Fleiri fréttir

Miklir skógareldar og hiti í Portúgal

Skógareldar brenna víða í Evrópu vegna mikilla þurrka og hitabylgju í álfunni að undanförnu. Í Portúgal hafa almannavarnir flutt hundruð íbúa frá heimilum sínum og þúsundir hektara skóga- og ræktarlands hafa brunnið.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því að öll framlög ríkisins á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku í öllum göngum landsins duga ekki til að standa undir 47 milljarða kostnaði við gerð Fjarðarheiðarganga. Eins og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins hefur bent á hefur að legið fyrir lengi að göngin væru ófjármögnuð.

Sparkaði í konu og hundana hennar

Lögreglu barst í dag tilkynning frá konu sem hafði orðið fyrir árás manns en hún segir árásarmanninn hafa sparkað í sig og hundana sína. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Ríkisstjórnin á Ítalíu er sprungin

Ríkisstjórnin á Ítalíu féll rétt í þessu eftir að flokkurinn Five Star sagði sig úr stjórnarsamstarfi. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu mun segja af sér í kvöld.

Minnst tuttugu og tveir borgarar féllu í eldflaugaárás

Minnst 22 létu lífið og rúmlega hundrað særðust er rússneskar eldflaugar lentu í borginni Vinnitsía, sem liggur suðvestur af Kænugarði. Ráðamenn í Úkraínu segja eldflaugunum hafa verið skotið frá kafbáti í Svartahafi og segja Rússa vísvitandi hafa gert árás á óbreytta borgara. Ekkert hernaðarlegt skotmark hafi verið á svæðinu.

Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg

Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega.

Leigu­vél hleypur í skarðið vegna flug­véla­skorts Icelandair

Flugvélaskortur er hjá Icelandair um þessar mundir og hefur flugfélagið brugðið á það ráð að leigja vélar frá Portúgal til að viðhalda skikkanlegri flugáætlun. Farþegar sem bjuggust við því að fljúga með vélum Icelandair urðu margir hverjir fyrir vonbrigðum með leiguvélarnar en forsvarsmenn vonast nú til að eðlilegt jafnvægi komist á flugflotann.

Fjórtán ára stúlka lést í rússíbanaslysi í Árósum

Fjórtán ára stúlka lést í rússí­bana­slysi í Friheden tívolíi í Ár­ósum fyrr í dag. Þrettán ára drengur slasaðist einnig á höndum í slysinu þegar vagn á Cobra-rússíbananum losnaði og fór af teinunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem það verður slys í rússíbananum.

Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu

Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði.

Gamlir vinir á gamalli dráttarvél á Vestfjörðum

Félgarnir Grétar Gústavsson, meistari í bifvélavirkjun og áhugamaður um búvélar og fornbíla og Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Framtíðarseturs Íslands eru nú að aka Vestfjarðarhringinn á  Massey Ferguson 35X árgerð '63. Samhliða ferðinni er þeir að safna fyrir forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti. Félagarnir fóru hringinn í kringum landið á dráttarvél 2015 en slepptu þá Vestfjörðunum.

Linie lotnicze zagubiły rower podróżnika

Jedenaście dni temu, kolarz Simon Owens przyleciał na Islandię z Wielkiej Brytanii, z planem objechania wyspy na rowerze, który wraz z resztą bagażu nadal nie dotarł na wyspę.

Twitter ekki legið jafn lengi niðri í fjölda ára

Twitter datt út í um hálftíma rétt fyrir hádegi fyrir tugþúsundir notenda samfélagsmiðlsins. Þetta hálftíma sambandsleysi er það lengsta hjá forritinu síðan 2016. Forsvarsaðilar miðilsins hafa ekki greint frá ástæðunum.

Dómari hafnaði kröfum Heard

Bandarískur dómari neitaði í gær að fella niður tíu milljóna dala miskabætur sem leikkonunni Amber Heard hefur verið gert að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum, Johnny Depp, fyrir meiðyrði. Depp vann meiðyrðamál gegn Heard í síðasta mánuði en það sneri að grein sem hún skrifaði á vef Washington Post þar sem hún sagðist hafa orðið fyrir heimilisofbeldi.

Znikające lodowce

W zeszłym roku lodowiec Skeiðarárjökull, będący częścią Vatnajökull, cofnął się aż o 400 metrów.

Tveir slasaðir eftir slys í tívolíinu í Ár­ósum

Tveir eru slasaðir eftir að vagnaröð losnaði í rússíbana í Tivoli Friheden í Árósum fyrr í dag. Búið er rýma tívolíið og því hefur verið lokað út daginn. Sjúkraliðar eru á staðnum til að sinna hinum slösuðu og eru vitni í skýrslutöku hjá lögreglu.

Telur innviðaráðherra draga Austfirðinga á asnaeyrunum

Þingmaður Miðflokksins segir innviðaráðherra á villigötum vegna gjaldtöku í jarðgöngum landsins til að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Ríkisstjórnin þurfi að hugsa málið til enda í stað þess að draga Austfirðinga á asnaeyrunum, að mati þingmannsins.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Björn Zöega, nýjan stjórnarformann Landspítala og forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð. Hann segir að störfum gæti fækkað á Landspítala með hagræðingartillögum nýrrar stjórnar, sem skipuð var í gær. Tími sé kominn á breytingar.

Staðan gæti breyst í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í dag

Sérfræðingur um málefni breska Íhaldsflokksins segir vel geta gerst að einhverjir þeirra sem komast áfram í annarri umferð í leiðtogakjöri flokksins í dag dragi sig í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhvern þeirra efstu. Sama hver niðurstaðan verði að lokum megi ekki búast við stefnubreytingu í helstu málum flokksins.

AirTag seldist upp vegna um­fjöllunar Ás­laugar Örnu

AirTag staðsetningartæki frá Apple seldust upp hér á landi í kjölfar þess að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra, sagði frá því að hún hefði verið með slíkt tæki í tösku sem týndist.

Spacey segist saklaus

Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér.

Meðal­tekjur 640 þúsund krónur á mánuði

Heildartekjur einstaklinga voru um 7,7 milljónir króna að meðaltali árið 2021. Það gerir um 640 þúsund krónur á mánuði. Miðgildi tekna var lægra, um fimm hundruð þúsund krónur á mánuði.

Ekki á leið í lands­málin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvóta­kerfinu

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum.

550 höfða mál gegn Uber vegna kynferðisbrota ökumanna

550 konur hafa höfðað mál gegn Uber vegna kynferðisbrota ökumanna á vegum fyrirtækisins. Glæpirnir sem ökumennirnir eru sagðir hafa framdir eru meðal annars mannrán, nauðganir, kynferðisofbeldi og áreitni.

Veðrið gæti orðið ferða­fólki til vand­ræða

Útlit er fyrir vestlæga átt vestantil en hæga norðlæga átt austantil á landinu í dag. Síst er útlit fyrir skúri á Suðurlandi en þó víða annarsstaðar. Hámarkshiti gæti náð 18 stigum suðaustan til og milt veður er á öllu landinu. Þegar kvölda tekur nálgast lægð úr suðvestri og hvessir sunnan og vestan til í fyrramálið.

Aspar­fræsský áhrifalítil en grasið verður áfram rótsterkt

Hvít asparfræsský svífa nú um loftin en líffræðingur segir það misskilning að hvítir hnoðrarnir séu frjókorn en ekki fræ. Hins vegar standi yfir grasfrjókornatímabil sem nái hámarki kringum næstu mánaðamót. Ofnæmislæknir segir ofnæmislyf, augndropa og nefúða bestu meðölin við frjókornaofnæmi.

Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru

Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku.

Skeiðarárjökull hopaði mest

Skeiðarárjökull hopaði mest íslenskra jökla árið 2021, eða um 400 metra þar sem mest var við austanverðan sporðinn.

Fyrsti rafbíll Lamborghini verður jepplingur

Fyrsti rafbíll ítalska sportbílaframleiðandans Lamborghini verður jepplingur og er væntanlegur árið 2028. Það er líflína fyrir bensín bíla þrátt fyrir rafvæðinguna.

Kýldi vagnstjóra í andlitið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan 21.30 í gærkvöldi þegar „ósáttur viðskiptavinur“ kýldi vagnstjóra í andlitið. Ekkert fleira stendur um atvikið í dagbók lögreglu en það átti sér stað í póstnúmerinu 109.

Hrafn Jökuls­son með fjórða stigs krabba­mein

Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð.

Sjá næstu 50 fréttir