Alvarlegt ástand í Afríku: „Sökin er alfarið ríku landanna“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2021 21:44 Smituðum hjálpað við sjúkrahús í Suður-Afríku. AP/Nardus Engelbrecht Ástandið vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar versnar sífellt í Afríku en í síðustu viku fjölgaði dauðsföllum um 43 prósent í heimsálfunni. Heilbrigðiskerfi margra ríkja eru að þrotum komin en ekkert útlit er fyrir að lát verði þar á. Tilfellum hefur farið hratt fjölgandi í Afríku og þann 13. júlí fór heildarfjöldi þeirra sem hafa smitast, svo vitað sé, yfir sex milljónir. Í upphafi faraldursins óttuðust sérfræðingar að nýja kórónuveiran myndi leika heimsálfuna grátt. Heilbrigðiskerfi ríkustu Afríkuríkja hefðu ekki burði til að takast á við umfangsmikinn faraldur og skima fyrir veirunni. Það rættist þó ekki og vissu vísindamenn í raun ekki af hverju. Nú er Delta-afbrigðið að dreifast um Afríku eins og eldur í sinu. Sjá einnig: Dómsdagsspár vegna Afríku og Covid-19 rættust ekki Ríkari þjóðir heimsins hafa keypt upp gífurlega stóran hluta bóluefnabirgða og hafa Afríkuríki þurft að reiða sig á Covax-verkefni Sameinuðu þjóðanna. Lítið af bóluefnum hefur þó borist eftir að ríkisstjórn Indlands takmarkaði útflutning á bóluefnum vegna umfangsmikils faraldurs þar í landi. Forsvarsmenn Afríkubandalagsins hafa sett sér það markmið að bólusetja tuttugu prósent íbúa heimsálfunnar fyrir lok þessa árs. Það gæti þó reynst erfitt miðað við núverandi stöðu, samkvæmt frétt New York Times. Einungis eitt og hálft prósent Afríkubúa, sem eru um 1,3 milljarður, eru fullbólusettir. 2,97 prósent Afríkubúa hafa fengið minnst einn skammt, samanborið við 26 prósent í Asíu, 37,1 prósent í Suður-Ameríku, 44,8 prósent í Norður-Ameríku og 45,3 prósent í Evrópu. Á heimsvísu hafa 25,9 prósent manna fengið minnst einn skammt af bóluefni, samkvæmt upplýsingum frá Our World in Data. Dr. Matshidiso Moeti stýrir starfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Afríku. Hún sagði á blaðamannafundi í gær (fimmtudag) að staðan í Afríku væri alvarleg. "Africa s third wave continues its destructive pathway, pushing past yet another grim milestone as the continent s case count tops six million."Dr @MoetiTshidi warns that hospitals could be at a breaking point as #COVID19 cases and deaths increase across Africa. pic.twitter.com/glwOMIKMTU— WHO African Region (@WHOAFRO) July 16, 2021 Búist er við því að lyfjaframleiðendur muni framleiða um 10,9 milljarða bóluefnaskammta á þessu ári. Af þeim er þegar búið að selja 9,9 milljarða. Fari allt eftir jákvæðustu vonum forsvarsmanna Covax verða um 200 milljónum skammta dreift um Afríku fyrir lok október. Það myndi duga til að fullbólusetja um sjö prósent íbúa. Áætlað, samkvæmt New York Times, að fyrir lok ágúst muni ríkustu þjóðir heims sitja á 1,9 milljörðum skammta, umfram þá sem þarf til að fullbólusetja íbúa viðkomandi ríkja. „Sökin er alfarið ríku landanna,“ er haft eftir Dr. Githinji Gitahi, sem er í viðbragðsnefnd Afríkubandalagsins við Covid-19, í frétt NYT. WHO í Afríku segir sjúkrahús vera í basli með súrefnisbirgðir og gjörgæslurými. #COVID19 cases in #Africa have risen for eight straight weeks, topping 6 million on 13 July 2021. Over the past month, the continent recorded an additional 1 million cases. This is the shortest time it s taken so far to add 1 million cases. pic.twitter.com/o8OAR7O0Db— WHO African Region (@WHOAFRO) July 15, 2021 Þar sem engin eru bóluefninu þurfa yfirvöld í Afríku að reiða á annarskonar sóttvarnir eins og samkomutakmarkanir og lokanir. Reuters segir faraldurinn í Afríku hafa komið töluvert niður á bágstöddum hagkerfum álfunnar. Í Nígeríu hafi verð á matvælum hækkað töluvert á undanförnum mánuðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Tilfellum hefur farið hratt fjölgandi í Afríku og þann 13. júlí fór heildarfjöldi þeirra sem hafa smitast, svo vitað sé, yfir sex milljónir. Í upphafi faraldursins óttuðust sérfræðingar að nýja kórónuveiran myndi leika heimsálfuna grátt. Heilbrigðiskerfi ríkustu Afríkuríkja hefðu ekki burði til að takast á við umfangsmikinn faraldur og skima fyrir veirunni. Það rættist þó ekki og vissu vísindamenn í raun ekki af hverju. Nú er Delta-afbrigðið að dreifast um Afríku eins og eldur í sinu. Sjá einnig: Dómsdagsspár vegna Afríku og Covid-19 rættust ekki Ríkari þjóðir heimsins hafa keypt upp gífurlega stóran hluta bóluefnabirgða og hafa Afríkuríki þurft að reiða sig á Covax-verkefni Sameinuðu þjóðanna. Lítið af bóluefnum hefur þó borist eftir að ríkisstjórn Indlands takmarkaði útflutning á bóluefnum vegna umfangsmikils faraldurs þar í landi. Forsvarsmenn Afríkubandalagsins hafa sett sér það markmið að bólusetja tuttugu prósent íbúa heimsálfunnar fyrir lok þessa árs. Það gæti þó reynst erfitt miðað við núverandi stöðu, samkvæmt frétt New York Times. Einungis eitt og hálft prósent Afríkubúa, sem eru um 1,3 milljarður, eru fullbólusettir. 2,97 prósent Afríkubúa hafa fengið minnst einn skammt, samanborið við 26 prósent í Asíu, 37,1 prósent í Suður-Ameríku, 44,8 prósent í Norður-Ameríku og 45,3 prósent í Evrópu. Á heimsvísu hafa 25,9 prósent manna fengið minnst einn skammt af bóluefni, samkvæmt upplýsingum frá Our World in Data. Dr. Matshidiso Moeti stýrir starfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Afríku. Hún sagði á blaðamannafundi í gær (fimmtudag) að staðan í Afríku væri alvarleg. "Africa s third wave continues its destructive pathway, pushing past yet another grim milestone as the continent s case count tops six million."Dr @MoetiTshidi warns that hospitals could be at a breaking point as #COVID19 cases and deaths increase across Africa. pic.twitter.com/glwOMIKMTU— WHO African Region (@WHOAFRO) July 16, 2021 Búist er við því að lyfjaframleiðendur muni framleiða um 10,9 milljarða bóluefnaskammta á þessu ári. Af þeim er þegar búið að selja 9,9 milljarða. Fari allt eftir jákvæðustu vonum forsvarsmanna Covax verða um 200 milljónum skammta dreift um Afríku fyrir lok október. Það myndi duga til að fullbólusetja um sjö prósent íbúa. Áætlað, samkvæmt New York Times, að fyrir lok ágúst muni ríkustu þjóðir heims sitja á 1,9 milljörðum skammta, umfram þá sem þarf til að fullbólusetja íbúa viðkomandi ríkja. „Sökin er alfarið ríku landanna,“ er haft eftir Dr. Githinji Gitahi, sem er í viðbragðsnefnd Afríkubandalagsins við Covid-19, í frétt NYT. WHO í Afríku segir sjúkrahús vera í basli með súrefnisbirgðir og gjörgæslurými. #COVID19 cases in #Africa have risen for eight straight weeks, topping 6 million on 13 July 2021. Over the past month, the continent recorded an additional 1 million cases. This is the shortest time it s taken so far to add 1 million cases. pic.twitter.com/o8OAR7O0Db— WHO African Region (@WHOAFRO) July 15, 2021 Þar sem engin eru bóluefninu þurfa yfirvöld í Afríku að reiða á annarskonar sóttvarnir eins og samkomutakmarkanir og lokanir. Reuters segir faraldurinn í Afríku hafa komið töluvert niður á bágstöddum hagkerfum álfunnar. Í Nígeríu hafi verð á matvælum hækkað töluvert á undanförnum mánuðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira