Alvarlegt ástand í Afríku: „Sökin er alfarið ríku landanna“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2021 21:44 Smituðum hjálpað við sjúkrahús í Suður-Afríku. AP/Nardus Engelbrecht Ástandið vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar versnar sífellt í Afríku en í síðustu viku fjölgaði dauðsföllum um 43 prósent í heimsálfunni. Heilbrigðiskerfi margra ríkja eru að þrotum komin en ekkert útlit er fyrir að lát verði þar á. Tilfellum hefur farið hratt fjölgandi í Afríku og þann 13. júlí fór heildarfjöldi þeirra sem hafa smitast, svo vitað sé, yfir sex milljónir. Í upphafi faraldursins óttuðust sérfræðingar að nýja kórónuveiran myndi leika heimsálfuna grátt. Heilbrigðiskerfi ríkustu Afríkuríkja hefðu ekki burði til að takast á við umfangsmikinn faraldur og skima fyrir veirunni. Það rættist þó ekki og vissu vísindamenn í raun ekki af hverju. Nú er Delta-afbrigðið að dreifast um Afríku eins og eldur í sinu. Sjá einnig: Dómsdagsspár vegna Afríku og Covid-19 rættust ekki Ríkari þjóðir heimsins hafa keypt upp gífurlega stóran hluta bóluefnabirgða og hafa Afríkuríki þurft að reiða sig á Covax-verkefni Sameinuðu þjóðanna. Lítið af bóluefnum hefur þó borist eftir að ríkisstjórn Indlands takmarkaði útflutning á bóluefnum vegna umfangsmikils faraldurs þar í landi. Forsvarsmenn Afríkubandalagsins hafa sett sér það markmið að bólusetja tuttugu prósent íbúa heimsálfunnar fyrir lok þessa árs. Það gæti þó reynst erfitt miðað við núverandi stöðu, samkvæmt frétt New York Times. Einungis eitt og hálft prósent Afríkubúa, sem eru um 1,3 milljarður, eru fullbólusettir. 2,97 prósent Afríkubúa hafa fengið minnst einn skammt, samanborið við 26 prósent í Asíu, 37,1 prósent í Suður-Ameríku, 44,8 prósent í Norður-Ameríku og 45,3 prósent í Evrópu. Á heimsvísu hafa 25,9 prósent manna fengið minnst einn skammt af bóluefni, samkvæmt upplýsingum frá Our World in Data. Dr. Matshidiso Moeti stýrir starfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Afríku. Hún sagði á blaðamannafundi í gær (fimmtudag) að staðan í Afríku væri alvarleg. "Africa s third wave continues its destructive pathway, pushing past yet another grim milestone as the continent s case count tops six million."Dr @MoetiTshidi warns that hospitals could be at a breaking point as #COVID19 cases and deaths increase across Africa. pic.twitter.com/glwOMIKMTU— WHO African Region (@WHOAFRO) July 16, 2021 Búist er við því að lyfjaframleiðendur muni framleiða um 10,9 milljarða bóluefnaskammta á þessu ári. Af þeim er þegar búið að selja 9,9 milljarða. Fari allt eftir jákvæðustu vonum forsvarsmanna Covax verða um 200 milljónum skammta dreift um Afríku fyrir lok október. Það myndi duga til að fullbólusetja um sjö prósent íbúa. Áætlað, samkvæmt New York Times, að fyrir lok ágúst muni ríkustu þjóðir heims sitja á 1,9 milljörðum skammta, umfram þá sem þarf til að fullbólusetja íbúa viðkomandi ríkja. „Sökin er alfarið ríku landanna,“ er haft eftir Dr. Githinji Gitahi, sem er í viðbragðsnefnd Afríkubandalagsins við Covid-19, í frétt NYT. WHO í Afríku segir sjúkrahús vera í basli með súrefnisbirgðir og gjörgæslurými. #COVID19 cases in #Africa have risen for eight straight weeks, topping 6 million on 13 July 2021. Over the past month, the continent recorded an additional 1 million cases. This is the shortest time it s taken so far to add 1 million cases. pic.twitter.com/o8OAR7O0Db— WHO African Region (@WHOAFRO) July 15, 2021 Þar sem engin eru bóluefninu þurfa yfirvöld í Afríku að reiða á annarskonar sóttvarnir eins og samkomutakmarkanir og lokanir. Reuters segir faraldurinn í Afríku hafa komið töluvert niður á bágstöddum hagkerfum álfunnar. Í Nígeríu hafi verð á matvælum hækkað töluvert á undanförnum mánuðum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira
Tilfellum hefur farið hratt fjölgandi í Afríku og þann 13. júlí fór heildarfjöldi þeirra sem hafa smitast, svo vitað sé, yfir sex milljónir. Í upphafi faraldursins óttuðust sérfræðingar að nýja kórónuveiran myndi leika heimsálfuna grátt. Heilbrigðiskerfi ríkustu Afríkuríkja hefðu ekki burði til að takast á við umfangsmikinn faraldur og skima fyrir veirunni. Það rættist þó ekki og vissu vísindamenn í raun ekki af hverju. Nú er Delta-afbrigðið að dreifast um Afríku eins og eldur í sinu. Sjá einnig: Dómsdagsspár vegna Afríku og Covid-19 rættust ekki Ríkari þjóðir heimsins hafa keypt upp gífurlega stóran hluta bóluefnabirgða og hafa Afríkuríki þurft að reiða sig á Covax-verkefni Sameinuðu þjóðanna. Lítið af bóluefnum hefur þó borist eftir að ríkisstjórn Indlands takmarkaði útflutning á bóluefnum vegna umfangsmikils faraldurs þar í landi. Forsvarsmenn Afríkubandalagsins hafa sett sér það markmið að bólusetja tuttugu prósent íbúa heimsálfunnar fyrir lok þessa árs. Það gæti þó reynst erfitt miðað við núverandi stöðu, samkvæmt frétt New York Times. Einungis eitt og hálft prósent Afríkubúa, sem eru um 1,3 milljarður, eru fullbólusettir. 2,97 prósent Afríkubúa hafa fengið minnst einn skammt, samanborið við 26 prósent í Asíu, 37,1 prósent í Suður-Ameríku, 44,8 prósent í Norður-Ameríku og 45,3 prósent í Evrópu. Á heimsvísu hafa 25,9 prósent manna fengið minnst einn skammt af bóluefni, samkvæmt upplýsingum frá Our World in Data. Dr. Matshidiso Moeti stýrir starfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Afríku. Hún sagði á blaðamannafundi í gær (fimmtudag) að staðan í Afríku væri alvarleg. "Africa s third wave continues its destructive pathway, pushing past yet another grim milestone as the continent s case count tops six million."Dr @MoetiTshidi warns that hospitals could be at a breaking point as #COVID19 cases and deaths increase across Africa. pic.twitter.com/glwOMIKMTU— WHO African Region (@WHOAFRO) July 16, 2021 Búist er við því að lyfjaframleiðendur muni framleiða um 10,9 milljarða bóluefnaskammta á þessu ári. Af þeim er þegar búið að selja 9,9 milljarða. Fari allt eftir jákvæðustu vonum forsvarsmanna Covax verða um 200 milljónum skammta dreift um Afríku fyrir lok október. Það myndi duga til að fullbólusetja um sjö prósent íbúa. Áætlað, samkvæmt New York Times, að fyrir lok ágúst muni ríkustu þjóðir heims sitja á 1,9 milljörðum skammta, umfram þá sem þarf til að fullbólusetja íbúa viðkomandi ríkja. „Sökin er alfarið ríku landanna,“ er haft eftir Dr. Githinji Gitahi, sem er í viðbragðsnefnd Afríkubandalagsins við Covid-19, í frétt NYT. WHO í Afríku segir sjúkrahús vera í basli með súrefnisbirgðir og gjörgæslurými. #COVID19 cases in #Africa have risen for eight straight weeks, topping 6 million on 13 July 2021. Over the past month, the continent recorded an additional 1 million cases. This is the shortest time it s taken so far to add 1 million cases. pic.twitter.com/o8OAR7O0Db— WHO African Region (@WHOAFRO) July 15, 2021 Þar sem engin eru bóluefninu þurfa yfirvöld í Afríku að reiða á annarskonar sóttvarnir eins og samkomutakmarkanir og lokanir. Reuters segir faraldurinn í Afríku hafa komið töluvert niður á bágstöddum hagkerfum álfunnar. Í Nígeríu hafi verð á matvælum hækkað töluvert á undanförnum mánuðum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira