Fleiri fréttir Kynbundið ofbeldi fer úr böndunum á Spáni Tæplega 20 konur á Spáni hafa verið myrtar af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðustu 6 vikum. Fjölmiðlar tala um jólamánuðinn sem svartan desember og kvennahreyfingar segja stjórnvöld vera að bregðast konum sem lifa við stanslaust ofbeldi maka sinna. 15.1.2023 16:31 Skáli byggður yfir nýja tvöfalda brú yfir Stóru Laxá Ökumenn, sem aka yfir brúna yfir Stóru Laxá í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum verða margir undrandi þessa dagana því við hlið brúarinnar er búið að reisa stærðar skála með plasti yfir, sem nær yfir nýja tvíbreiða brú, sem er verið að byggja á staðnum. 15.1.2023 16:06 Graskögglaverksmiðja reist við Húsavík? Nú er unnið að því að koma upp Graskögglaverksmiðju við Húsavík með nýtingu jarðhita við Hveravelli í Reykjahverfi. Kostnaður við byggingu verksmiðjunnar er um tveir milljarðar króna en hún mun taka til starfa 2025 ef allt gengur upp. 15.1.2023 15:16 „Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki því að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15.1.2023 14:45 „Alveg ljóst að um veikindi einstaklings er að ræða“ Tveir þurftu að leita á sjúkrahús eftir að karlmaður, sem er talinn andlega veikur, réðist á þau í Kringlunni. 15.1.2023 13:19 Vélarvana bátur dreginn til hafnar á Siglufirði Um níu leytið í morgun var björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði, Sigurvin, kallað út til aðstoðar vélarvana bát sem staddur var rúmlega sex sjómílur norð norðvestur af Siglunesi. 15.1.2023 13:15 Ætluðu að smygla til Íslands vegna þrefalt hærra götuverðs Tveir breskir karlmenn sem gripnir voru með umtalsvert magn af kókaíni á Stansted flugvelli á síðasta ári hugðust smygla efnunum til Íslands þar sem söluverðið er sagt vera þrefalt hærra en í Bretlandi. Annar þeirra er sagður vera umfangsmikill fíkniefnasali í Bretlandi og talið er að hann hafi haft áform um að færa út kvíarnar. 15.1.2023 12:47 Umfangsminni leit í dag og engar vísbendingar hafa borist Engar vísbendingar hafa borist lögreglu um ferðir Modestas Antanavicius sem leitað hefur verið að í Borgarfirði. Leit heldur áfram í dag og biðlar lögregla til fólks að hafa samband hafi það einhverjar upplýsingar um ferðir mannsins. 15.1.2023 12:47 Segir faraldurinn hafa breytt viðhorfi til fjarnáms Faraldur kórónuveirunnar breytti viðhorfi til Háskólans á Bifröst að sögn rektors skólans sem segir fjölga í þeim hópi nemenda sem kjósa fjarnám. Hún segir fjarnám mikið jafnréttismál en nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri. 15.1.2023 12:39 Hádegisfréttir Bylgjunnar Að minnsta kosti 60 eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. Flugélin sem var með 72 innanborðs brotlenti við lendingu og kviknaði samstundis í henni. 15.1.2023 11:39 Neyðarástandi lýst yfir vegna hamfaraflóða Að minnsta kosti 19 manns hafa látist af völdum flóða í Kaliforníu í Bandaríkjunum og þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna óveðursins. 15.1.2023 10:47 Kjaramál, stríðsátök og tjáningafrelsi á dagskrá Sprengisandur hefst á bylgjunni klukkan 10 í dag. Tengsl Kelta og Íslendinga, kjaramál, stríðsátök og tjáningarfrelsi verða í brennidepli. 15.1.2023 09:59 Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 15.1.2023 09:39 Aragrúi af fordæmum séu fyrir kröfum Eflingar Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum þar sem húsnæðiskostnaður er mun hærri á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Þetta segir sérfræðingur Eflingar sem telur framfærsluuppbót nauðsynlega og þoli enga bið. Ástandið á höfuðborgarsvæðinu sé fordæmalaust en framfærsluuppbót sé það ekki. 15.1.2023 09:00 Fjarskiptalæknir gæti hafið störf innan nokkurra mánaða Með tilkomu fjarskiptalæknis verður hægt að leysa mörg vandamál í bráðaþjónustu á landsvísu en bráðasérfræðingur sem leiddi vinnu viðbragðsteymis heilbrigðisráðherra segir að hægt væri að koma þjónustunni á fót á nokkrum mánuðum. Teymið lagði ýmsar tillögur að umbótum en þær leysa ekki vanda bráðamóttöku Landspítalans. 15.1.2023 08:00 Mikið frost og léttskýjað Í dag er spáð norðlægri átt 5-13 m/s í dag, en 13-18 við austurströndina. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum og sums staðar skafrenningur austanlands. Frost verður á bilinu 5 til 18 stig. 15.1.2023 07:49 Þremenningar vopnaðir hnífum í slagsmálum Lögregla hafði í nægu að snúast í nótt ef marka má dagbók lögreglu; hnífaslagsmál, mikil ölvun og grunur um ólöglega dvöl hérlendis koma við sögu. 15.1.2023 07:29 Stúlkan í lífshættu eftir skotárásina Sjö ára stúlka er í lífshættu eftir að skotið var á hana í nágrenni kirkju í norðurhluta Lundúna í dag. Að minnsta kosti fjórir særðust í skotárásinni. 14.1.2023 23:28 Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 14.1.2023 22:02 „Þetta slær mig náttúrulega ekki vel“ Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. Þingmaður segir útskýringarnar hálf kjánalegar. 14.1.2023 21:17 Íbúar fari sparlega með vatnið í fimbulkuldanum: „Þá komast allir í sund“ Talsverður kuldi er í kortunum víða um land og gæti frostið náð tuttugu stigum um helgina. Veitur hafa ekki þurft að grípa til skerðingar að svo stöddu en hvetja fólk til að fara sparlega með vatnið. Ekki er útlit fyrir að loka þurfi sundlaugum og þurfa borgarbúar því ekki að örvænta. 14.1.2023 20:03 Tveir leituðu læknisaðstoðar eftir að maður gekk berserksgang í Kringlunni Karlmaður gekk berserksgang í Kringlunni í dag og kýldi meðal annars konu sem við það féll í gólfið og slasaðist. Hún var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Öryggisvörðum tókst að yfirbuga manninn en einn öryggisvörður þurfti að leita á sjúkrahús eftir átökin. 14.1.2023 19:53 Stálheppinn Íslendingur 36 milljónum ríkari Ljónheppinn Lottó-áskrifandi hlaut stóra vinninginn í kvöld. Hann var með allar tölur réttar og fær því rétt rúmar 36 milljónir króna í vinning. 14.1.2023 19:33 Tugþúsundir mótmæla ríkisstjórninni í grenjandi rigningu Rúmlega áttatíu þúsund manns mótmæla nú ríkisstjórninni við Hæstarétt Ísraels. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú forseta Ísarels hefur boðað víðtækar breytingar á réttarkerfi landsins. Andstæðingar óttast endalok lýðræðisins. 14.1.2023 19:26 Lögmenn finna enn fleiri leyniskjöl hjá Biden Lögmenn hafa fundið fleiri leynileg skjöl heima hjá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hvíta húsið hafði áður lýst því yfir að aðeins stök blaðsíða hafi fundist. 14.1.2023 19:03 Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum en meðlimir Starfsgreinasambandsins þar sem húsnæðiskostnaður er mun meiri á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir sérfræðingur Eflingar sem telur framfærsluuppbót nauðsynlega og þoli enga bið. Við ræðum við hann í fréttatímanum. 