Fleiri fréttir Dóttirin dó úr hungri á meðan mamman djammaði í sex daga Ung bresk kona hefur verið dæmd til níu ára fangelsisvistar fyrir að yfirgefa tuttugu mánaða gamla dóttur sína í sex daga, á meðan hún hélt upp á átján ára afmæli sitt. Barnið dó úr inflúensu og hungri. 6.8.2021 16:57 Bein útsending: Unaður hinsegin fólks Kynfræðsla er almennt ekki upp á marga fiska og það á ekki síst við um fræðslu þar sem fjallað er um kynlíf hinsegin fólks. „Það hefur vantað upp á fjalla um mismunandi líkama og mismunandi kynhneigðir,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, nemi í kynfræði. 6.8.2021 16:46 Samstarf hafið við Namayingo hérað í Úganda Samstarfið við Namayingo hérað hvílir á samstarfssamningi til þriggja ára. 6.8.2021 15:30 Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. 6.8.2021 15:22 Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6.8.2021 15:00 Sneri aftur til vinnu í fæðingarorlofi vegna stöðunnar á spítalanum „Nú kem ég inn á vakt númer tvö, er búin að vera í fæðingarorlofi og er enn í þar sem sonur minn er fjögurra mánaða. Ég kem inn því það vantar svo mönnun og vinn eins og ég má samhliða orlofinu,“ skrifar hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Gylfadóttir í pistli sem hún birti á Facebook í gær. 6.8.2021 14:55 Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6.8.2021 14:30 Straukst utan í vegfaranda í háskalegum akstri um miðborgina Rúmlega tvítugur karlmaður sem olli almannahættu þann 8. júlí síðastliðinn með ofsaakstri í miðbæ Reykjavíkur og víðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. ágúst. Hann er grunaður um fjölmörg afbrot undanfarnar vikur. 6.8.2021 14:01 Reiðir heimamenn handsömuðu meðlimi Hezbollah sem skutu eldflaugum að Ísrael Reiðir þorpsbúar í Chouya í suðurhluta Líbanons stöðvuðu bílalest á vegum Hezbollah hryðjuverkasamtakanna sem virðist hafa verið notuð til að skjóta eldflaugum að Ísrael í morgun. 6.8.2021 13:45 Þvertekur fyrir að Sjísjov hafi svipt sig lífi Maki hvítrússnesks aðgerðasinna, sem fannst látinn í almenningsgarði í Úkraínu, segist ekki trúa því að hann hafi svipt sig lífi. Vinir hans telja að hann hafi verið myrtur og vettvangur sviðsettur. 6.8.2021 13:44 Vilja ná til óbólusettra Katrín Jakobsdótir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ná betur til þeirra einstaklinga sem hafi ekki þegið bólusetningu vegna Covid-19, með það að markmiði reyna að fá viðkomandi í bólusetningu. 6.8.2021 13:25 Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. 6.8.2021 12:48 Unnur Eggerts í stjórnmálin Leikkonan Unnur Eggertsdóttir mun stýra kosningum Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 6.8.2021 12:18 Ekki sjálfsagt að heilbrigðisstarfsfólk setji líf sitt til hliðar Það er ekki sjálfsagt að líf fólks sé sett til hliðar til þess að það geti staðið vaktina á Landspítala þegar álag er mikið. Þetta segir formaður félags hjúkrunarfræðinga sem fundaði með stjórnvöldum í morgun. 6.8.2021 12:03 Talibanar taka fyrstu borgina án þess að hleypa af skoti Vígamenn Talibana hafa náð tökum á fyrstu héraðshöfuðborg landsins. Borgin Zaranj í Nimruz-héraði féll í hendur þeirra án þess að skoti væri hleypt af. Zaranj er nærri landamærum Afganistans og Írans. 6.8.2021 11:57 Frekari skimanir á landamærum og endurbólusetningu flýtt Ríkisstjórn Íslands fundar enn á vikulegum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum. Fundurinn hefur staðið yfir síðan klukkan hálf tíu í morgun. 