Fleiri fréttir

„Ekki vírusinn sem er vanda­málið heldur stefnu­leysi yfir­valda“

Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir það mikil vonbrigði fyrir íslenska tónlistariðnaðinn að samkomutakmarkanir séu enn svo strangar.

Hlaupið gæti hafa náð há­marki sínu

Ekki er ólíklegt að hlaupið í Skaftá hafi náð hámarki sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni en þar segir að rennslið hafi verið nokkuð stöðugt síðustu klukkustundir og mælist nú um 520 rúmmetrar á sekúndu.

54 greindust smitaðir í gær

54 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands á síðasta sólarhring. Af þeim voru 29 í sóttkví þegar þeir greindust smitaðir en 25 voru utan sóttkvíar.

Iceland Airwaves frestað til ársins 2022

Tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves hefur verið frestað til ársins 2022 vegna áframhaldandi samkomutakmarkana í ljósi kórónuveirufaraldursins. Hátíðin mun því fara fram dagana 2. til 5. nóvember 2022. 

Réttarhöld yfir fyrrverandi ráðherra innflytjendamála hefjast í Danmörku

Ríkisréttur Danmerkur kemur saman í dag til að rétta yfir Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra en hún er sökuð um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. Þetta er aðeins í annað skipti á heilli öld sem rétturinn er kallaður saman.

Þýskir Jafnaðar­menn á mikilli siglingu

Eftir erfið og mögur síðustu ár virðist sem að byr sé aftur kominn í segl þýskra Jafnaðarmanna, nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til þingkosninga þar í landi.

Samtal við ESB um losunarmarkmið Íslands að hefjast

Vinna við að reikna út hlutdeild Íslands í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsríkja og Noregs um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hefst markvisst í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að markmið Íslands hækki frá því sem nú er en ekki liggur fyrir hversu mikið.

Ætla að sjá til þess að KSÍ taki trúverðug skref til úrbóta

Forstjóri Vodafone, eins styrktaraðila Knattspyrnusambands Íslands, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni í kringum sambandið undanfarna daga. Atburðarásin sýni hve mikið mein kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé í íslensku samfélagi. Fyrirtækið ætli að leggja sitt á vogarskálarnar og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin.

Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi.

Langvarandi Covid helmingi fátíðara hjá fullbólusettum

Rannsakendur við King's College London hafa komist að þeirri niðurstöðu að bólusetningar gegn Covid-19 dragi ekki bara úr líkunum á því að smitast og veikjast alvarlega, heldur séu fullbólusettir síður líklegir til að þjást af langvarandi einkennum.

Fimmta kynslóð Kia Sportage hönnuð fyrir Evrópumarkað

Kia frumsýndi í gær fimmtu kynslóð hins vinsæla Sportage sem verið hefur einn söluhæsti bíll bílaframleiðandans undanfarin ár. Nýr Kia Sportage er sérstaklega hannaður fyrir Evrópumarkað því í fyrsta skipti í 28 ára sögu Sportage kemur sérstök Evrópu útfærsla af bílnum.

NASA leitar hugmynda um tungljeppa

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur biðlað til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa sem nota eigi til að flytja geimfara um yfirborð tunglsins. Sérstaklega hvað varðar leiðir til að lengja líftíma jeppans við mjög svo öfgafullar aðstæður.

Neyðarástand í New York vegna úrhellis og flóða

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York-borg vegna gríðarlegs úrhellis og flóða vegna hitabeltisstormsins Ídu, sem hefur fikrað sig norður austurströnd Bandaríkjanna síðustu daga.

Skýjað og súld sunnan- og vestan­lands

Reikna má með áframhaldandi hægum vindi og þurrki á norðausturhluta landsins en sunnan þrír til átta metrar á sekúndu, skýjað og súld með köflum sunnan- og vestanlands.