14.1.2023 18:03 Hætta leit í dag Leit að Modestas Antanavicius hefur að mestu verið hætt í dag án árangurs. Hátt í 150 björgunarsveitarmenn ásamt lögreglu og landhelgisgæslu tóku þátt í umfangsmikilli leit að manninum í Borgarfirði í dag. 14.1.2023 17:39 Sjö ára stúlka á meðal fjögurra sem særðust í skotárás í Lundúnum Fjórir særðust í skotárás sem átti sér stað í nágrenni kirkju í norðurhluta Lundúna rétt í þessu. 14.1.2023 16:56 „Sáum okkur leik á borði“ Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku. 14.1.2023 15:36 Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. 14.1.2023 14:34 „Alvarlegur galli á húsnæðisstuðningnum“ Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum en meðlimir Starfsgreinasambandsins þar sem húsnæðiskostnaður er mun meiri á höfuðborgarsvæðinu. 14.1.2023 14:29 Óheppilegt myndband virðist vera að leiða til afsagnar ráðherrans Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að hún birti það sem verður að heita óheppileg áramótakveðja til Þjóðverja á gamlársdag. Sumir hafa gengið svo langt að óska eftir afsögn hennar og nú herma þýskir miðlar að af henni verði. Lambrecht sé á leið úr þýsku stjórninni. 14.1.2023 14:22 Kippir sér frekar upp við rafmagnsleysið en sprengingarnar Loftárásir voru gerðar á mikilvæga innviði Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu í morgun. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem er búsettur í borginni, segir nýjustu loftárásir Rússa sýna fram á veikleika í loftvarnarkerfi Úkraínumanna. Hann segist fremur kippa sér upp við rafmagnsleysi en sprengingar. 14.1.2023 14:07 Menntaverðlaun Suðurlands fóru til Tónlistarskóla Árnesinga Tónlistarskóli Árnesinga hlaut Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 en Forseti Íslands afhenti verðlaunin. Um 550 nemendur eru í skólanum en kennslan fer fram á 14 stöðum í Árnessýslu. Átta sveitarfélög sýslunnar standa að skólanum. 14.1.2023 14:05 Umfangsmikil leit að Modestas stendur enn yfir Hátt í 150 björgunarsveitarmenn, ásamt lögreglu og landhelgisgæslu, taka þátt í umfangsmikilli leit að Modestas Antanavicius. Síðast sást til Modestas á laugardag síðastliðinn 7. janúar. 14.1.2023 13:27 Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran Bresk-íranski maðurinn Alireza Akbari var tekinn af lífi í Íran eftir að hafa verið sakaður um njósnir fyrir Bretland. Aftakan hefur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran. 14.1.2023 12:05 Munu ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir skotvopnamönnunum Þrír einstaklingar voru handteknir á hóteli í miðborginni í gærkvöldi en þeir voru með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum. Lögregla naut aðstoðar sérsveitar við aðgerðirnar en málið er ekki þess eðlis að farið verði fram á gæsluvarðhald. 14.1.2023 11:49 Hádegisfréttir Bylgjunnar Þrír voru handteknir á hóteli í miðborginni í gærkvöldi en þeir voru með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum. Lögregla naut aðstoðar sérsveitar við aðgerðirnar og fara skýrslutökur fram í dag. Við ræðum við lögreglufulltrúa. 14.1.2023 11:46 Verzló verður grár Viðamiklar endurbætur standa nú yfir á skólabyggingu Verzlunarskóla Íslands. Húsið verður endursteinað með gráum tónum og gluggum skipt út. 14.1.2023 10:30 Íslenskt gos úr villtum jurtum slær í gegn Óáfengir drykkir úr íslenskum villijurtum í Fljótsdal hafa slegið í gegn og nær framleiðandinn ekki að anna eftirspurn. Um er að ræða nokkrar tegundir af gosdrykkjum eins og Skessujurta gos og Rabarbara gos. 14.1.2023 10:03 Reynsla íslenskra karlmanna af slaufun: „Ég fékk morðhótanir og fólk var að segja mér að drepa mig“ „Að geta bara ekkert gert, geta ekki borið hönd fyrir höfuð mér, geta ekki sagt neitt og vera bara dæmdur og einhvern veginn ærulaus og ónýtur. Það var það erfiðasta,“ segir íslenskur karlmaður sem varð fyrir slaufun eftir að hafa verið ásakaður opinberlega um kynferðisofbeldi. 14.1.2023 10:01 Loftárásir á innviði Kænugarðs Loftárásir voru gerðar á mikilvæga innviði Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu í morgun. Yfirvöld beina því til íbúa að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. 14.1.2023 09:40 Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi. 14.1.2023 08:25 Allt að tuttugu stiga frost Í dag er búist við þurru og björtu veðri með frosti á bilinu 5 til 20 stig. 14.1.2023 07:46 Handteknir með skotvopn á hóteli Þrír menn voru handteknir á hóteli í miðborginni með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum föstudagskvöld 13. janúar. 14.1.2023 07:25 Sjá næstu 50 fréttir
Kynbundið ofbeldi fer úr böndunum á Spáni Tæplega 20 konur á Spáni hafa verið myrtar af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðustu 6 vikum. Fjölmiðlar tala um jólamánuðinn sem svartan desember og kvennahreyfingar segja stjórnvöld vera að bregðast konum sem lifa við stanslaust ofbeldi maka sinna. 15.1.2023 16:31
Skáli byggður yfir nýja tvöfalda brú yfir Stóru Laxá Ökumenn, sem aka yfir brúna yfir Stóru Laxá í Hrunamannahreppi skammt frá Flúðum verða margir undrandi þessa dagana því við hlið brúarinnar er búið að reisa stærðar skála með plasti yfir, sem nær yfir nýja tvíbreiða brú, sem er verið að byggja á staðnum. 15.1.2023 16:06
Graskögglaverksmiðja reist við Húsavík? Nú er unnið að því að koma upp Graskögglaverksmiðju við Húsavík með nýtingu jarðhita við Hveravelli í Reykjahverfi. Kostnaður við byggingu verksmiðjunnar er um tveir milljarðar króna en hún mun taka til starfa 2025 ef allt gengur upp. 15.1.2023 15:16
„Þú ert að sturta þessum prófessorstitli þínum í ruslflokk“ Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segist ekki hrifinn af hugmyndum innan stéttarfélagsins Eflingar að draga eigi launafólk í dilka eftir búsetu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur innan Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins hafi haldið sýndarfundi við Eflingu sem þau hafi viljað semja síðast við. Hann segir Vilhjálm einnig „hóta“ Eflingarfólki því að það muni tapa þremur milljörðum á því að berjast fyrir sínum kjörum. 15.1.2023 14:45
„Alveg ljóst að um veikindi einstaklings er að ræða“ Tveir þurftu að leita á sjúkrahús eftir að karlmaður, sem er talinn andlega veikur, réðist á þau í Kringlunni. 15.1.2023 13:19
Vélarvana bátur dreginn til hafnar á Siglufirði Um níu leytið í morgun var björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Siglufirði, Sigurvin, kallað út til aðstoðar vélarvana bát sem staddur var rúmlega sex sjómílur norð norðvestur af Siglunesi. 15.1.2023 13:15
Ætluðu að smygla til Íslands vegna þrefalt hærra götuverðs Tveir breskir karlmenn sem gripnir voru með umtalsvert magn af kókaíni á Stansted flugvelli á síðasta ári hugðust smygla efnunum til Íslands þar sem söluverðið er sagt vera þrefalt hærra en í Bretlandi. Annar þeirra er sagður vera umfangsmikill fíkniefnasali í Bretlandi og talið er að hann hafi haft áform um að færa út kvíarnar. 15.1.2023 12:47
Umfangsminni leit í dag og engar vísbendingar hafa borist Engar vísbendingar hafa borist lögreglu um ferðir Modestas Antanavicius sem leitað hefur verið að í Borgarfirði. Leit heldur áfram í dag og biðlar lögregla til fólks að hafa samband hafi það einhverjar upplýsingar um ferðir mannsins. 15.1.2023 12:47
Segir faraldurinn hafa breytt viðhorfi til fjarnáms Faraldur kórónuveirunnar breytti viðhorfi til Háskólans á Bifröst að sögn rektors skólans sem segir fjölga í þeim hópi nemenda sem kjósa fjarnám. Hún segir fjarnám mikið jafnréttismál en nemendur skólans hafa aldrei verið fleiri. 15.1.2023 12:39
Hádegisfréttir Bylgjunnar Að minnsta kosti 60 eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. Flugélin sem var með 72 innanborðs brotlenti við lendingu og kviknaði samstundis í henni. 15.1.2023 11:39
Neyðarástandi lýst yfir vegna hamfaraflóða Að minnsta kosti 19 manns hafa látist af völdum flóða í Kaliforníu í Bandaríkjunum og þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna óveðursins. 15.1.2023 10:47
Kjaramál, stríðsátök og tjáningafrelsi á dagskrá Sprengisandur hefst á bylgjunni klukkan 10 í dag. Tengsl Kelta og Íslendinga, kjaramál, stríðsátök og tjáningarfrelsi verða í brennidepli. 15.1.2023 09:59
Fjörutíu látnir hið minnsta eftir flugslys Að minnsta kosti 64 manns eru látnir eftir að flugvél brotlenti skammt frá flugvelli í Nepal. 72 manns voru innanborðs í flugvél sem var á leið til bæjarins Pokhara frá höfuðborginni Kathmandu. 15.1.2023 09:39
Aragrúi af fordæmum séu fyrir kröfum Eflingar Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum þar sem húsnæðiskostnaður er mun hærri á höfuðborgarsvæðinu heldur en á landsbyggðinni. Þetta segir sérfræðingur Eflingar sem telur framfærsluuppbót nauðsynlega og þoli enga bið. Ástandið á höfuðborgarsvæðinu sé fordæmalaust en framfærsluuppbót sé það ekki. 15.1.2023 09:00
Fjarskiptalæknir gæti hafið störf innan nokkurra mánaða Með tilkomu fjarskiptalæknis verður hægt að leysa mörg vandamál í bráðaþjónustu á landsvísu en bráðasérfræðingur sem leiddi vinnu viðbragðsteymis heilbrigðisráðherra segir að hægt væri að koma þjónustunni á fót á nokkrum mánuðum. Teymið lagði ýmsar tillögur að umbótum en þær leysa ekki vanda bráðamóttöku Landspítalans. 15.1.2023 08:00
Mikið frost og léttskýjað Í dag er spáð norðlægri átt 5-13 m/s í dag, en 13-18 við austurströndina. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum og sums staðar skafrenningur austanlands. Frost verður á bilinu 5 til 18 stig. 15.1.2023 07:49
Þremenningar vopnaðir hnífum í slagsmálum Lögregla hafði í nægu að snúast í nótt ef marka má dagbók lögreglu; hnífaslagsmál, mikil ölvun og grunur um ólöglega dvöl hérlendis koma við sögu. 15.1.2023 07:29
Stúlkan í lífshættu eftir skotárásina Sjö ára stúlka er í lífshættu eftir að skotið var á hana í nágrenni kirkju í norðurhluta Lundúna í dag. Að minnsta kosti fjórir særðust í skotárásinni. 14.1.2023 23:28
Lúxuskerrur Tate gerðar upptækar Yfirvöld í Rúmeníu hafa gert fjölda lúxusbíla Andrew Tate upptæka. Hann var handtekinn í landinu rétt fyrir áramót og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 14.1.2023 22:02
„Þetta slær mig náttúrulega ekki vel“ Heilbrigðisráðherra segist fylgja þeirri reglu að auglýsa í opinber störf en að í tilviki Sigurðar Helga Helgasonar, nýskipaðs forstjóra Sjúkratrygginga, sé hann svo öflugur stjórnandi að ekki hafi verið talin ástæða til að auglýsa stöðuna. Þingmaður segir útskýringarnar hálf kjánalegar. 14.1.2023 21:17
