Fleiri fréttir

Vara­for­seti Evrópu­þingsins grunaður um spillingu

Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 

Sonur Tinu Turner er látinn

Ronnie Turner, sonur Ike og Tinu Turner, er látinn, 62 ára að aldri. Ekki er vitað hvað dró hann til dauða en hann hafði glímt við ýmsa heilsukvilla síðustu ár. 

Börn á skemmti­stað með of fáa dyra­verði

Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt kom í ljós að skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur var með of fáa dyraverði við vinnu. Þá voru börn undir aldri inni á staðnum. Forráðamenn staðarins eiga von á kæru vegna málsins og var tilkynning send á barnavernd vegna barnanna á staðnum. 

Prinsinn og fast­eigna­mógúllinn sem vildi steypa þýsku stjórninni

Um fátt annað hefur verið talað í Þýskalandi síðustu daga en áætlanir hreyfingar hægri öfgamanna um valdarán með því að ráðast inn í þýska þinghúsið, taka þar fólk í gíslingu, koma ríkisstjórninni frá og koma á nýrri stjórnskipan. Höfuðpaurinn er sagður maður af þýskum aðalsættum, Hinrik XIII prins.

Grænlendingar fagna nýrri Airbus-breiðþotu

Grænlendingar fögnuðu í fyrradag komu nýrrar breiðþotu Air Greenland. Þotan tekur yfir þrjúhundruð farþega í sæti og er dýrasti farkostur sem þessi næsta nágrannaþjóð Íslendinga hefur eignast.

„Sölumaður dauðans“ á erfitt með að lýsa tilfinningum sínum

Hinn alræmdi vopnasali Viktor Bout segir erfitt að lýsa tilfinningum sínum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum í gær. Bout, sem gengið hefur undir nafninu „Vopnasali dauðans, var sleppt í skiptum fyrir bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner.

„Maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina“

Jafnvel þótt samningar tækjust í kvöld á milli samflots VR og iðnaðarmanna við Samtök atvinnulífsins, þyrfti helgina til að klára þá. Það fór ágætlega á með þeim Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni Rafiðnaðarsambands Íslands og Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins fyrr í kvöld þegar fréttastofa Stöðvar 2 tók þá tali.

Sundhöll Selfoss verður lokuð um helgina

Selfyssingar eru hálf súrir þessa dagana því þeir komast ekki í sund. Ástæðan er skortur á heitu vatni eftir að eldur kom upp í rafmagnsskáp, sem varð til þess að ein öflugasta heitavatns holan Selfossveitna datt út .

Ók á veg­far­enda, hjól­reiða­mann og hund og fær fjögurra mánaða dóm

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af.

Segir stjórnarliða tefja eingreiðslu til öryrkja

Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga var sett aftur á dagskrá þingsins í dag en tímasetning umræðunnar var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni sem segir mikilvæg mál eins og eingreiðslu til öryrkja tefjast í kjölfarið.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot.

Segir kúrekastæla Bjarna valda verulegu tjóni

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hélt því fram á þinginu í dag að engar viðræður stæðu yfir milli fjármálaráðuneytisins og lífeyrissjóðanna um skuldir gamla Íbúðarlánasjóðsins – ÍL-sjóðs. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hafi farið með fleipur í þeim efnum.

Dæmd fyrir að saka mann um nauðgun í BDSM-hópi á Face­book

Kona var í dag dæmd til að greiða manni 400 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa sakað hann um að hafa nauðgað vinkonu sinni. Ásökunina birti hún í færslu í Facebook-hóp fyrir meðlimi BDSM-samfélagsins. Ummælin voru dæmd ómerkt. Maðurinn höfðaði einnig mál gegn konunni sem hann er sagður hafa nauðgað en tapaði því máli. 

Atkvæðagreiðsla um umtalaðan samning hafin og hljóðið gott

Formenn þriggja félaga innan Starfsgreinasambandsins í ólíkum landshlutum segja jákvætt hljóð í sínu félagsfólki gagnvart kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins. Formaður Eflingar segir samninginn ófullnægjandi en myndi ekki leggjast svo lágt að beita sér fyrir því að einstaka félagsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum.

Piraci chcą przedłużyć okres świętowania

Jeżeli dzień ustawowo wolny od pracy przypada na sobotę lub niedzielę, ten wolny dzień powinien zostać przeniesiony na następny dzień roboczy. Mówi o tym propozycja nowej ustawy zaproponowanej przez przedstawicieli Partii Piratów.

Turystka zaparkowała samochód w Jökulsárlón

„Na pewno tego długo nie zapomni. Ludzie nie zawsze sami wybierają jakie wspomnienia zabiorą z Islandii” mówi Tómas Ragnarsson, przewodnik, który był świadkiem tego jak turystka wjechała samochodem do laguny lodowcowej Jökulsárlón.

Fimm og hálft ár fyrir árás með öxi að vopni

Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Davíð Nikulássyni, 48 ára karlmanni, sem réðst á annan karlmann vopnaður öxi fyrir tveimur árum. Davíð var dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi sem er þynging um ár frá í héraði í fyrra þegar hann hlaut fjögurra og hálfs árs dóm.

Ekkert til í því að nemandi hafi nauðgað litlu frænku sinni

Ráðgjafahópur sem skoðaði meint eineltismál vegna nafna drengja sem rituð voru á spegla Menntaskólans við Hamrahlíð, segir að drengir hafi orðið fyrir einelti og útilokun. Ein gróf saga er sögð ekki eiga neina stoð í raunveruleikanum eftir ítarlega könnun hópsins. 

Fullt til­efni til fyrir­spurnar um van­virðandi fram­komu ráð­herra

Þingmaður Samfylkingarinnar segir fullt tilefni á bak við fyrirspurn sína til forsætisráðherra um vanvirðandi framkomu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segist ekki hafa fengið formlega kvörtun en þó eiga ýmis óformleg samtöl um samskipti innan ráðuneytanna.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kjaramál, hryðjuverk og kvikmyndaverðlaun verða til umfjöllunar í Hádegisfréttum að þessu sinni.

Efast um að skemmti­ferða­skip séu góð nýting auð­linda

Fráfarandi ferðamálastjóri efast verulega um skynsemi þess að taka á móti miklum fjölda farþega skemmtiferðaskipa og gagnrýnir að hafnarstjórar hafi of mikil völd að ákveða fjöldann sem kemur. Á næsta ári stefnir í algera sprengingu í fjölda farþega sem koma með skemmtiferðaskipum.

Verða á­kærðir fyrir hryðju­verka­brot

Mennirnir tveir sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum síðan, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, verða ákærðir fyrir brot á grein hegningarlaga sem snýr að skipulagningu hryðjuverka. Þetta verður í fyrsta sinn í sögunni sem ákært verður fyrir slíkt brot á hegningarlögum. 

„Ég var ekki að eignast barn til að láta einhvern annan vera með það“

Foreldrar sem rætt var við í Íslandi í dag voru á einu máli um að lengra fæðingarorlof væri heillaskref og að þar mætti ganga enn lengra, enda vilji margir hafa börn sín lengur hjá sér áður en þau eru látin á leikskóla. Fólki leist misvel á að fá heimagreiðslur fyrir að vera heima með börnin.

Jafnaðar­flokkurinn vann sigur í Fær­eyjum

Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða.

Sjá næstu 50 fréttir