Íslendingar minna hræddir við Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2021 11:52 Í nýjasta þjóðarpúlsinum segjast 21 prósent svarar óttast það mjög lítið að smitast af Covid-19. Þrjátíu prósent segja frekar lítið og 36 prósent segja hvorki mikið né lítið. Vísir/Einar Íslendingar eru minna hræddir við að smitast af Covid-19 og treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum minna til að takast á við faraldur kórónuveirunnar, þó langflestir geri það enn. Þetta er meðal niðurstaða í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Könnunin var framkvæmd frá 21. til 28. október. 1.635 voru valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup til að taka þátt en fjöldi svarenda var 833. Í tilkynningu frá Gallup segir að flest svörin hafi borist á fyrri hluta könnunartímabilsins en smituðum hafi fjölgað talsvert á seinni hluta tímabilsins. Gera megi ráð fyrir að niðurstöður taki breytingum þessa dagana. Í nýjasta þjóðarpúlsinum segjast 21 prósent svarar óttast það mjög lítið að smitast af Covid-19. Þrjátíu prósent segja frekar lítið og 36 prósent segja hvorki mikið né lítið. Ellefu prósent sögðu frekar mikið og tvö prósent sögðu óttast það mjög mikið að smitast af Covid-19. Óttast þú mikið eða lítið að smitast af Covid-19? Þegar kemur að því hvort Íslendingar treysti almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum hér á landi til að takast á við Covid-19 er ljóst að mikill meirihluti gerir það. Hópurinn sem gerir það ekki hefur þó stækkað örlítið. Aðeins eitt prósent segir traustið mjög lítið og þrjú prósent segja það frekar lítið. Sjö prósent segja traustið hvorki mikið né lítið. 21 prósent segja traustið frekar mikið og 39 prósent segja það mjög mikið. Þá segjast 29 prósent svarenda treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn. Sá hópur hefur minnkað um fimm prósent milli Þjóðarpúlsa og hefur aðeins einu sinni verið minni á árinu en hann var 28 prósent um mánaðamótin júlí ágúst. Hversu vel eða illa treystir þú almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til að takast á við Covid-19? Einnig kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup að langflestir sem svöruðu telja heilbrigðisyfirvöld vera að gera hæfilega mikið til að bregðast við faraldrinum. Eitt prósent sagði allt of lítið gert og níu prósent sögðu aðeins og lítið. Þrettán prósent sögðu aðeins of mikið og fimm prósent allt of mikið. 71 prósent svarenda sagði aðgerðirnar þó hæfilegar. Áhugasamir geta skoðað niðurstöðurnar ítarlega í kynningu Gallup. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaða í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Könnunin var framkvæmd frá 21. til 28. október. 1.635 voru valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup til að taka þátt en fjöldi svarenda var 833. Í tilkynningu frá Gallup segir að flest svörin hafi borist á fyrri hluta könnunartímabilsins en smituðum hafi fjölgað talsvert á seinni hluta tímabilsins. Gera megi ráð fyrir að niðurstöður taki breytingum þessa dagana. Í nýjasta þjóðarpúlsinum segjast 21 prósent svarar óttast það mjög lítið að smitast af Covid-19. Þrjátíu prósent segja frekar lítið og 36 prósent segja hvorki mikið né lítið. Ellefu prósent sögðu frekar mikið og tvö prósent sögðu óttast það mjög mikið að smitast af Covid-19. Óttast þú mikið eða lítið að smitast af Covid-19? Þegar kemur að því hvort Íslendingar treysti almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum hér á landi til að takast á við Covid-19 er ljóst að mikill meirihluti gerir það. Hópurinn sem gerir það ekki hefur þó stækkað örlítið. Aðeins eitt prósent segir traustið mjög lítið og þrjú prósent segja það frekar lítið. Sjö prósent segja traustið hvorki mikið né lítið. 21 prósent segja traustið frekar mikið og 39 prósent segja það mjög mikið. Þá segjast 29 prósent svarenda treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn. Sá hópur hefur minnkað um fimm prósent milli Þjóðarpúlsa og hefur aðeins einu sinni verið minni á árinu en hann var 28 prósent um mánaðamótin júlí ágúst. Hversu vel eða illa treystir þú almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til að takast á við Covid-19? Einnig kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup að langflestir sem svöruðu telja heilbrigðisyfirvöld vera að gera hæfilega mikið til að bregðast við faraldrinum. Eitt prósent sagði allt of lítið gert og níu prósent sögðu aðeins og lítið. Þrettán prósent sögðu aðeins of mikið og fimm prósent allt of mikið. 71 prósent svarenda sagði aðgerðirnar þó hæfilegar. Áhugasamir geta skoðað niðurstöðurnar ítarlega í kynningu Gallup.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðanakannanir Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira