Fleiri fréttir

Hvetja Guðmund til að segja sig úr stjórninni

Meirihluti stjórnar stéttarfélagsins Eflingar hvetur Guðmund Baldursson til þess að segja sig úr stjórninni. Hann sakaði Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins, um leynimakk og að halda upplýsingum vanlíðan starfsfólks Eflingar frá stjórninni í dag.

Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér

Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Starfsfólk Eflingar segist hafa upplifað vanlíðan og hræðslu í starfi vegna slæmrar framkomu og hótana stjórnenda um uppsögn. Formaður og framkvæmdastjóri Eflingar hafa látið af störfum hjá félaginu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.

Frestaði aðalmeðferð í máli Zuism fram í febrúar

Héraðsdómur Reykjavíkur frestaði aðalmeðferð í máli á hendur forsvarsmönnum trúfélagsins Zuism fram í febrúar í dag. Tveir bræður sem stýrðu félaginu eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti.

Kald­rifjað morð á verka­lýðs­leið­toga ofar­lega í huga Viðars

Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar.

Líkti heiminum við Bond bundinn við dóms­dags­tæki

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varaði aðra þjóðarleiðtoga á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, við því að aðgerðarleysi myndi kosta þá. Hann byrjaði á því að segja heiminn fastan við „dómsdagstæki“ úr kvikmynd um James Bond og það þyrfti að finna leið til að aftengja það.

Kynferðisbrot muni ekki líðast í framvarðarsveit hestamanna

Formaður Landssambands hestamanna segir það hafa verið erfiða ákvörðun að víkja einum fremsta knappa Íslands úr landsliðinu vegna kynferðisbrotamáls. Hann segir ekki verjandi að taka ekki ákvörðun þegar mál af þessum toga koma upp og telur að sambandið hafi tekið rétta ákvörðun.

Efling slaufar fræðslufundi um betri samskipti

Verkalýðsfélagið Efling hafði boðið til sérstaks fræðslufundar fyrir fyrirtæki undir yfirskriftinni „Betri vinnustaður og betri samskipti“ en honum virðist hafa verið frestað um óákveðinn tíma.

Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður

Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær.

Flokkur Kis­hida náði hreinum meiri­hluta

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur lýst yfir sigri eftir þingkosningar sem fram fóru í landinu í gær. Stjórnarflokkurinn, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, vann mikinn sigur og tryggði sér hreinan meirihluta á þingi.

Allir nema einn í stjórninni standi þétt við bak Sólveigar Önnu

Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt um afsögn sína sem formaður Eflingar. Viðar Þorsteinsson hyggst fylgja henni og ætlar að láta af störfum sem framkvæmdastjóri, en ástæðan er yfirlýsing starfsfólks sem stjórnin túlkar sem vantraust. Bæði þegja þau þunnu hljóði og svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið.

Íslendingar minna hræddir við Covid-19

Íslendingar eru minna hræddir við að smitast af Covid-19 og treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum minna til að takast á við faraldur kórónuveirunnar, þó langflestir geri það enn.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um átök innan Eflingar en þau Sólveig Anna Jónsdóttir formaður og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri hafa tilkynnt um afsögn sína.

Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína

Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt.

72 greindust innanlands í gær

72 greindust innanlands með Covid-19 í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 61 prósent smitaðra eru fullbólusettir. Þá voru 53 prósent í sóttkví við greiningu.

Fimm milljónir í valnum vegna Covid

Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í heiminum, svo vitað sé, er fór yfir fimm milljónir í morgun. Tæp tvö ár eru síðan faraldur kórónuveirunnar hófst og Covid-19 greindist fyrst í Wuhan í Kína.

Viðar fylgir Sólveigu og segir upp í dag

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hyggst segja upp störfum í dag. Fylgir hann þar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem tilkynnti í gær að hún hefði sagt af sér sem formaður stéttarfélagsins.

„Allir orðnir þreyttir að fá pinna í nefið“

„Það eru allir orðnir þreyttir á Covid, líka við hjá SHS. Hérna eru allir starfsmenn prófaðir a.m.k. einu sinni í viku og allir orðnir þreyttir að fá pinna í nefið,“ segir í Facebook-færslu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í morgun.

Mega nú vera í stuttbuxum en þær verða að vera þröngar

Alþjóðlega handknattleikssambandið hefur breytt reglum sínum um klæðnað kvenkyns keppenda í strandhandbolta, sem áður voru neyddar til þess að spila í bikíníbuxum og topp. Nú mega konur klæðast stuttbuxum og hlýrabol.

Munu kolefnisjafna flugið tvöfalt og sæta ströngum reglum um sóttvarnir

Sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í Glasgow mun telja í kringum 60 manns en þar af verða 26 á vegum íslenskra stjórnvalda. Gripið verður til víðtækra sóttvarnaráðstafana vegna ráðstefnunnar og þá munu þau ráðuneyti sem senda fulltrúa kolefnisjafna flugið tvöfalt, í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins.

Ford Mustang Mach-E fær fimm stjörnur hjá Euro NCAP

Fyrsti 100% hreini rafbíllinn frá Ford, Ford Mustang Mach-E fékk hæstu einkunn eða fimm stjörnur í óháðu árekstrarprófunum, Euro NCAP og hann fékk hæstu einkunn í umhverfisprófunum, Green NCAP.

Öryggisverðir Bolsonaro í Róm sakaðir um ofbeldi gegn blaðamönnum

Öryggisverðir Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, hafa verið sakaðir um að beita brasilíska blaðamenn sem voru viðstaddir nýafstaðinn G20 fund í Róm ofbeldi. Á götum borgarinnar var forsetinn harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn.

Sjá næstu 50 fréttir