Fleiri fréttir

Verkefnið áfram að verja kaupmátt heimilanna

„Verkefnið er áfram hið sama: að ná samningum hratt og örugglega til að verja kaupmátt heimilanna,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir greindi frá því fyrr í dag að VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hefðu tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.

Sér engar al­var­legar á­bendingar um lög­brot

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.  Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni.

Gagnrýndi orðræðu Kínverja í garð Taívans

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í Indónesíu í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir hittast síðan Biden varð forseti. Forsetarnir ræddu meðal annars aukna samkeppni ríkjanna, stríðið í Úkraínu og mótmælti Biden orðræðu kínverskra ráðamanna í garð Taívans.

VR/LÍV og SGS vísa kjara­við­ræðum til ríkis­sátta­semjara

VR, Landssamband ísl. verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands hafa tekið þá ákvörðun að vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Lífskjarasamningurinn, sem undirritaður var árið 2019, rann út um síðustu mánaðamót.

Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju

Rússneskir málaliðar Wagner Group birtu um helgina myndband sem sýndi meðlim hópsins tekinn af lífi með sleggju. Rússneski auðjöfurinn sem rekur málaliðahópinn og tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum, lofaði myndbandið.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisisins í Íslandsbanka verður fyrirferðarmikil í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Hjalti Úrsus segir bótakröfuna nema tugum milljóna króna

Sonur Hjalta, Árni Gils, lést í sumar aðeins 29 ára gamall. Hann var fyrir nokkrum árum dæmdur í fangelsi og sat nærri 300 daga í einagrun, gæsluvarðhaldi og fangavist, þar til honum var sleppt eftir að í ljós komu gríðarlegar brotalamir í málinu. 

Leynilegu geimfari lent aftur eftir langa geimferð

Geimher Bandaríkjanna lenti um helgina leynilegu geimfari á jörðinni eftir að það hafði verið út í geimi í 908 daga. Það er mettími en áður hafði geimfarið, sem ber heitið X-37B lengst verið 780 daga í geimnum. Þetta var sjötta geimferð X-37B.

Sel­ensk­í heim­sótt­i Kher­son

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Kherson-borg í morgun. Hersveitir Rússa hörfuðu nýverið frá borginni en eru þrátt fyrir það í nokkur hundruð metra fjarlægð, hinu megin við Dniproá.

Ráðherranefnd um íslenska tungu sett á laggirnar

Ráðherranefnd um íslenska tungu hefur verið skipuð samkvæmt tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Ráðherra greinir frá skipun nefndarinnar í ávarpi sínu á málþinginu Íslenskan er okkar allra sem haldið er í tilefni af viku íslenskrar tungu.

Lavr­­ov sagð­­ur hafa far­ið á sjúkr­a­hús á Balí

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, var fluttur á sjúkrahús í morgun, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það var skömmu eftir að hann lenti á Balí á Indónesíu fyrir G-20 fundinn sem fer þar fram en utanríkisráðuneyti Rússlands segir það ekki rétt.

Beina spjótum sínum að Trump

Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins notuðu spjall- og fréttaþætti í Bandaríkjunum í gær til að reyna að fjarlægja sig frá Donald Trump, fyrrverandi forseta. Deilt er innan flokksins vegna slæms gengis hans í þingkosningum síðustu viku og vilja margir beina spjótum sínum að Trump.

Aukin hætta á skriðuföllum fyrir austan

Rigningin á Seyðisfirði mældist tæplega tvö hundruð millimetrar síðustu vikuna. Vegna mikillar rigningu á Suðausturlandi og Austurfjörðum síðustu viku má gera ráð fyrir að grunnvatnsstaða sé há víða á svæðinu. Enn er spáð rigningu á svæðinu í meira en viku.

22 handteknir í tengslum við árásina í Istanbul

Lögregluyfirvöld í Istanbul hafa handtekið 22 í tengslum við sprengjuárás í borginni í gær, þar sem sex létu lífið og 81 særðist. Innanríkisráðherra Tyrklands segir vígamenn úr röðum Kúrda í norðurhluta Sýrlands ábyrga.

Snar­ræði á­hafnar þyrlunnar bjargaði manns­lífi

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar komst í hann krappan á föstudag þegar sækja þurfti alvarlega veikan sjúkling á Ísafjörð í aftakaveðri. Áhöfnin ákvað að fljúga þyrlunni aftur á bak inn Skutulsfjörð og komst þannig á leiðarenda. Læknar sem meðhöndluðu manninn á Landspítalanum segja snarræði áhafnarinnar hafa bjargað lífi hans.