6.8.2021 11:55 Áhyggjur af skriðuföllum á Sauðárkróki Kallað hefur verið eftir því að hættumat verði gert eins fljótt og auðið er fyrir Varmahlíð vegna aurskriðanna sem féllu þar í júní. Þá eru einnig áhyggjur um skriðuföll á Sauðárkróki og hefur sveitarstjóri Skagafjarðar lagt fram formlega beiðni um að hættumat verði gert á ákveðnum svæðum þar. 6.8.2021 11:42 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag eða hundrað og átta á móti hundrað fimmtíu og einum. Við heyrum í formanni Hjúkrunarfræðingafélags Íslands sem fundaði með ráðherranefnd um kórónuveirufaraldurinn í morgun 6.8.2021 11:32 Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6.8.2021 11:03 103 greindust smitaðir af veirunni í gær Að minnsta kosti 103 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Ekki liggur fyrir hve margir þeirra voru bólusettir en þær tölur eru nú uppfærðar á covid.is fyrir klukkan 16 alla daga. 6.8.2021 10:52 Atvinnuleysi var 5,6 prósent í júní Atvinnuleysi var 5,6 prósent í júní 2021 samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,2 prósent og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 74,5 prósent. 6.8.2021 10:25 Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi. 6.8.2021 09:54 Lentu í Keflavík með veikan farþega Vél á leið frá New York í Bandaríkjunum til Mumbai á Indlandi var snúið við þegar hún var á leið sinni yfir Ísland og lenti á Keflavíkurflugvelli rétt upp úr klukkan 5 í morgun. 6.8.2021 09:48 Þrír starfsmenn CNN reknir fyrir að mæta óbólusettir til vinnu Þremur starfsmönnum CNN hefur verið sagt upp eftir að hafa mætt óbólusettir í vinnuna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ekkert umburðarlyndi verða viðhaft hvað varðar endurkomu starfsmanna til starfa án bólusetningar. 6.8.2021 09:10 „Spurningin er: Ætla ég að neita barninu mínu um þessa vernd?“ Prófessor í barnalækningum segir að afleiðingar Covid-veikinda fyrir börn séu mun alvarlegri en aukaverkanir bólusetninga. Hann segir nýlegar rannsóknir benda til þess að bólusetningar barna gegn Covid gangi vel en skilur hins vegar að foreldrar séu hikandi þegar kemur að bólusetningum. 6.8.2021 08:56 Apple hyggst skima eftir barnaníð þegar myndir fara í skýið Tæknirisinn Apple hyggst taka í notkun hugbúnað til að skima allar myndir sem farsímanotendur hlaða upp í skýið (iCloud). Hugbúnaðinum er ætlað að bera kennsl á þekktar myndir sem sýna kynferðislega misnotkun á börnum. 6.8.2021 08:22 Skúraleiðingar en hlýtt í veðri Áfram má búast við skúraleiðingum, einkum inn til landsins í dag en hlýtt verður í veðri. Búast má við að veður haldist svipað yfir helgina en rigning verður minni um helgina. 6.8.2021 08:03 Vill að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Dómsmálaráðherra Póllands segir að kominn sé tími til að landið segi sig úr Evrópusambandinu vegna afskipta sambandsins af nýsettum lögum í Póllandi sem heimila að dómurum sé refsað fari þeir ekki að vilja framkvæmdavaldsins. 6.8.2021 07:57 Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6.8.2021 07:25 Bandaríkin veita íbúum Hong Kong 18 mánaða dvalarleyfi Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að íbúar Hong Kong í Bandaríkjunum geti sótt um 18 mánaða dvalarleyfi vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda. Ákvörðunin kann að verða til hagsbóta fyrir þúsundir íbúa Hong Kong sem þegar dvelja í Bandaríkjunum. 6.8.2021 07:24 Volvo vöru- og flutningabílar söluhæstir Volvo vöru- og flutningabílar tróna á toppnum á Íslandi fyrstu sjö mánuði ársins með 33,7% hlutdeild og 28 nýja selda vörubíla yfir 10 tonn og er söluaukning Volvo á vörubílamarkaði yfir 200%. Í flokki vöru- og flutningabíla yfir 16 tonn er Volvo með 24 bíla og er Volvo FH16 mest seldi vöru- og flutningabíllinn af einstökum gerðum enda þrautreyndur við íslenskar aðstæður. 6.8.2021 07:00 Enn eitt dæmið um almannatengla sem misskilja hlutverk sitt „Það virðist vera að yfirmenn spítalans hafa meiri og betri skilning á hlutverki sínu og stöðu gagnvart fjölmiðlum og mikilvægi þeirra varðandi veitingu upplýsinga heldur en samskiptastjóri spítalans sjálfur,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, um tölvupóst sem samskiptastjóri Landspítala sendi á yfirmenn í gær. 6.8.2021 06:53 Fasteignamat hótels í Borgarnesi lækkað til muna Þjóðskrá hefur lækkað fasteignamat B59 hótels í Borgarnesi og tengdra bygginga úr 876 milljónum króna í 587 milljónir króna. Um er að ræða þriðjungslækkun en eigandi hótelsins kærði fyrra matið eftir að Þjóðskrá neitaði að lækka það. 6.8.2021 06:35 Reyndi að stela kjöti fyrir 85 þúsund krónur Lögregla var kölluð á vettvang í gær þegar maður varð uppvís að því að stela kjöti að verðmæti um það bil 85 þúsund króna úr verslun í Háaleitis- og Bústaðahverfi. 6.8.2021 06:16 Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt. 5.8.2021 23:35 Biden ætlar að herða reglur um útblástur bíla Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta ætlar að endurvekja reglur um útblástur bifreiða sem Donald Trump, forveri hans í embætti, veikti í stjórnartíð sinni. Reglurnar verða hertar enn frekar í framtíðinni til að ýta undir orkuskipti í vegasamgögnum. 5.8.2021 23:02 Líklegt að börn verði boðuð í bólusetningu eftir rúmar tvær vikur Til skoðunar er að boða börn á aldrinum 12 til 15 ára í bólusetningu gegn Covid-19 dagana 23. og 24. ágúst næstkomandi. Enn er unnið að útfærslu bólusetningarinnar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fyrirhugað er að hún fari fram í Laugardalshöll. 5.8.2021 22:51 Zaszczepieni Islandczycy będą poddawani testom na granicy Władze rozważają wprowadzenie zmian w przepisach prawnych, które będą miały na celu wprowadzenie zasad dotyczących obowiązku badań wszystkich mieszkańców Islandii przybywających do kraju z zagranicy. 5.8.2021 21:47 Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5.8.2021 21:46 Undirbúa endurbólusetningu viðkvæmra hópa Bandarísk sóttvarnayfirvöld undirbúa nú endurbólusetningu fólks með skerta ónæmiskerfisstarfsemi eins fljótt og hægt er. Kórónuveirusmitum fjölgar nú ört vestanhafs eins og víða annars staðar. 5.8.2021 21:42 Katrín segir ekkert eiga að hindra kosningar Að óbreyttu var síðasti ríkisráðsfundur ríkisstjórnarinnar á Bessastöðum í dag þar sem farið var yfir lagatillögur sem ráðherrar lögðu fram á liðnu ári. 5.8.2021 21:01 Kallar eftir samtali við börn um bólusetningar Varaformaður þingflokks Pírata telur rétt að ræða við börn um vilja þeirra áður en mögulega verður byrjað að bólusetja 12-15 ára unglinga gegn kórónuveirunni. Það sé á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal. 5.8.2021 20:54 Mikilvægt að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi Barnasmitsjúkdómalæknir segist skilja áhyggjur fólks af bólusetningum barna en að ekkert bendi til þess að þær hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mikilvægt sé að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi sem fyrst og þar spili bólusetningar stórt hlutverk. 5.8.2021 19:47 Samskipti stjórnenda við fjölmiðla verði áfram góð Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans reiknar með því að samskipti stjórnenda spítalans og fjölmiðla verði áfram góð þrátt fyrir mikið álag um þessar mundir. Stjórnendum spítalans hefur verið skipað að svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla. 5.8.2021 19:26 Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu á Biskupshálsi Einn er talinn vera alvarlega slasaður eftir að bíll valt á Biskupshálsi, milli Grímsstaða á Fjöllum og Möðrudals. Fimm erlendir ferðamenn voru í bílnum sem fór fram af háum bakka og tók nokkrar veltur utan vegar. 5.8.2021 18:52 Sjá næstu 50 fréttir
Dóttirin dó úr hungri á meðan mamman djammaði í sex daga Ung bresk kona hefur verið dæmd til níu ára fangelsisvistar fyrir að yfirgefa tuttugu mánaða gamla dóttur sína í sex daga, á meðan hún hélt upp á átján ára afmæli sitt. Barnið dó úr inflúensu og hungri. 6.8.2021 16:57
Bein útsending: Unaður hinsegin fólks Kynfræðsla er almennt ekki upp á marga fiska og það á ekki síst við um fræðslu þar sem fjallað er um kynlíf hinsegin fólks. „Það hefur vantað upp á fjalla um mismunandi líkama og mismunandi kynhneigðir,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, nemi í kynfræði. 6.8.2021 16:46
Samstarf hafið við Namayingo hérað í Úganda Samstarfið við Namayingo hérað hvílir á samstarfssamningi til þriggja ára. 6.8.2021 15:30
Traðk, grjótkast og krot á hraunið ekki í lagi Dæmi eru um að gestir sem heimsækja eldstöðvarnar í Geldingadölum heim kroti á hraunið. Einnig er töluvert um grjótkast en sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun biðlar til gesta að sýna náttúrunni virðingu og ekki skemma ásýnd hennar fyrir öðrum gestum. 6.8.2021 15:22
Boraði fyrstu holuna á Mars Vélmennið Perseverance boraði í morgun sína fyrstu holu á Mars. Úr holunni tók vélmennið sýni sem vísindamenn vonast til að bera ummerki fornra lífvera. 6.8.2021 15:00
Sneri aftur til vinnu í fæðingarorlofi vegna stöðunnar á spítalanum „Nú kem ég inn á vakt númer tvö, er búin að vera í fæðingarorlofi og er enn í þar sem sonur minn er fjögurra mánaða. Ég kem inn því það vantar svo mönnun og vinn eins og ég má samhliða orlofinu,“ skrifar hjúkrunarfræðingurinn Sólveig Gylfadóttir í pistli sem hún birti á Facebook í gær. 6.8.2021 14:55
Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. 6.8.2021 14:30
Straukst utan í vegfaranda í háskalegum akstri um miðborgina Rúmlega tvítugur karlmaður sem olli almannahættu þann 8. júlí síðastliðinn með ofsaakstri í miðbæ Reykjavíkur og víðar hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 27. ágúst. Hann er grunaður um fjölmörg afbrot undanfarnar vikur. 6.8.2021 14:01
Reiðir heimamenn handsömuðu meðlimi Hezbollah sem skutu eldflaugum að Ísrael Reiðir þorpsbúar í Chouya í suðurhluta Líbanons stöðvuðu bílalest á vegum Hezbollah hryðjuverkasamtakanna sem virðist hafa verið notuð til að skjóta eldflaugum að Ísrael í morgun. 6.8.2021 13:45
Þvertekur fyrir að Sjísjov hafi svipt sig lífi Maki hvítrússnesks aðgerðasinna, sem fannst látinn í almenningsgarði í Úkraínu, segist ekki trúa því að hann hafi svipt sig lífi. Vinir hans telja að hann hafi verið myrtur og vettvangur sviðsettur. 6.8.2021 13:44
Vilja ná til óbólusettra Katrín Jakobsdótir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin vilji ná betur til þeirra einstaklinga sem hafi ekki þegið bólusetningu vegna Covid-19, með það að markmiði reyna að fá viðkomandi í bólusetningu. 6.8.2021 13:25
Hefja skimun á bólusettum með tengsl við Ísland Ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp skimun bólusettra ferðamanna sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Ísland. 6.8.2021 12:48
Unnur Eggerts í stjórnmálin Leikkonan Unnur Eggertsdóttir mun stýra kosningum Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. 6.8.2021 12:18
Ekki sjálfsagt að heilbrigðisstarfsfólk setji líf sitt til hliðar Það er ekki sjálfsagt að líf fólks sé sett til hliðar til þess að það geti staðið vaktina á Landspítala þegar álag er mikið. Þetta segir formaður félags hjúkrunarfræðinga sem fundaði með stjórnvöldum í morgun. 6.8.2021 12:03
Talibanar taka fyrstu borgina án þess að hleypa af skoti Vígamenn Talibana hafa náð tökum á fyrstu héraðshöfuðborg landsins. Borgin Zaranj í Nimruz-héraði féll í hendur þeirra án þess að skoti væri hleypt af. Zaranj er nærri landamærum Afganistans og Írans. 6.8.2021 11:57
Frekari skimanir á landamærum og endurbólusetningu flýtt Ríkisstjórn Íslands fundar enn á vikulegum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum. Fundurinn hefur staðið yfir síðan klukkan hálf tíu í morgun. 6.8.2021 11:55
Áhyggjur af skriðuföllum á Sauðárkróki Kallað hefur verið eftir því að hættumat verði gert eins fljótt og auðið er fyrir Varmahlíð vegna aurskriðanna sem féllu þar í júní. Þá eru einnig áhyggjur um skriðuföll á Sauðárkróki og hefur sveitarstjóri Skagafjarðar lagt fram formlega beiðni um að hættumat verði gert á ákveðnum svæðum þar. 6.8.2021 11:42
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær en í fyrradag eða hundrað og átta á móti hundrað fimmtíu og einum. Við heyrum í formanni Hjúkrunarfræðingafélags Íslands sem fundaði með ráðherranefnd um kórónuveirufaraldurinn í morgun 6.8.2021 11:32
Hamfararigningar í kjölfar hitabylgju og þurrks í Norður-Kóreu Hamfararigningar og flóð hafa valdið miklu tjóni í Norður-Kóreu. Minnst ellefu hundruð heimili hafa skemmst og þúsundir hafa þurft að flýja undan flóðum. Þá hafa miklar skemmdir orðið á ræktunarlandi, vegum og brúm. 6.8.2021 11:03
103 greindust smitaðir af veirunni í gær Að minnsta kosti 103 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Ekki liggur fyrir hve margir þeirra voru bólusettir en þær tölur eru nú uppfærðar á covid.is fyrir klukkan 16 alla daga. 6.8.2021 10:52
Atvinnuleysi var 5,6 prósent í júní Atvinnuleysi var 5,6 prósent í júní 2021 samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,2 prósent og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 74,5 prósent. 6.8.2021 10:25
Greenville brann til kaldra kola í stærsta eldi ársins Hinn sífellt stærri Dixie-eldur í Kaliforníu brenndi í vikunni smábæinn Greenville til grunna. Eldurinn hefur brunnið í rúmar þrjár vikur og varð rúmlega 360 þúsund ekrur að stærð í gærkvöldi. 6.8.2021 09:54
Lentu í Keflavík með veikan farþega Vél á leið frá New York í Bandaríkjunum til Mumbai á Indlandi var snúið við þegar hún var á leið sinni yfir Ísland og lenti á Keflavíkurflugvelli rétt upp úr klukkan 5 í morgun. 6.8.2021 09:48
