Fleiri fréttir

Fimm­tíu klukku­stunda þol­raun þegar borið mikinn árangur

Hinn fertugi Einar Hansberg gerði tíu upphífingar á korters fresti, ellefu réttstöðulyftur og brenndi 56 kaloríum á hjóli eða róðravél í fimmtíu klukkutíma síðustu tvo sólarhringa. Það gerði hann til að styrkja Píeta samtökin.

Málið undir­striki að sam­fé­laginu stafi ógn af skipu­lagðri brota­starf­semi

Koma hátt í þrjátíu meðlima vélhjólaklúbbsins Hells Angels til landsins undirstrikar að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Fimm verður vísað frá landinu í fyrramálið til viðbótar við þá tuttugu og tvo sem gert var að yfirgefa landið í morgun. 

Lést á flug­vellinum þar sem hann dvaldi í á­tján ár

Mehran Karimi Nasseri, Íraninn sem dvaldi á Charles De Gaulle flugvellinum í París í átján ár er látinn. Hann lést á flugvellinum eftir að hafa snúið aftur þangað fyrir skömmu. Saga Nasseris varð kveikjan að kvikmyndinni vinsælu The Terminal með Tom Hanks í aðalhlutverki.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Koma hátt í þrjátíu meðlima vélhjólaklúbbsins Hells Angels til landsins undirstrikar að samfélaginu stafi ógn af skipulagðri brotastarfsemi. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Fimm verður vísað frá landinu í fyrramálið til viðbótar við þá tuttugu og tvo sem gert var að yfirgefa landið í morgun.

Fimm til við­bótar yfir­gefa landið á morgun

Þeir fimm meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels sem komu til landsins seint í gærkvöldi og lögregla hafði til skoðunar í dag munu yfirgefa landið í fyrramálið. Útlendingastofnun féllst á frávísun í tilviki fjögurra vegna tengsla við samtökin Hells Angels í Þýskalandi en sá fimmti mun yfirgefa landið sjálfviljugur.

Grunur um að lögregla eigi sök á dauða tuga flóttamanna

Grunur leikur á að spænska lögreglan beri ábyrgð á öngþveiti sem skapaðist við landamæri Spánar og Marokkó í sumar með þeim afleiðingum að a.m.k. 23 flóttamenn létust þegar þeir tróðust undir og yfir 200 slösuðust. Lögreglan skaut táragasi, gúmmíkúlum, reykbombum og piparúða að mannfjöldanum til að hindra hann í að komast inn til Spánar.

Óttast blóðugar hefndar­að­gerðir yfir­valda

Írönsk íþróttakona sem stundar bogfimi hefur nú bæst í hóp íþróttakvenna sem mótmæla harkalegum framgangi íranskra stjórnvalda í kjölfar andláts hinnar 22 ára Mahsa Amini. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum þar í landi og eiga sumir yfir höfði sér dauðadóm vegna þátttöku í mótmælunum.

Heppni að rjúpna­skytta slasaðist ekki degi fyrr

Ekkert símasamband var á Skagaströnd í þrjá klukkutíma í byrjun mánaðar. Íbúar á svæðinu hefðu ekki getað haft samband við Neyðarlínuna á meðan. Þingmaður Vinstri grænna segir að tryggja þurfi tvítengingu fjarskipta svo slíkt atvik komi ekki aftur fyrir. Rjúpnaskytta slasaðist alvarlega á svæðinu daginn eftir sambandsleysið

Deportowano członków Hells Angels

Wczoraj na Islandię przybyło dwudziestu dwóch członków klubów motocyklowych, wszyscy zostali zatrzymani przez policję i deportowani.

Karlakór Akureyrar Geysir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag

Það stendur mikið til í Hofi á Akureyri í dag því þar verður Karlakór Akureyrar með stórtónleika í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. 42 karlar syngja með kórnum, sá yngsti 16 ára og sá elsti er að verða áttræður.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður fjallað um lögregluaðgerð sem fram fór á Keflavíkurflugvelli í gær þegar tuttugu og tveimur meðlimum vélhjóla- og glæpasamtakanna Hells Angels var vísað frá landi. Lögregla hefur nú til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi og eru taldir tengjast samtökunum.

Vatn streymdi upp um gólfið

Enn er allt á floti í Síldarminjasafninu á Siglufirði, þar sem lak inn mikill vatnsflaumur í rigningarveðri í fyrrinótt. Slökkvilið Fjallabyggðar vinnur hörðum höndum að því að dæla út vatni, bæði út úr safnhúsi og út af safnlóðinni.

Öllum tuttugu og tveimur með­limum Hells Angels vísað frá landi

Öllum þeim tuttugu og tveimur meðlimum vélhjólaklúbba sem komu til landsins í gær hefur verið vísað frá landi. Allir voru þeir meðlimir vélhjólagengisins Hells Angels og undirklúbba þess. Lögregla hefur til skoðunar fimm aðra sem komu til landsins seint í gærkvöldi.