Lögreglu grunar að kveikt hafi verið í strætisvagninum

Eldur kviknaði í strætisvagni við Grensásveg um klukkan 17.30 í gær og samkvæmt yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar leikur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða.

Þrettán ára strákur í Njarðvík búinn með fimm þúsund tíma í flughermi

Þrettán ára strákur í Reykjanesbæ er löngubúinn að ákveða hvað hann ætlar að verða í framtíðinni því hann ætlar að vera flugmaður og fljúga stórum breiðþotum. Það er kannski engin furða því hann er með flughermi inn í herbergi hjá sér þar sem hann er búinn að taka fimm þúsund tíma í herminum.

„Messenger svikabylgja“ herjar á landann

Íslendingar sigla nú inn í háannatíma net- og kortasvika að sögn starfsmanns Landsbankans. Dæmi séu um að fólk hafi tapað fimm milljónum í svokölluðum Messenger svikum sem nú ríða yfir.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö segjum við frá því að nú fer í hönd háannatími kort-og netsvika. Fólk hefur tapað allt að fimm milljónum bara með því að svara á messenger.

Fjöldi um­sókna vegna lýta­að­gerða hefur tæp­lega þre­faldast

Umsvif Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist mikið frá árinu 2018. Til að mynda gerðu þær í fyrra tæplega þrefalt fleiri nýja samninga en árið 2018. Þá hefur umsóknum vegna lýtaaðgerða fjölgað um 184 prósent og umsóknum vegna aðgerða erlendis fjölgað um 269 prósent.

Lofar að láta Pútín heyra það

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að láta ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, heyra það á fundi þjóðarleiðtoga stærstu þjóða heims í vikunni.

Störfuðu sem læknar án þess að vera með réttindi

Unglingspiltur í Madrid og tæplega þrítug kona á Norður-Spáni hafa verið handtekin, en þau hafa um nokkurt skeið starfað sem læknar án þess að hafa nokkra slíka menntun. Ungi pilturinn hefur áður þóst vera lögreglumaður og skólastjóri.

Flutninga­skip situr fast við Horna­fjörð

Barbadoska flutningaskipið Wilson Dublin situr nú fast í innsiglingunni við Hornafjörð. Litlar líkur eru á að skipið hafi orðið fyrir skemmdum en það á að losna þegar fer að flæða í kvöld.

Keyra út nýja flokkunartunnu í Flóahreppi

Félagar í Ungmennafélaginu Þjótanda í Flóahreppi hafa haft nóg að gera um helgina við að fara með nýjar sorptunnur á heimili í sveitarfélaginu en frá og með næstu áramótum tekur við nýtt flokkunarkerfi um allt land við heimili fólks í fjórum tunnum samkvæmt lögum um meðhöndlun úrgangs.

Har­ris gull­tryggir öldunga­deildina en full­trúa­deildin enn ó­ljós

Helstu miðlar vestanhafs greindu frá því í nótt að Demókratinn Catherine Cortez Masto hefði sigrað mótframbjóðanda sinn, Repúblikanann Adam Laxalt og tryggt flokknum öldungadeildarþingsætið í Nevada. Demókratar hafa nú tryggt sér 50 sæti á móti 49 sætum Repúblikana og eiga niðurstöður enn eftir að berast frá Georgíu.

Þvotta­vél og þurrkari til vand­ræða á Akur­eyri

Þónokkur mál komu á borð lögreglunnar á Norðurlandi eystra um helgina. Ölvaður unglingur hafði í hótunum við aðra, umferðarslys á Akureyri og hávaðasöm þvottavél voru meðal hluta sem tilkynnt var um. 

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Bandaríkin, Evrópumál og vonskuveður er á meðal þess sem fjallað verður um í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Veðrið teygir sig inn í næstu viku

Spáð er mikilli rigningu í kvöld og næstu tvo daga, þá sérstaklega á Suðausturlandi. Viðbúið er að það muni vaxa í ám á svæðinu. 

Harður á­rekstur í Voga­hverfi í nótt

Þónokkur erill hefur verið hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn. Dælubílar slökkviliðsins fóru í fjögur útköll í nótt. Harður árekstur varð í Vogahverfi um fimmleitið í nótt. 

Hvasst, úr­koma og gular við­varanir

Gular viðvaranir eru í gildi við Faxaflóa, Strandir og Norðurland vestra, Suðausturland og Suðurland í dag. Vindhraði gæti náð allt að 25 metrum á sekúndum á þessum svæðum. 

Sjá næstu 50 fréttir