Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra vill að Sjálfstæðisflokkurinn verð langstærsti flokkur landsins og býður sig fram á móti sitjandi formanni. Bjarni Benediktsson ætlar að hætta í pólitík ná hann ekki endurkjöri á Landsfundi flokksins um næstu helgi. Við fjöllum ítarlega um vendingar dagsins í kvöldfréttum klukkan 18:30 og ræðum við Bjarna Benediktsson í beinni útsendingu.

Fjórir ættliðir sungu á Skagaströnd í morgun

Sá merkilegi atburður átti sér stað í kirkjunni á Skagaströnd í morgun að fjórir ættliðir sungu saman í guðsþjónustu í Hólaneskirkju með kirkjukórnum. Þetta voru þær Guðrún 86 ára, Hallbjörg eldri, sem er 59 ára, Jenný Lind 37 ára og Hallbjörg yngri, sem er 21 árs. Stjórnandi og organisti kórsins er Hugrún Sif Hallgrímsdóttir.

„Við erum ólíkir menn“

Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega.

Brunavarnir Árnessýslu óska eftir nýjum slökkviliðsmönnum

Brunavarnir Árnessýslu leita nú af nýjum slökkviliðsmönnum en í dag eru um 130 slökkviliðsmenn, sem dreifast á 7 slökkviliðsstöðvar starfandi hjá brunavörnum. Ráða þarf tíu til fimmtán nýja slökkviliðsmenn, ekki síst í slökkviliðin í Uppsveitum Árnessýslu.

Rússar sagðir hafa hakkað síma Truss

Ríkisstjórn Bretlands stendur frammi fyrir háværum köllum eftir því að fregnir varðandi mögulega tölvuáárás á síma Liz Truss, þegar hún var utanríkisráðherra, verði rannsakaðar. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa sagt frá því að rússneskir útsendarar hafi brotið sér leið inn í síma Truss í sumar.

Neander­dals­fjöl­skylda finnst í fyrsta sinn

Vísindamenn hafa í fyrsta sinn fundið fjölskyldu Neanderdalsmanna á einum og sama staðnum. Uppgötvunin veitir meiri upplýsingar en nokkru sinni fyrr um samfélag þessa nána ættingja nútímamannsins.

Guðlaugur Þór tekur slaginn við Bjarna

Guðlaugur Þór Þórðarson, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Ljóst er að slagurinn við Bjarna Benediktsson, sitjandi formann, verður harður á landsfundi flokksins næstu helgi.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Flest bendir til þess að Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra tilkynni framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni í dag. Hann hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll klukkan hálf eitt, eftir rúman hálftíma, þar sem hann hyggst greina frá ákvörðun sinni. Hann staðfestir ekkert um framboð þangað til. Fjallað verður ítarlega um málið í hádegisfréttum.

„Þá er mínum tíma í stjórnmálum bara lokið“

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef hann muni tapa væntanlegum formannaslag í Sjálfstæðisflokknum sé tíma hans í íslenskum stjórnmálum lokið. Bjarni segist hafa rætt við Guðlaug Þór Þórðarson, orkumálaráðherra, um það hvort sá síðarnefndi ætli að bjóða sig fram til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. 

Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp

Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar.

Guðlaugur boðar til fundar í Valhöll

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur boðað til opins fundar í Valhöll í dag. Þar er hann sagður ætla að tilkynna hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni.

Lóðaskortur á Ísafirði

Allar lóðir á Ísafirði undir íbúðarhúsnæði eru meira og minna uppseldar og því þarf að fara að endurskipuleggja aðalskipulag bæjarins með tilliti til nýrra íbúðarhverfa.

Minnst hundrað látnir eftir bílsprengjur í Mogadishu

Minnst hundrað eru látnir og þrjú hundruð særðir í Sómalíu eftir að tvær bílsprengjur voru sprengdar fyrir utan menntamálaráðuneytið í Mogadishu í gær. Forseti Sómalíu kennir hryðjuverkasamtökunum al Shabaab en samtökin hafa einnig lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Ók næstum því á lögreglubíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt en rúmlega hundrað mál voru skráð í dagbók lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun. Sjö voru vistaðir í fangageymslu.

