Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2022 08:06 Bandaríkin, NATO og íslensk stjórnvöld hafa sett milljarða í fjárfestingar á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum. Hér er ein af kafbátaleitarflugvélum Bandaríkjahers í nýuppgerðu flugskýli Landhelgisgæslunnar á öryggissvæði flugvallarins. Vísir/HMP Flugsveit frá Kanada hefur tekið þátt í eftirliti með hafsvæðinu við Ísland að undanförnu. Það er til viðbótar við flugsveitir Bandaríkjamanna sem hafa vaktað norðanvert Atlantshaf frá Íslandi. Samkvæmt heimildum Vísis hafa umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Bandaríkjamenn hafa um nokkuð skeið flogið P-8A Poseidon flugvélum frá Keflavík en þær eru meðal annars notaðar til að leita að kafbátum. Bandaríkjaher hefur þó ekki verið með fasta viðveru á Keflavíkurflugvelli frá því herinn fór árið 2006. Rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn voru þó á Keflavíkurflugvelli í september vegna reksturs flugsveitarinnar. Þá hafa flugmenn frá Kanada einnig bæst í hópinn. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Sveinn Guðmarsson, talsmaður utanríkisráðuneytisins, að umferð bandarískra kafbátaleitarvéla um Keflavíkurflugvöll sé „ekki meiri um þessar mundir en við er að búast miðað við árstíma og ástand heimsmála“. Þar að auki hafi staðið yfir reglubundin áhafnaskipti þar sem ein flugsveit leysir aðra af hólmi. Hann sagði einnig að kanadískar P-3 kafbátaleitarvélar hefðu að undanförnu haft viðdvöl hér á landi. Inntur eftir fjölda flugvéla á Íslandi sagði hann slíkar upplýsingar ekki gefnar upp. Kandamenn á Íslandi Talskona herafla Kanada sagði flugher ríkisins nota flugvélar eins og CP-140 til að vakta höfin í kringum Kanada. Þessar og annarskonar flugvélar Kanada væru sjáanlegar víða og þar á meðal nærri Íslandi. Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í sumar að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Annar yfirmaður í Bandaríkjaflota sló á svipaða strengi þegar hann heimsótti Keflavíkurflugvöll í sumar. Aðmírállinn Mike Gilday sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Aukin spenna Aukin spenna hefur myndast á Atlantshafinu síðustu mánuði og þá sérstaklega eftir að skemmdir voru unnar á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti. Vitað er til þess að Rússar hafi verið að kortleggja stæstrengi hér við land. Sjá einnig: Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Vert er að benda einnig á að yfirvöld í Noregi hafa aukið eftirlit með borpöllum undan ströndum landsins og segja dróna hafa sést á lofti yfir Norðursjó. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig haft tilefni til að auka kafbátaleit sína og varnir vegna flotaæfinga á Atlantshafi en USS Gerald R. Ford, nýjasta flugmóðurskip Bandaríkjanna, hefur komið að þeim æfingum. Flugmóðurskipið USS Gerald R. Ford í Atlantshafinu í síðustu viku. Á myndinni eru einnig spænska freigátan Alvaro de Bazan, þýska freigátan FGS Hessen og beitiskipið USS Normandy.Bandaríkjafloti/Jacob Mattingly Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Hernaður Keflavíkurflugvöllur Kanada Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis hafa umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Bandaríkjamenn hafa um nokkuð skeið flogið P-8A Poseidon flugvélum frá Keflavík en þær eru meðal annars notaðar til að leita að kafbátum. Bandaríkjaher hefur þó ekki verið með fasta viðveru á Keflavíkurflugvelli frá því herinn fór árið 2006. Rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn voru þó á Keflavíkurflugvelli í september vegna reksturs flugsveitarinnar. Þá hafa flugmenn frá Kanada einnig bæst í hópinn. Í svari við fyrirspurn Vísis segir Sveinn Guðmarsson, talsmaður utanríkisráðuneytisins, að umferð bandarískra kafbátaleitarvéla um Keflavíkurflugvöll sé „ekki meiri um þessar mundir en við er að búast miðað við árstíma og ástand heimsmála“. Þar að auki hafi staðið yfir reglubundin áhafnaskipti þar sem ein flugsveit leysir aðra af hólmi. Hann sagði einnig að kanadískar P-3 kafbátaleitarvélar hefðu að undanförnu haft viðdvöl hér á landi. Inntur eftir fjölda flugvéla á Íslandi sagði hann slíkar upplýsingar ekki gefnar upp. Kandamenn á Íslandi Talskona herafla Kanada sagði flugher ríkisins nota flugvélar eins og CP-140 til að vakta höfin í kringum Kanada. Þessar og annarskonar flugvélar Kanada væru sjáanlegar víða og þar á meðal nærri Íslandi. Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í sumar að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Annar yfirmaður í Bandaríkjaflota sló á svipaða strengi þegar hann heimsótti Keflavíkurflugvöll í sumar. Aðmírállinn Mike Gilday sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Aukin spenna Aukin spenna hefur myndast á Atlantshafinu síðustu mánuði og þá sérstaklega eftir að skemmdir voru unnar á Nord Stream gasleiðslunum í Eystrasalti. Vitað er til þess að Rússar hafi verið að kortleggja stæstrengi hér við land. Sjá einnig: Skemmdir á gasleiðslum færa átökin nær Íslandi Vert er að benda einnig á að yfirvöld í Noregi hafa aukið eftirlit með borpöllum undan ströndum landsins og segja dróna hafa sést á lofti yfir Norðursjó. Þá hafa Bandaríkjamenn einnig haft tilefni til að auka kafbátaleit sína og varnir vegna flotaæfinga á Atlantshafi en USS Gerald R. Ford, nýjasta flugmóðurskip Bandaríkjanna, hefur komið að þeim æfingum. Flugmóðurskipið USS Gerald R. Ford í Atlantshafinu í síðustu viku. Á myndinni eru einnig spænska freigátan Alvaro de Bazan, þýska freigátan FGS Hessen og beitiskipið USS Normandy.Bandaríkjafloti/Jacob Mattingly
Öryggis- og varnarmál NATO Bandaríkin Hernaður Keflavíkurflugvöllur Kanada Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira