Auka framleiðslu og brennslu kola til muna í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2021 11:04 Kínverjum hefur tekist að bæta loftgæði í mörgum borgum landsins en nú er óttast að sá árangur muni snúast við. AP/Mark Schiefelbein Kolaframleiðsla í Kína hefur verið aukin til muna og stendur til að auka hana enn fremur. Verið er að stækka gamlar námur og grafa nýjar víðsvegar um landið en Kína brennir þegar meira af kolum en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Undanfarnar vikur hefur þurft að skerða rafmagn til heimila og fyrirtækja víðsvegar um Kína en þó sérstaklega í norðurhluta landsins. Var það að miklu leyti rakið til aukinnar eftirspurnar í kjölfar slökunar á sóttvarnarreglum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Kínverskir ráðamenn skipuðu kolanámufyrirtækjum að auka framleiðslu hið snarasta. New York Times segir áætlað að framleiðsluaukningin samsvari um 220 milljónum tonna af kolum á ári í Kína og er það aukning um sex prósent frá heildarframleiðslunni þar í landi í fyrra. Aukningin er þó meiri en öll árleg kolaframleiðsla í Vestur-Evrópu. Nú segja ráðamenn að kolamarkaðurinn í Kína sé að ná jafnvægi en Reuters segir verð kola á mörkuðum hafa lækkað um rúm 53 prósent frá því það náði hámarki þann 19. október. Kolabruni er stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Kína er stærsti losandi þessara lofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun en stjórnvöld landsins hafa heitið því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Þó stendur til að reisa fjölmörg ný kolaorkuver í Kína á næstu árum. Sjá einnig: Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Kínverjar hafa á undanförnum árum varið miklu púðri í að bæta loftgæði í borgum landsins og með töluverðum árangri. NYT vitnar í rannsókn sem sýndi að árið 2015 leiddi loftmengun til 1,6 milljóna dauðsfalla í Kína. Nú í morgun var varað við því í nokkrum borgum landsins að loftgæði hefðu versnað en engin ástæða nefnd. Umhverfismál Kína Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur þurft að skerða rafmagn til heimila og fyrirtækja víðsvegar um Kína en þó sérstaklega í norðurhluta landsins. Var það að miklu leyti rakið til aukinnar eftirspurnar í kjölfar slökunar á sóttvarnarreglum vegna faraldurs kórónuveirunnar. Kínverskir ráðamenn skipuðu kolanámufyrirtækjum að auka framleiðslu hið snarasta. New York Times segir áætlað að framleiðsluaukningin samsvari um 220 milljónum tonna af kolum á ári í Kína og er það aukning um sex prósent frá heildarframleiðslunni þar í landi í fyrra. Aukningin er þó meiri en öll árleg kolaframleiðsla í Vestur-Evrópu. Nú segja ráðamenn að kolamarkaðurinn í Kína sé að ná jafnvægi en Reuters segir verð kola á mörkuðum hafa lækkað um rúm 53 prósent frá því það náði hámarki þann 19. október. Kolabruni er stærsta uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Kína er stærsti losandi þessara lofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun en stjórnvöld landsins hafa heitið því að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Þó stendur til að reisa fjölmörg ný kolaorkuver í Kína á næstu árum. Sjá einnig: Tugir nýrra kolaorkuvera á teikniborðinu í Kína Kínverjar hafa á undanförnum árum varið miklu púðri í að bæta loftgæði í borgum landsins og með töluverðum árangri. NYT vitnar í rannsókn sem sýndi að árið 2015 leiddi loftmengun til 1,6 milljóna dauðsfalla í Kína. Nú í morgun var varað við því í nokkrum borgum landsins að loftgæði hefðu versnað en engin ástæða nefnd.
Umhverfismál Kína Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Sjá meira