Fleiri fréttir

Út­lit fyrir skap­legt verður eftir há­degi en hvessir í kvöld

Veðurstofan gerir ráð fyrir að það dragi úr vindi og úrkomu með morgninum og að útlit sé fyrir skaplegasta veður á landinu um og eftir hádegi. Vindur verði ekki nema suðvestan fimm til þrettán metrar á sekúndu seinni partinn, þurrt um allt land og hiti um eða undir frostmarki.

Kastaði sér í snjóinn eftir sprengingu á Greni­vík og vaknaði í Noregi

Kona sem slasaðist alvarlega í sprengingu í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík á síðasta ári hefur náð undraverðum bata í Noregi. Hún segist muna eftir því að hafa kastað sér í snjóinn fyrir utan verksmiðjuna strax eftir sprenginguna. Því næst rankaði hún við sér á spítala í Noregi, mánuði eftir slysið.

Mikilvægar vikur í vændum í Úkraínu

Ráðamenn í Úkraínu búast við umfangsmiklum árásum Rússa í austurhluta landsins á næstu vikum. Þeir segja Rússa hafa komið tugum og jafnvel hundruð þúsund hermönnum fyrir á svæðinu og þeir séu þegar byrjaðir að reyna að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur með því að senda hermenn fram í bylgjum.

Aðgerðum lokið án handtöku

Lögregluaðgerðum á Sauðarkróki er lokið án handtöku. Enginn grunur er um ætlaða refsiverða háttsemi.

Eldur í arni á Arnarneshæð

Slökkviliðsmenn fóru í útkall á Arnarneshæð í dag vegna elds í arni. Ekki liggur fyrir enn fyrir hvort eldurinn hafi farið úr böndunum eða af hverju slökkvilið var kallað til.

Ó­rjúfan­leg vin­átta þjóðanna tveggja

Úkraínuforseti kom í óvænta heimsókn til Bretlands í dag og fundaði með forsætisráðherra og konungi landsins. Þá ávarpaði hann breska þingið og þakkaði því stuðning í baráttunni við Rússa.

Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17

Alþjóðlegt teymi rannsakenda segist hafa fundið sterkar vísbendingar um að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefði persónulega heimilað sendingu loftvarnarkerfis til aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem notað var árið 2014 til að skjóta niður farþegaþotu frá Malasíu. Ólíklegt sé þó að hægt verði að sækja hann til saka.

Stjórn­völd harð­lega gagn­rýnd fyrir hæg við­brögð

Tyrknesk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast of hægt við afleiðingum jarðskjálftanna á mánudag. Nú er talið að yfir ellefu þúsund hafi farist í skjálftunum. Íslenskt björgunarfólk er komið á hamfarasvæðið í Tyrklandi. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 

Skazany na 8 lat pozbawienia wolności

Ingólfur Kjartansson, 20-letni mężczyzna, został skazany na osiem lat pozbawienia wolności za próbę zabójstwa mężczyzny na parkingu przy Bergstaðastræti, w Reykjaviku. Do zdarzenia doszło w lutym zeszłego roku, a sąd skazał go w listopadzie 2022 roku.

Tilraun til að leiða deilur við Eflingu í jörð

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun ríkissáttasemjara, um að falla frá aðfararbeiðni til að fá kjörskrá Eflingar afhenta, tilraun til að leiða deilur embættisins við Eflingu í jörð.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir vaxtahækkun Seðlabankans og hörð viðbrögð aðila vinnumarkaðarins vegna röksemda bankans fyrir hækkuninni.

Hætta málþófi um útlendingafrumvarpið

Þingmenn Pírata eru hættir málþófi útlendingafrumvarpið svokallaða frá dómsmálaráðherra. Lítið sem ekkert annað hefur verið rætt á þingi á þessu ári en nú telja þingmennirnir að fullreynt sé að opna augu stjórnarliða um frumvarpið og galla þess. Píratar segja það skerða réttindi fólks á flótta.

Fellur frá aðfararbeiðni eftir fund með lögmanni Eflingar

Ríkissáttasemjari hefur fallið frá aðfararbeiðni sinni til sýslumanns um að fá kjörskrá félagsmanna Eflingar afhenta. Þetta er niðurstaðan eftir fund lögmanns Eflingar með sáttasemjara síðdegis í dag. Efling hefur lofað að afhenda félagaskrána staðfesti Landsréttur úrskurð úr héraði um lögmæti miðlunartillögu sáttasemjara.

Segja verk­falls­brot framin á Grand Hótel

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir verkfallsbrot hafa verið framin á Grand Hóteli í dag. Hún segir að verið sé að mæta þeim sem sinna verkfallsvörslu með fordæmalausri hörku. 

Munu ekki semja nema laun milli markaða verði jöfnuð

Kennarasamband Íslands, BSRB og BHM hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna um ákveðna meginþætti en kjarasamningar renna út í mars. Helsta verkefnið er að jafna laun á milli markaða að sögn formanns BSRB og verður ekki samið án þess að það náist. Formaður Kennarasambandsins tekur undir og reiknar með að viðræðurnar hefjist af krafti fljótlega. 

Lítil stúlka fæddist í húsarústum

Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst. Allir fjölskyldumeðlimir stúlkunnar eru látnir.

Saka Eflingu um hótanir og hleypa verkfallsvörðum ekki inn

Forsvarsmenn Íslandshótela tóku þá ákvörðun nú eftir hádegi í dag að hleypa verkfallsvörðum Eflingar ekki frekar inn á hótel sín. Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir að ástæðan sé sú að verkfallsverðir tóku að hóta starfsmönnum annarra stéttarfélaga sem sannarlega séu ekki í verkföllum, sem og yfirmönnum, aðgerðum.

Myndi stela apa aftur ef hann gæti

Karlmaður sem grunaður er um að hafa stolið tveimur öpum úr dýragarðinum í Dallas segir að hann myndi stela fleiri öpum ef honum yrði sleppt úr haldi. Maðurinn er ekki talinn tengjast grunsamlegum dauðdaga hrægamms í sama dýragarði. 

„Á degi tvö ertu farinn að finna fyrir þessu“

Frekari verkfallsaðgerðir meðal Eflingarfélaga voru samþykktar í gærkvöldi. Meðal þeirra sem stefna á verkfall í næstu viku eru bílstjórar Skeljungs, Samskipa og Olíudreifingar. Framkvæmdastjóri Skeljungs segir verkfall ekki þurfa að vara lengi til að áhrif þeirra verði veruleg.

Lítur út fyrir að Daði verði sjálf­kjörinn

Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020.

Fjögurra bíla á­rekstur á Sæ­braut

Fjögurra bíla árekstur varð á Sæbraut við Skeiðarvog í Reykjavík skömmu fyrir klukkan ellefu í dag. Einn var fluttur til skoðunar á slysadeild en er ekki talinn vera alvarlega slasaður. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um ákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabankans sem í morgun að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur. 

Treysta sér ekki til að drekka krana­vatn á slökkvi­stöðinni

Starfsmenn slökkviliðs Borgarbyggðar treysta sér ekki til þess að drekka vatn úr krönum á kaffistofu slökkvistöðvarinnar. Sjáanlegar rakaskemmdir eru á svæðum á kaffistofunni en myglu má finna í skrifstofuhluta stöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að endurnýjun á húsnæðinu ljúki árið 2025. 

Selenskí í ó­væntri heim­sókn til Bret­lands í dag

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun í dag heimsækja Bretland í fyrsta sinn síðan Rússar réðust inn í heimaland hans fyrir tæpu ári síðan. Heimsóknin er óvænt en við því er búist að Selenskí muni á morgun ferðast til Brussel til fundar við Evrópusambandið.

Talaði um mikilvægi samvinnu þvert á flokka

Joe Biden Bandaríkjaforseti flutti árlega stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi í nótt og biðlaði meðal annars til mótherja sinna í Repúblikanaflokknum að þeir hjálpuðu til við að rétta af efnahag Bandaríkjanna.

Grunaður um í­trekuð brot og sak­sóknari skoðar líkur á sak­fellingu

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er grunaður um að hafa framið ítrekuð kynferðisbrot. Saksóknaraembætti bresku krúnunnar í Manchester hefur nú rannsóknargögn lögreglu til skoðunar og þarf að leggja mat á það hvort sönnunargögnin séu líkleg til þess að leiða til sakfellingar. 

Sjá næstu 50 fréttir