vænt“

Teitur Björn Einarsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, mun taka sæti Haraldar Benediktssonar á Alþingi eftir að sá síðarnefndi tekur við stöðu bæjarstjóra Akraness á næstu vikum. Teitur Björn segist spenntur fyrir verkefninu.

Þing­maður ráðinn bæjar­stjóri Akra­ness

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Akraneskaupstaðar. Hann tekur við stöðunni af Sævari Frey Þráinssyni sem nýverið var ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Stal þyrlu en brotlenti henni strax

Misheppnaður þyrluþjófur reyndi að ræsa fjórar þyrlur á flugvelli í Sacramento í Bandaríkjunum á miðvikudagsmorgun. Honum tókst að ræsa eina þeirra en brotlenti henni um leið og hann tók á loft.

Knatt­spyrnu­menn 50 prósent lík­legri til að fá heila­bilun

Knattspyrnumenn eru 50 prósent líklegri til að fá heilabilun en annað fólk ef marka má nýja rannsókn við Karolinska-sjúkrahúsið í Svíþjóð. Niðurstöðurnar benda til þess að mögulega ætti að setja reglur um „skalla“ á knattspyrnuvellinum.

Xi heim­sækir Pútín eftir helgi

Xi Jinping Kínaforseti mun halda í opinbera heimsókn til Rússlands í næstu viku þar sem hann mun meðal annars eiga fundi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Skiptar skoðanir um að loka grunn­skólanum

Fundur var haldinn í vikunni með foreldrum barna sem stunda nám í Grunnskólanum austan Vatna á Hólum. Á fundinum var ræddur sá möguleiki að leggja niður starfsemi í skólanum þar sem einungis níu börn stunda þar nám núna.

Tæpar 160 milljónir í sekt fyrir skatt­svik

Karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Honum ber að greiða 158 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir glæpinn innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í 360 daga.

Slagsmál, eldur og innbrot

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna slagsmála í Kópavogi í gærkvöldi. Tveir einstaklingar voru handteknir og vistaðir í fangageymslum vegna rannsóknar málsins.

CERT-IS varar við vef­veiðum í gegnum smá­skila­boð

Netöryggis- og viðbragðsteymi CERT-IS segir ástæða til að vara við vefveiðum í gegnum smáskilaboð, sem teymið segir hafa færst í aukana á síðustu vikum. Nýmæli er að nú virðist svindlið beinast gegn rafrænum skilríkjum fólks.

Bein­línis hættu­lega lítill raki á sumum heimilum

Kristinn Johnson framkvæmdastjóri Eirbergs segir að það versta fyrir loftgæði heimilisins sé að loka öllum gluggum og hækka ofna í botn. Of lítill raki á heimilinu geti beinlínis verið hættulegur heilsu.

„Því miður er ekkert sér­stak­lega bjart yfir mér“

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist vonsvikin yfir því að staðan í leikskólamálum sé jafnslæm og raun beri vitni. Hún vill fjölga leikskólaplássum og lagði fram tillögu í borgarráði í dag um daggæslu fyrir börn starfsmanna á stærri vinnustöðum.

„Ég sé ekki fram á það verði gert neitt fyrir fólk eins og okkur“

Fjögurra manna fjölskylda neyddist til að flytja úr íbúð sinni og leigja hana út til að ná endum saman, þar sem yngsta barnið kemst ekki inn á leikskóla. Foreldrar segja nóg komið af innantómum yfirlýsingum og krefjast tafarlausra aðgerða. Mótmæli hafa verið boðuð á ný í næstu viku.

Elva Hrönn hættir í VG

Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“

Enn aukast flækjur Lindarhvolsmálsins á Alþingi

Þingmenn eru enn að vandræðast með hvort opinbera eigi greinargerð frá fyrrverandi settum ríkisendurskoðanda um eignarhaldsfélag ríkisins utan um eignir sem það leysti til sín eftir hrun bankanna. Málið verður furðulegra með hverjum deginum sem líður

Sjá næstu 50 fréttir