Stökk út um glugga til að flýja hór­mangara sinn

Tvítug kona stökk út um glugga á þriðju hæð mótels til að flýja hórmangara sinn sem hafði selt hana í vændi. Hórmangarinn var handtekinn stuttu eftir að konan tilkynnti hann til lögreglu. 

Blaða­­menn Kjarnans vilja milljónir frá Páli

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, hafa stefnt framhaldsskólakennaranum Páli Vilhjálmssyni. Páll gaf í skyn á bloggsíðu sinni að blaðamennirnir hafi komið að því að byrla Páli Steingrímssyni skipstjóra. 

Banksy staddur í Úkraínu

Dularfulli listamaðurinn Banksy er staddur í Úkraínu um þessar mundir. Hann birti í gær myndir af verki sínu á Instagram. 

Akureyrarkirkja öðlast nýtt heiti

Sóknarnefnd Akureyrarkirkju samþykkti á fundi sínum í gær að formlegt heiti kirkjunnar yrði Akureyrarkirkja - kirkja Matthíasar Jochumssonar. Nafnabreytingin tók gildi samstundis. 

Féll niður tröppur við heimili sitt

Í gær barst lögreglu tilkynning um einstakling sem hafði fallið niður tröppur við heimili sitt í Laugardalnum. Sá var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar. 

Faðirinn alvarlega vanræktur á Sunnuhlíð og móðirin lést úr sorg

Dóttir manns sem lést í kjölfar alvarlegrar vanrækslu og mistaka á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi fyrir fimm árum lýsir kaldranalegu viðmóti forstjóra heimilisins. Ekki hafi verið tekið mark á fjölskyldumeðlimum sem upplifðu manninn sárkvalinn og oflyfjaðan. Hún segir móður sína aldrei hafa jafnað sig á meðferðinni á eiginmanni sínum og hafi í raun látist úr sorg. 

Draga þurfi lær­dóm af brott­flutningi fatlaðs manns

Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem sendir voru til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Fatlaður maður sem var í þeim hópi hefur ekki fengið húsaskjól og hefur hópur Íslendinga tekið íbúð á leigu fyrir hann og fjölskyldu hans.

Fylgt út eftir mótmæli í Laugardalshöll

Áhorfandi sem sagður er hafa stundað mótmæli í Laugardalshöll á landsleik Íslands og Georgíu í kvöld var vísað af vettvangi af öryggisgæslu hallarinnar.

„Hún velur svolítið hvaða lögum hún er að fylgja“

Þingmaður Pírata segir lögreglu forgangsraða tíma sínum rangt með því að eltast við fólk vegna neysluskammta. Húsleit sé íþyngjandi aðgerð sem lögregla beiti langt fram úr meðalhófi í slíkum málum. Aðgerðir lögreglu, sem gagnrýndar voru í vikunni, sýni brýna þörf á afglæpavæðingu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra segir að draga þurfi lærdóm af því hvernig brottflutningur hælisleitenda, sem voru sendir til Grikklands í síðustu viku, fór fram. Vegna úrræðaleysis í Grikklandi hefur hópur Íslendinga tekið á leigu íbúð fyrir fatlaðan mann og fjölskyldu hans sem var vísað úr landi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hvetja Rússa sem eru í felum í Kherson til að gefast upp

Úkraínumenn segja Kherson-borg hafa verið frelsaða úr höndum Rússa. Borgin var eina héraðshöfuðborgin sem Rússar hafa hertekið frá því innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar en forsvarsmenn rússneska hersins tilkynntu á dögunum að til stæði að hörfa þaðan.

Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýja­bæ

Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 

Kennarar leigja í­búð fyrir fjöl­skylduna og halda námi systranna gangandi

Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi.

Dómurinn yfir Elínborgu Hörpu stendur

Tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Elínborgu Hörpu- og Önundarbur aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks skal standa. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Elínborg var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu.

Fundu brak úr Challen­ger fyrir til­viljun

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur staðfest að brak sem heimildarmyndargerðarmenn fundu fyrir tilviljun í sjónum undan ströndum Flórída sé úr Challenger-geimskutlunni sem fórst fyrir rúmum 36 árum. Ekki hefur verið ákveðið hvort hróflað verður við því.

Awaryjne lądowanie na lotnisku w Keflaviku

Woda, która zgromadziła się w układzie paliwowym samolotu C-GWRJ, spowodowała jego awarię wkrótce po starcie z lotniska Keflavík. Woda została znaleziona w filtrze paliwa silnika podczas kontroli po lądowaniu awaryjnym.

Flóðbylgjuviðvörun á Tonga eftir öflugan skjálfta

Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út í Tonga eyjaklasanum í Kyrrahafi eftir að 7,3 stiga jarðskjálfti greindist á svæðinu. Upptök skjálftans mældust rúmlega tvö hundruð kílómetra frá eyjaklasanum en flóðbylgjuviðvörun hefur einnig verið gefin út í Amerísku Samóa.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þjóðhagsspá, nagladekk og kaupæði Íslendinga á netinu verður til umfjöllunar í hádegisfréttum Bylgjunnar þennan föstudaginn. 

Sjá næstu 50 fréttir