Íbúar fari sparlega með vatnið í fimbulkuldanum: „Þá komast allir í sund“ Talsverður kuldi er í kortunum víða um land og gæti frostið náð tuttugu stigum um helgina. Veitur hafa ekki þurft að grípa til skerðingar að svo stöddu en hvetja fólk til að fara sparlega með vatnið. Ekki er útlit fyrir að loka þurfi sundlaugum og þurfa borgarbúar því ekki að örvænta. 14.1.2023 20:03
Tveir leituðu læknisaðstoðar eftir að maður gekk berserksgang í Kringlunni Karlmaður gekk berserksgang í Kringlunni í dag og kýldi meðal annars konu sem við það féll í gólfið og slasaðist. Hún var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Öryggisvörðum tókst að yfirbuga manninn en einn öryggisvörður þurfti að leita á sjúkrahús eftir átökin. 14.1.2023 19:53
Stálheppinn Íslendingur 36 milljónum ríkari Ljónheppinn Lottó-áskrifandi hlaut stóra vinninginn í kvöld. Hann var með allar tölur réttar og fær því rétt rúmar 36 milljónir króna í vinning. 14.1.2023 19:33
Tugþúsundir mótmæla ríkisstjórninni í grenjandi rigningu Rúmlega áttatíu þúsund manns mótmæla nú ríkisstjórninni við Hæstarétt Ísraels. Ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú forseta Ísarels hefur boðað víðtækar breytingar á réttarkerfi landsins. Andstæðingar óttast endalok lýðræðisins. 14.1.2023 19:26
Lögmenn finna enn fleiri leyniskjöl hjá Biden Lögmenn hafa fundið fleiri leynileg skjöl heima hjá Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hvíta húsið hafði áður lýst því yfir að aðeins stök blaðsíða hafi fundist. 14.1.2023 19:03
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum en meðlimir Starfsgreinasambandsins þar sem húsnæðiskostnaður er mun meiri á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir sérfræðingur Eflingar sem telur framfærsluuppbót nauðsynlega og þoli enga bið. Við ræðum við hann í fréttatímanum. 14.1.2023 18:03
Hætta leit í dag Leit að Modestas Antanavicius hefur að mestu verið hætt í dag án árangurs. Hátt í 150 björgunarsveitarmenn ásamt lögreglu og landhelgisgæslu tóku þátt í umfangsmikilli leit að manninum í Borgarfirði í dag. 14.1.2023 17:39
Sjö ára stúlka á meðal fjögurra sem særðust í skotárás í Lundúnum Fjórir særðust í skotárás sem átti sér stað í nágrenni kirkju í norðurhluta Lundúna rétt í þessu. 14.1.2023 16:56
„Sáum okkur leik á borði“ Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku. 14.1.2023 15:36
Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. 14.1.2023 14:34
„Alvarlegur galli á húsnæðisstuðningnum“ Eflingarfólk á heimtingu á meiri hækkunum en meðlimir Starfsgreinasambandsins þar sem húsnæðiskostnaður er mun meiri á höfuðborgarsvæðinu. 14.1.2023 14:29
Óheppilegt myndband virðist vera að leiða til afsagnar ráðherrans Christine Lambrecht, varnarmálaráðherra Þýskalands, hefur ekki átt sjö dagana sæla frá því að hún birti það sem verður að heita óheppileg áramótakveðja til Þjóðverja á gamlársdag. Sumir hafa gengið svo langt að óska eftir afsögn hennar og nú herma þýskir miðlar að af henni verði. Lambrecht sé á leið úr þýsku stjórninni. 14.1.2023 14:22
Kippir sér frekar upp við rafmagnsleysið en sprengingarnar Loftárásir voru gerðar á mikilvæga innviði Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu í morgun. Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem er búsettur í borginni, segir nýjustu loftárásir Rússa sýna fram á veikleika í loftvarnarkerfi Úkraínumanna. Hann segist fremur kippa sér upp við rafmagnsleysi en sprengingar. 14.1.2023 14:07
Menntaverðlaun Suðurlands fóru til Tónlistarskóla Árnesinga Tónlistarskóli Árnesinga hlaut Menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2022 en Forseti Íslands afhenti verðlaunin. Um 550 nemendur eru í skólanum en kennslan fer fram á 14 stöðum í Árnessýslu. Átta sveitarfélög sýslunnar standa að skólanum. 14.1.2023 14:05
Umfangsmikil leit að Modestas stendur enn yfir Hátt í 150 björgunarsveitarmenn, ásamt lögreglu og landhelgisgæslu, taka þátt í umfangsmikilli leit að Modestas Antanavicius. Síðast sást til Modestas á laugardag síðastliðinn 7. janúar. 14.1.2023 13:27
Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran Bresk-íranski maðurinn Alireza Akbari var tekinn af lífi í Íran eftir að hafa verið sakaður um njósnir fyrir Bretland. Aftakan hefur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran. 14.1.2023 12:05
Munu ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir skotvopnamönnunum Þrír einstaklingar voru handteknir á hóteli í miðborginni í gærkvöldi en þeir voru með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum. Lögregla naut aðstoðar sérsveitar við aðgerðirnar en málið er ekki þess eðlis að farið verði fram á gæsluvarðhald. 14.1.2023 11:49
Hádegisfréttir Bylgjunnar Þrír voru handteknir á hóteli í miðborginni í gærkvöldi en þeir voru með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum. Lögregla naut aðstoðar sérsveitar við aðgerðirnar og fara skýrslutökur fram í dag. Við ræðum við lögreglufulltrúa. 14.1.2023 11:46
Verzló verður grár Viðamiklar endurbætur standa nú yfir á skólabyggingu Verzlunarskóla Íslands. Húsið verður endursteinað með gráum tónum og gluggum skipt út. 14.1.2023 10:30
Íslenskt gos úr villtum jurtum slær í gegn Óáfengir drykkir úr íslenskum villijurtum í Fljótsdal hafa slegið í gegn og nær framleiðandinn ekki að anna eftirspurn. Um er að ræða nokkrar tegundir af gosdrykkjum eins og Skessujurta gos og Rabarbara gos. 14.1.2023 10:03
Reynsla íslenskra karlmanna af slaufun: „Ég fékk morðhótanir og fólk var að segja mér að drepa mig“ „Að geta bara ekkert gert, geta ekki borið hönd fyrir höfuð mér, geta ekki sagt neitt og vera bara dæmdur og einhvern veginn ærulaus og ónýtur. Það var það erfiðasta,“ segir íslenskur karlmaður sem varð fyrir slaufun eftir að hafa verið ásakaður opinberlega um kynferðisofbeldi. 14.1.2023 10:01
Loftárásir á innviði Kænugarðs Loftárásir voru gerðar á mikilvæga innviði Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu í morgun. Yfirvöld beina því til íbúa að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum. 14.1.2023 09:40
Bolsonaro til rannsóknar vegna óeirðanna Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu er grunaður um að hafa hvatt til mótmæla sem leiddu til árásanna á helstu opinberu byggingar Brasilíuborgar. Hæstiréttur landsins hefur staðfest að rannsókn á óeirðunum muni meðal annars snúa að þætti forsetans fyrrverandi. 14.1.2023 08:25
Allt að tuttugu stiga frost Í dag er búist við þurru og björtu veðri með frosti á bilinu 5 til 20 stig. 14.1.2023 07:46
Handteknir með skotvopn á hóteli Þrír menn voru handteknir á hóteli í miðborginni með skotvopn, skotfæri og fíkniefni í fórum sínum föstudagskvöld 13. janúar. 14.1.2023 07:25