Þrír starfsmenn CNN reknir fyrir að mæta óbólusettir til vinnu Þremur starfsmönnum CNN hefur verið sagt upp eftir að hafa mætt óbólusettir í vinnuna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ekkert umburðarlyndi verða viðhaft hvað varðar endurkomu starfsmanna til starfa án bólusetningar. 6.8.2021 09:10
„Spurningin er: Ætla ég að neita barninu mínu um þessa vernd?“ Prófessor í barnalækningum segir að afleiðingar Covid-veikinda fyrir börn séu mun alvarlegri en aukaverkanir bólusetninga. Hann segir nýlegar rannsóknir benda til þess að bólusetningar barna gegn Covid gangi vel en skilur hins vegar að foreldrar séu hikandi þegar kemur að bólusetningum. 6.8.2021 08:56
Apple hyggst skima eftir barnaníð þegar myndir fara í skýið Tæknirisinn Apple hyggst taka í notkun hugbúnað til að skima allar myndir sem farsímanotendur hlaða upp í skýið (iCloud). Hugbúnaðinum er ætlað að bera kennsl á þekktar myndir sem sýna kynferðislega misnotkun á börnum. 6.8.2021 08:22
Skúraleiðingar en hlýtt í veðri Áfram má búast við skúraleiðingum, einkum inn til landsins í dag en hlýtt verður í veðri. Búast má við að veður haldist svipað yfir helgina en rigning verður minni um helgina. 6.8.2021 08:03
Vill að Pólland segi sig úr Evrópusambandinu Dómsmálaráðherra Póllands segir að kominn sé tími til að landið segi sig úr Evrópusambandinu vegna afskipta sambandsins af nýsettum lögum í Póllandi sem heimila að dómurum sé refsað fari þeir ekki að vilja framkvæmdavaldsins. 6.8.2021 07:57
Hafa rekið þjálfara Tímanovskaju úr Ólympíuþorpinu Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið reknir úr Ólympíuþorpinu eftir að þeir voru sakaðir um að reyna að senda íþróttamann nauðugan frá Tókýó. Þeir hafa misst allt aðgengi að svæðinu eftir að þjálfarapassar þeirra voru teknir af þeim. 6.8.2021 07:25
Bandaríkin veita íbúum Hong Kong 18 mánaða dvalarleyfi Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að íbúar Hong Kong í Bandaríkjunum geti sótt um 18 mánaða dvalarleyfi vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda. Ákvörðunin kann að verða til hagsbóta fyrir þúsundir íbúa Hong Kong sem þegar dvelja í Bandaríkjunum. 6.8.2021 07:24
Volvo vöru- og flutningabílar söluhæstir Volvo vöru- og flutningabílar tróna á toppnum á Íslandi fyrstu sjö mánuði ársins með 33,7% hlutdeild og 28 nýja selda vörubíla yfir 10 tonn og er söluaukning Volvo á vörubílamarkaði yfir 200%. Í flokki vöru- og flutningabíla yfir 16 tonn er Volvo með 24 bíla og er Volvo FH16 mest seldi vöru- og flutningabíllinn af einstökum gerðum enda þrautreyndur við íslenskar aðstæður. 6.8.2021 07:00
Enn eitt dæmið um almannatengla sem misskilja hlutverk sitt „Það virðist vera að yfirmenn spítalans hafa meiri og betri skilning á hlutverki sínu og stöðu gagnvart fjölmiðlum og mikilvægi þeirra varðandi veitingu upplýsinga heldur en samskiptastjóri spítalans sjálfur,“ segir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, um tölvupóst sem samskiptastjóri Landspítala sendi á yfirmenn í gær. 6.8.2021 06:53
Fasteignamat hótels í Borgarnesi lækkað til muna Þjóðskrá hefur lækkað fasteignamat B59 hótels í Borgarnesi og tengdra bygginga úr 876 milljónum króna í 587 milljónir króna. Um er að ræða þriðjungslækkun en eigandi hótelsins kærði fyrra matið eftir að Þjóðskrá neitaði að lækka það. 6.8.2021 06:35