Eldur kviknaði í Hátúni

Eldur kviknaði í íbúðarhúsnæði í Hátúni í Reykjavík í kvöld. Gekk greiðlega að ná niðurlögum eldsins sem var bundinn við eitt herbergi. 

Bíll valt á Reykjanesbraut

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut við Straumsvík í dag með þeim afleiðingum að bílinn valt.

Gætu lamað varnir Taívans í skyndi

Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans.

„Ég styð þolend­ur, alltaf allsstaðar“

Klara Bjartmarz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, segir að síðustu dagar hafi verið henni erfiðir. Enginn eigi að efast að hún standi ávallt við bakið á þolendum ofbeldis.

Efasemdarmönnum gengur hægt að safna undirskriftum

Meiri gangur er í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í aðdraganda þingkosninga en á sama tíma við síðustu kosningar. Nýju stjórnmálahreyfingunni Ábyrgri framtíð gengur hægt að safna undirskriftum, en á meðal stefnumála hennar er að nota óhefðbundin lyf við Covid-19.

Heitt vatn flæddi upp úr götum í Hafnarfirði

Heitt vatn flæddi upp úr götum í Hafnarfirði þar sem leki hefur komið upp í heitavatnslögnum við Hlíðarberg, Vesturgötu og Öldugötu. Slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang til að tryggja öryggi en ekki sést lengur vatn á yfirborði.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hlaup er hafið í Skaftá og hafa almannavarnir lýst yfir óvissustigi vegna hættu á brennisteinsmengun. Kristján Már Unnarsson er kominn á vettvang og sýnir frá aðstæðum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Kannast hvorki við að hafa beitt konurnar of­beldi né á­reitt

Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur borið á hann. Hann segist ekki kannast við að hafa áreitt hana eða vinkonu hennar og neitar sök. Hegðun hans hafi hins vegar ekki verið til fyrirmyndar og hann beðið konurnar afsökunar.

Norður-Kórea af­þakkar kínverskt bólu­efni

Norður-Kórea hefur afþakkað þrjár milljónir bóluefnaskammta gegn Covid-19 frá kínverska lyfjarisanum Sinovac. Norðurkóresk stjórnvöld segja að frekar eigi að senda bóluefnaskammtanna til landa þar sem staðan vegna veirunnar er alvarleg.N

KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar

BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið.

Sac­kler fjöl­skyldan gæti misst Pur­du­e Pharma í dag

Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi.

Þrefalt fleiri „sumardagar“ á Akureyri en í Reykjavík

Óhætt er að segja að veðurgæðunum hafi verið misskipt hér á landi þetta sumarið. Þannig hafa svokallaðir „sumardagar“ í Reykjavík verið þrefalt færri á tímabilinu maí-ágúst í ár en á Akureyri. Allir dagar í ágústmánuði nema einn náðu að uppfylla viðmið fyrir sumardag á Akureyri.

Ragn­hildur Helga­dóttir nýr rektor HR

Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár.

Tekist á um laxeldi í Pallborðinu

Þeir Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, og Sigurður Pétursson, einn stofnanda Arctic Fish, takast á um laxeldi á Íslandi í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi klukkan 14 í dag. Óttar Kolbeinsson Proppé stýrir umræðum.

Al­manna­varnir lýsa yfir ó­vissu­stigi vegna Skaft­ár­hlaups

Vísbendingar eru um að hlaup sé hafið í Skaftá. Rafleiðni í Skaftá hefur hækkað jafnt og þétt síðustu tvo sólarhringa og vatnshæð árinnar við Sveinstind aukist síðustu klukkustundir. Einnig hafa borist tilkynningar um brennisteinslykt í nágrenni Skaftár og Hverfisfljóts.

Arnþrúður og Reynir mætast í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur fallist á málskotsbeiðni Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs í máli hans gegn Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpskonu. Reynir fær því að áfrýja dómi Landsréttar í málinu.

Sjá næstu 50 fréttir