Fleiri fréttir

Slapp út um rifu en fann leiðina heim fjórum árum síðar

Það voru fagnaðarfundir þegar kötturinn Dimma skilaði sér til eigenda sinna eftir fjögurra ára viðskilnað. Dimma slapp úr pössun í Hlíðunum haustið 2018. Hún fannst á ný í haust og er nú komin aftur í hlýjan faðm eigenda sinna, sem búa nú í Svíþjóð. Eigandi Dimmu segir að þau hafi verið búin að afskrifa það að hún finndist lifandi en mikil gleði ríkir með að Dimma sé komin aftur heim.

Tveir sárir í and­liti eftir að snjór féll af þaki í mið­bænum

Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar.

Segir Eflingu ekki hlusta á SA sem muni ekki draga fólk í dilka

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin muni ekki draga fólk í dilka eftir búsetu í yfirstandandi kjaraviðræðum. Hann segir Eflingu ekki hafa viljað hlusta, og segir að afturvirkni í tilboði SA til Eflingar verði ekki í boði eftir 11. janúar. 

Tál­beitan klassískt dæmi um dóm­­stól götunnar

Sérfræðingur í tálbeituaðgerðum segir karlmann, sem hefur lokkað meinta barnaníðinga í gildru og ljóstrað upp um þá á samfélagsmiðlum, ganga of langt í sínum aðgerðum. Málið sé klassískt dæmi um dómstól götunnar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö verður rætt við framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins í beinni útsendingu um kjaraviðræður samtakana og Eflingar. 

Efling búin að semja móttil­boð til SA

Samningsnefnd Eflingar í yfirstandandi kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins samþykkti einróma tilboð til SA á fundi sínum í dag. Fundinum lauk nú á fimmta tímanum og má búast við að tilboðið berist SA og ríkissáttasemjara fyrir dagslok.

Vara við sérlega skæðri hálku

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar alla vegfarendur við mikilli hálku á höfuðborgarsvæðinu. Hálkan er sögð sérstaklega skæð nú þegar þegar hitinn er í kring um frostmark.

Krefst þess að fá að vera nakinn á almannafæri

Spænskur tölvunarfræðingur hefur í áraraðir barist fyrir því að fá að vera nakinn á almannafæri. Hann hefur nú þegar greitt andvirði rúmlega hálfrar milljónar íslenskra króna í sektargreiðslur, en ákvað fyrir skemmstu að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum.

Hlaut varnar­sár í á­tökum við Há­skóla­bíó

Slagsmál brutust út milli tveggja manna að loknum viðburði fyrir framan Háskólabíó í gærkvöldi. Annar var handtekinn og annar fluttur á slysadeils þar sem kom í ljós að hann hafði hlotið varnarsár.

Frosthörkur gera garðyrkjubændum erfitt fyrir

Frosthörkur síðustu vikur hafa gert garðyrkjubændum í Uppsveitum Árnessýslu erfitt fyrir við að halda hita á gróðurhúsunum sínum. Á sama tíma hafa þeir þurft að auka lýsinguna í gróðurhúsum til að auka vöxt plantna með tilheyrandi kostnaði í kuldatíðinni.

ÍBV biðst vel­virðingar á nafn­bót þrettánda­skessu í Eyjum

Haraldur Pálsson, framkvæmdarstjóri ÍBV segir þá staðreynd að nafn Eddu Falak hafi verið sett á tröllskessuna á þrettándagleði í Vestmannaeyjum ekki vera „eins djúpt og fólk heldur.“ Félagið biðjist velvirðingar á þessu og þyki leiðinlegt að skessan særi blygðunarkennd einhverra. Bæjarstjóri segir atburðinn óviðeigandi. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar telur fólk ekki lengur öruggt hér á landi nema það sé vel stætt fjárhagslega. Fjallað er um stöðuna í heilbrigðiskerfinu í hádegisfréttum.

Elísabet Jökulsdóttir fékk nýra

Skáldkonan Elísabet Jökulsdóttir er komin með nýtt nýra. Í byrjun síðasta árs var hún komin á lokastig nýrnabilunar.

Gular við­varanir og ó­vissu­stig víða

Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Klukkan 10 tekur gul viðvörun einnig gildi á Breiðafirði. Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á fjölda vega á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi.

Gámar skíð­loguðu eftir í­kveikjur

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti fjórum útköllum í gærkvöldi vegna íkveikja. Gámar skíðloguðu í Spönginni og kveikt var í ruslatunnu í Hafnarfirði.

Flug­eldur sprakk í hendi manns

Í gærkvöldi barst lögreglu tilkynning um flugeldaslys þar sem flugeldur hafði sprungi í hendi manns. Sá var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Í gær var fyrsti dagur ársins þar sem ekki mátti sprengja flugelda.

„Bara himnaríki að sitja í svona græju“

Skíðagöngukappar og göngugarpar í nágrenni Akureyrar geta skíðað og gengið sem aldrei fyrr eftir að glænýr snjótroðari af bestu gerð var tekin í notkun í Kjarnaskógi um helgina.

Með hnefana á lofti eftir Ára­móta­skop Ara Eld­járn

Lögregla var kölluð til að Háskólabíó á tíunda tímanum í kvöld þar sem gestum á Áramótaskopi Ara Eldjárn var allt annað en hlátur í huga. Hnefar voru á lofti og greinilegt að einhverjir höfðu fengið sér í aðra tána eða rétt rúmlega það.

Segir nálgun Eflingar undar­lega og til skammar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins segist gáttaður á málflutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar um hærri framfærslukostnað á höfuðborgarsvæðinu. Beiðnin um hærri laun vegna þessa sé ómálefnaleg og á röngum forsendum.

Fjórir hafa nú verið teknir af lífi vegna mótmæla í Íran

Fjórir hafa nú verið teknir af lífi í Íran fyrir það að taka þátt í mótmælunum sem blossuðu upp þar í landi um miðjan september síðastliðinn. Karate meistari og þjálfari í sjálfboðastarfi voru teknir af lífi í dag. Sameinuðu þjóðirnar biðla til íranskra stjórnvalda að hætta aftökunum.

Samninga­nefnd Eflingar reynir að skila mót­til­lögu á morgun

Stéttarfélagið Efling hafnar því með öllu að semja um sömu launatöflu og aðildarfélög Starfsgreinasambandsins hafa samið um við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir tilboð samtakanna óviðundandi og stefnir á að leggja fram móttilboð strax á morgun.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö verður rætt við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar vegna yfirlýsingar félagsins frá því í dag.

Messi hampaði eftirlíkingu úr plasti

Vinsælasta ljósmynd allra tíma á Instagram er mynd af Lionel Messi þar sem hann lyftir verðlaunastyttunni eftir að Argentína varð heimsmeistari í fótbolta. Nú hefur komið í ljós að Messi var að hampa eftirlíkingu sem argentísk hjón bjuggu til fyrir keppnina.

Sjá næstu 50 fréttir