Reyndi að stela kjöti fyrir 85 þúsund krónur Lögregla var kölluð á vettvang í gær þegar maður varð uppvís að því að stela kjöti að verðmæti um það bil 85 þúsund króna úr verslun í Háaleitis- og Bústaðahverfi. 6.8.2021 06:16
Glóandi hraun aftur sjáanlegt á Fagradalsfjalli Hraun er aftur tekið að renna á Fagradalsfjalli í fyrsta sinn frá því á mánudagsmorgun. Hraunárnar hafa nær alfarið runnið til austurs og niður í Meradali síðustu vikur en hraunáin virðist núna hafa tekið stefnu í aðra átt. 5.8.2021 23:35
Biden ætlar að herða reglur um útblástur bíla Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta ætlar að endurvekja reglur um útblástur bifreiða sem Donald Trump, forveri hans í embætti, veikti í stjórnartíð sinni. Reglurnar verða hertar enn frekar í framtíðinni til að ýta undir orkuskipti í vegasamgögnum. 5.8.2021 23:02
Líklegt að börn verði boðuð í bólusetningu eftir rúmar tvær vikur Til skoðunar er að boða börn á aldrinum 12 til 15 ára í bólusetningu gegn Covid-19 dagana 23. og 24. ágúst næstkomandi. Enn er unnið að útfærslu bólusetningarinnar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en fyrirhugað er að hún fari fram í Laugardalshöll. 5.8.2021 22:51
Zaszczepieni Islandczycy będą poddawani testom na granicy Władze rozważają wprowadzenie zmian w przepisach prawnych, które będą miały na celu wprowadzenie zasad dotyczących obowiązku badań wszystkich mieszkańców Islandii przybywających do kraju z zagranicy. 5.8.2021 21:47
Ekki verið að múlbinda stjórnendur spítalans Deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans hafnar því að nýjum tilmælum sé ætlað að takmarka upplýsingaflæði til fjölmiðla. 5.8.2021 21:46
Undirbúa endurbólusetningu viðkvæmra hópa Bandarísk sóttvarnayfirvöld undirbúa nú endurbólusetningu fólks með skerta ónæmiskerfisstarfsemi eins fljótt og hægt er. Kórónuveirusmitum fjölgar nú ört vestanhafs eins og víða annars staðar. 5.8.2021 21:42
Katrín segir ekkert eiga að hindra kosningar Að óbreyttu var síðasti ríkisráðsfundur ríkisstjórnarinnar á Bessastöðum í dag þar sem farið var yfir lagatillögur sem ráðherrar lögðu fram á liðnu ári. 5.8.2021 21:01
Kallar eftir samtali við börn um bólusetningar Varaformaður þingflokks Pírata telur rétt að ræða við börn um vilja þeirra áður en mögulega verður byrjað að bólusetja 12-15 ára unglinga gegn kórónuveirunni. Það sé á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal. 5.8.2021 20:54
Mikilvægt að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi Barnasmitsjúkdómalæknir segist skilja áhyggjur fólks af bólusetningum barna en að ekkert bendi til þess að þær hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér. Mikilvægt sé að börn fái að lifa sem eðlilegustu lífi sem fyrst og þar spili bólusetningar stórt hlutverk. 5.8.2021 19:47
Samskipti stjórnenda við fjölmiðla verði áfram góð Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans reiknar með því að samskipti stjórnenda spítalans og fjölmiðla verði áfram góð þrátt fyrir mikið álag um þessar mundir. Stjórnendum spítalans hefur verið skipað að svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla. 5.8.2021 19:26
Erlendur ferðamaður alvarlega slasaður eftir bílveltu á Biskupshálsi Einn er talinn vera alvarlega slasaður eftir að bíll valt á Biskupshálsi, milli Grímsstaða á Fjöllum og Möðrudals. Fimm erlendir ferðamenn voru í bílnum sem fór fram af háum bakka og tók nokkrar veltur utan vegar. 5.8.2021 18:52