Fjöldi látinna í Seúl heldur á­fram að hækka

Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 

Tilkynnir á morgun hvort hann taki slaginn

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra mun tilkynna á morgun hvort hann bjóði sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Hafnar­verka­menn í­huga að segja sig úr Eflingu

Hafnarverkamenn funduðu fyrr í dag á Þjóðminjasafninu og ræddu mögulega úrsögn sína úr stéttarfélagi Eflingar. Hópurinn er sagður ósáttur við samskipti sín við stjórnarmeðlimi stéttarfélagsins og hvernig staðið hafi verið að því að skipa fulltrúa á þing ASÍ.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Algjör endurnýjun varð á forystu Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins um helgina. Nýr formaður boðar endurreisn velferðarkerfisins og breytingar í flokknum. Hún svarar því ekki beint hvort hún útiloki ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, en fór þó hörðum orðum um hann í stefnuræðu. Við fjöllum um landsfundinn og ræðum við nýkjörna stjórnarmeðlimi í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Umhverfissinnar uggandi yfir áhrifum Shein

Fatasmásölurisinn Shein hefur rutt sér rúms á íslenskum markaði. Föt fyrirtækisins hafa mælst eitruð og umhverfisfótspor þeirra er gríðarlegt. Ungir umhverfissinnar hafa áhyggjur af stöðunni og markaðstorg fyrir notaðar flíkur hefur tekið vörur fyrirtækisins úr umferð.

Fyrsta stefnuræða Kristrúnar

Kristrún Frostadóttir tók við embætti formanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í gær. Í dag flytur hún sína fyrstu stefnuræðu sem formaður. Hlýða má á ræðuna í beinni útsendingu hér á Vísi.

Skemmdu nýja flaggskip Rússa í drónaárás

Úkraínumenn gerðu í nótt árásir á rússneska flotann í Svartahafi við Krímskaga. Notast var við dróna við árásina og þá bæði fljúgandi og siglandi dróna en Úkraínumenn eru sagðir hafa skemmt Makarov aðmírál, flaggskip svartahafsflota Rússa.

Rændu eðalvíni að andvirði 220 milljóna króna

Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi á Spáni, grunuð um að hafa rænt 45 vínflöskum á fínum veitingastað. Það þætti vart í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að flöskurnar eru metnar á 220 milljónir íslenskra króna.

Guðni Ágústsson telur í hjá Stuðmönnum á Selfossi í kvöld

Þrátt fyrir að nýi miðbærinn á Selfossi hafi verið opinn í rúmlega eitt ár er ekki komin starfsemi í öll þrettán húsin á svæðinu. Það er þó að gerast smátt og smátt en í kvöld opnar þar skemmtistaður, sem hefur fengið nafnið Sviðið. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra spilar þar stórt hlutverk.

Guðmundur Ari felldi Kjartan

Guðmundur Ari Sigurjónsson er nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann felldi sitjandi formann, Kjartan Valgarðsson, með ríflega sjötíu prósent greiddra atkvæða.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Nýr formaður Samfylkingarinnar ætlar að endurreisa velferðakerfið. Varaformaðurinn segir á dagskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu, kanna þurfi þjóðarvilja. Algjör endurnýjun er á forystu Samfylkingarinnar. Fjallað verður um landsfund Samfylkingarinnar í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Jón Grétar nýr gjaldkeri Samfylkingarinnar

Jón Grétar Þórsson hefur verið kjörinn gjaldkeri Samfylkingarinnar. Hann var kjörinn á landsfundi Samfylkingarinnar í morgun og hlaut hann 49.64 prósent greiddra atkvæða.

Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautgripa langt komnar

Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað.

Arna Lára vann ritara­slaginn

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er nýr ritari Samfylkingarinnar eftir að hafa fellt sitjandi ritara á landsfundi í morgun.

Víða hálka í morguns­árið

Veðurstofa Íslands varar við því að ísing geti myndast á vegum og gangstéttum á vestanverðu landinu snemma í dag. Þá hafa Vísi borist ábendingar um að víða hafi verið hált á höfuðborgarsvæðinu í morgun.

Kvartar yfir „grimmum, hlutdrægum og kvikindislegum“ dómara

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir að sem stjórnmálamaður eigi hann rétt á grið frá dómskerfi Bandaríkjanna þar til þingkosningarnar í næsta mánuði eru búnar. Trump fór í gær hörðum orðum yfir dómara sem heldur utan um eitt af þremur dómsmálum gegn honum í New York-ríki.

Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi

Flugsveit frá Kanada hefur tekið þátt í eftirliti með hafsvæðinu við Ísland að undanförnu. Það er til viðbótar við flugsveitir Bandaríkjamanna sem hafa vaktað norðanvert Atlantshaf frá Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir