Fleiri fréttir

Vilja koma á fót sér­stakri „bráða­fjar­heil­brigðis­mið­stöð“

Viðbragðsteymi á vegum heilbrigðisráðherra hefur lagt fram 39 tillögur að umbótum þegar kemur að bráðaþjónustu en tillögurnar voru kynntar á ríkisstjórnarfundi í dag. Í megindráttum snúa tillögurnar meðal annars að því að efla og samræma bráðaþjónustu um allt land og auka samvinnu milli stofnana.

Fékk 180 þúsund króna rafmagnsreikning: „Þetta eru bara tölurnar sem við erum að eiga við hérna“

Hækkandi rafmagnsverð knýr áfram verðbólguna í Svíþjóð, sem hefur ekki verið meiri í rúma þrjá áratugi. Íslendingur sem búsettur er í Svíþjóð segist finna vel fyrir hækkunum en hann fékk reikning upp á 180 þúsund krónur fyrir síðasta mánuð. Margir hafi skrúfað niður hitann og sitji heima í úlpu og ullarsokkum. Íslendingar megi hrósa happi að vera ekki á evrópskum orkumarkaði. 

Yfir­gengi­legur hug­taka­ruglingur að kalla þrettánda­skessuna of­beldis­hótun

Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nú bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, segir yfirgengilegan hugtakarugling að kalla nafnbót þrettándaskessunnar í Eyjum rasisma eða ofbeldishótun. Hann segir athæfið skýrlega hafa verið dómgreindarlaust smekkleysi en ekki megi gengisfella hugtökin. Sema Erla Serdar segir Páli að líta sér nær.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Enga myglu er að finna í Festi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur. Forstjóri stofnunarinnar segir mikla áskorun bíða hennar á árinu vegna fjölda flóttamanna sem stefna hingað til lands. Gríðarlegur skortur sé á húsnæði.

Związki Efling przygotowują się do strajku

Można spodziewać się, że w przyszłym tygodniu Efling przedstawi propozycje akcji strajkowej. Jeśli dalsze działania zostaną zatwierdzone w głosowaniu wśród członków, pierwsze strajki mogą zostać przeprowadzone pod koniec miesiąca.

Fyrir­tæki Trump greiði 1,6 milljón dollara sekt fyrir skatt­svik

Fyrirtækinu Trump Organization sem er í eigu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur verið gert að greiða rúmlega 1,6 milljón dollara, tæplega 230 milljónir íslenskra króna, í sekt vegna skattsvika. Einn lögfræðinga fyrirtækisins segir Trump ætla að áfrýja dómnum. 

Skerðing á Akureyri þar sem gengur illa að fá fólk til starfa

Vegna veikinda starfsfólks og skorts á heilbrigðisstarfsmönnum þarf að grípa til tímabundinnar skerðingar á starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri. Valkvæðum skurðaðgerðum verður fækkað tímabundið meðal annars til að létta á álagi á gjörgæsludeild. Þetta kemur fram í pistli Hildigunnar Svavarsdóttur forstjóra á vefsíðu stofnunarinnar.

Erfiðast að skyld­fólkið hafi komið skepnunum fyrir kattar­nef

Guðmunda Tyrfingsdóttir bóndi í Lækjartúni í Ásahreppi segir erfiðast af öllu að skyldfólk sitt standi á bak við það að allir gripir á bænum hafi verið aflífaðir. Nágrannar í sveitinni segjast hafa fengið símtöl þess efnis að ekki ætti að hjálpa Guðmundu með búskapinn eftir að hún fór úr axlarlið í desember og var flutt á sjúkrahús.

Sara Björk zakończyła karierę w reprezentacji Islandii

Sara Björk Gunnarsdóttir, kapitan kobiecej reprezentacji Islandii w piłce nożnej, zdecydowała się zakończyć karierę. Piłkarka ogłosiła swoją decyzję w mediach społecznościowych, w poście, który opublikowała na swoim koncie Instagram.

Segir að sam­ráð hefði mátt vera meira en flótta­mennirnir verði á­fram í Grinda­vík

Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 

Ekki gerð refsing vegna líkams­á­rásar á sátta­fundi

Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt karlmann vegna líkamsárásar á sérstökum sáttafundi þar sem hann réðst á annan mann sem átti að hafa áreitt ólögráða dóttur ákærða ítrekað og kynferðislega. Manninum var ekki gerð sérstök refsing í málinu.

Af­pöntuðu skíða­ferðirnar fara fyrir Hæsta­rétt

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir þrjú mál sem tengjast endurgreiðslu afpantaðra skíðaferða vegna Covid-19. Dómstóllinn telur að málin geti haft fordæmisgildi um rétt til endurgreiðslu vegna afpantaðra pakkaferða.

Guðni forseti sér möguleika á verðlaunapalli

Forseti Íslands er sannfærður um að íslenska landsliðið í handbolta eigi góðan möguleika á að komast á verðlaunapall á HM í Svíþjóð. Hann stefnir á að fara á mótið á einhverjum tímapunkti þess.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um Hnútuvirkjun en framkvæmdaleyfi hennar var fellt úr gildi á dögunum og því óljóst um framhaldið. 

For­eldrar bíða svara: Segja Safamýrina eins og lestarstöð fulla af iðnaðarmönnum

Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að foreldrum barna í leikskólanum Hlíð var tilkynnt að flytja þyrfti starfsemina vegna myglu. Foreldrafélag leikskólans líkir leikskólaplássi í Safamýri, þar sem hluta barnanna var komið fyrir, við kalda lestarstöð fulla af iðnaðarmönnum. Foreldrar óska eftir fundi með skóla- og frístundasviði ásamt eignaskrifstofu borgarinnar.

Eins manns rusl er annars manns safn­munur

Skipulagsráð Akureyrar hefur ákveðið að hefja álagningu dagsekta vegna umgengni á lóðinni að Sjafnarnesi 2. Álagning dagsekta mun hefjast eftir þrjá mánuði verði ekki bætt úr umgengni á svæðinu. Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar segir bæinn frekar vilja hvetja til lagfæringa en að vera með kvaðir. Lóðarhafar segjast föst milli steins og sleggju. 

Lærði fljótt að Sólveig „hafði rétt fyrir sér“

Þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, þáverandi framkvæmdastjóri, gengu út hjá félaginu í október 2021 fékk Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari Eflingar, óumbeðna kennslustund frá Viðari um það hvernig hún ætti að haga sér sem nýr varaformaður.

Fyrsti Sunnlendingurinn loksins fæddur

Fyrsta barnið, sem fæddist á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi á árinu 2023 kom í heiminn 8. janúar en það var stúlka og er hún því fyrsti Sunnlendingur þessa nýja árs.

Ölvun og átök á veitingastöðum borgarinnar

Lögregla var tvisvar kölluð til í miðborginni í gær vegna einstaklinga sem voru með vesen á veitingastöðum. Í öðru tilvikinu aðstoðaði lögregla við að vísa manni út vegna ölvunarástands og í hinu var öðrum manni fylgt út vegna „óspekta“.

Dularfullt félag safnaði fúlgum fjár fyrir lygarann á þingi

Áður en bandaríski þingmaðurinn George Santos var kjörinn á þing, hringdi innherji í Repúblikanaflokknum í bakhjarla flokksins og bað um fjárveitingu sem átti að fara til kosningabaráttu þingmannsins. Einn þeirra skrifaði undir 25 þúsund dala ávísun en peningarnir virðast aldrei hafa skilað sér í kosningabaráttuna.

Mælir alls ekki með því að fólk prófi hug­víkkandi efni heima hjá sér

Margir helstu vísindamenn, læknar og sérfræðingar á sviði hugvíkkandi efna héldu erindi á ráðstefnu um málefnið í dag. Rætt var um rannsóknir á efnum eins og MDMA, Sílósíbin, Ketamín og Ajúvaska og hvernig þau hafi gagnast við meðferð á geðröskunum. Geðlæknir segir rannsóknir lofa góðu en mælir gegn notkun efnanna.

Sérstakur rannsakandi skoðar leynileg skjöl í vörslu Bidens

Merrick B. Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað sérstakan rannsakanda til að rannsaka meðhöndlun Joe Biden, forseta, á leynilegum skjölum. Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en um tiltölulega fá skjöl er að ræða.

Stefnir í að­­gerðir Eflingar um mánaða­mót

Reikna má með að Efling kynni tillögur að verkfallsaðgerðum fljótlega upp úr helgi. Ef aðgerðirnar verða samþykktar í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna gætu þær fyrstu brostið á í kringum um næstu mánaðamót.

Vilja loka hús­næði sem hýsir hælis­leit­endur

Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti lokað húsnæðinu.

Fjarlægja hið ægibjarta skilti og biðjast velvirðingar

Flennistórt ljósaskilti verslunar 10-11 í Austurstræti er ólöglegt og verður fjarlægt eftir að kvartanir bárust vegna ljósmengunar. Lýsingarhönnuður telur að skerpa eigi á reglum um lýsingu í borgarlandinu. Skær auglýsingaskilti eigi ekki heima hvar sem er.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti stöðvað starfsemina. Við fjöllum um málið.

Sjá næstu 50 fréttir