Innlent

Íslendingar minna hræddir við Covid-19

Samúel Karl Ólason skrifar
Í nýjasta þjóðarpúlsinum segjast 21 prósent svarar óttast það mjög lítið að smitast af Covid-19. Þrjátíu prósent segja frekar lítið og 36 prósent segja hvorki mikið né lítið.
Í nýjasta þjóðarpúlsinum segjast 21 prósent svarar óttast það mjög lítið að smitast af Covid-19. Þrjátíu prósent segja frekar lítið og 36 prósent segja hvorki mikið né lítið. Vísir/Einar

Íslendingar eru minna hræddir við að smitast af Covid-19 og treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum minna til að takast á við faraldur kórónuveirunnar, þó langflestir geri það enn.

Þetta er meðal niðurstaða í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup.

Könnunin var framkvæmd frá 21. til 28. október. 1.635 voru valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup til að taka þátt en fjöldi svarenda var 833. Í tilkynningu frá Gallup segir að flest svörin hafi borist á fyrri hluta könnunartímabilsins en smituðum hafi fjölgað talsvert á seinni hluta tímabilsins.

Gera megi ráð fyrir að niðurstöður taki breytingum þessa dagana.

Í nýjasta þjóðarpúlsinum segjast 21 prósent svarar óttast það mjög lítið að smitast af Covid-19. Þrjátíu prósent segja frekar lítið og 36 prósent segja hvorki mikið né lítið. Ellefu prósent sögðu frekar mikið og tvö prósent sögðu óttast það mjög mikið að smitast af Covid-19.

Óttast þú mikið eða lítið að smitast af Covid-19?

Þegar kemur að því hvort Íslendingar treysti almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum hér á landi til að takast á við Covid-19 er ljóst að mikill meirihluti gerir það. Hópurinn sem gerir það ekki hefur þó stækkað örlítið.

Aðeins eitt prósent segir traustið mjög lítið og þrjú prósent segja það frekar lítið. Sjö prósent segja traustið hvorki mikið né lítið. 21 prósent segja traustið frekar mikið og 39 prósent segja það mjög mikið.

Þá segjast 29 prósent svarenda treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum fullkomlega til að takast á við faraldurinn. Sá hópur hefur minnkað um fimm prósent milli Þjóðarpúlsa og hefur aðeins einu sinni verið minni á árinu en hann var 28 prósent um mánaðamótin júlí ágúst.

Hversu vel eða illa treystir þú almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum á Íslandi til að takast á við Covid-19?

Einnig kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup að langflestir sem svöruðu telja heilbrigðisyfirvöld vera að gera hæfilega mikið til að bregðast við faraldrinum.

Eitt prósent sagði allt of lítið gert og níu prósent sögðu aðeins og lítið. Þrettán prósent sögðu aðeins of mikið og fimm prósent allt of mikið. 71 prósent svarenda sagði aðgerðirnar þó hæfilegar.

Áhugasamir geta skoðað niðurstöðurnar ítarlega í kynningu Gallup.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.