Fleiri fréttir

Bjóst ekki við að komast lífs af

„Ég var ekki búinn að gefa upp vonina um að finnast, en ég var ekki viss um að myndi finnast á lífi,“ segir Scott Estill, ferðamaðurinn sem týndist á Reykjanesi síðustu helgi.

Gríðarleg sprenging í Kaspíahafi

Mikil sprenging varð í Kaspíahafi undan ströndum Aserbaídsjan í dag. Sprengingin varð í nokkra kílómetra fjarlægð frá olíuborpalli.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Gunnar Smára Egilsson, stofnanda Sósíalistaflokksins. Hann gefur kost á sér á lista flokksins fyrir komandi kosningar og segir það sæta tíðindum í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkur mælist með fulltrúa á þingi án þess að hafa kynnt framboðslista flokksins.

Hættu sér upp á brúnina við straumharðan Goðafoss

Þrír vaskir ferðamenn gerðu sér lítið fyrir í veðurblíðunni á Norðurlandi í dag og fóru á kajak að Goðafossi í Skjálfandafljóti. Slík sigling er augljóslega fyrir lengra komna, við einn vatnsmesta foss landsins.

Gunnar Smári býður sig fram: „Sósíalismi er í tísku“

Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokksins ætlar að gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann segir það sæta tíðindum í íslenskum stjórnmálum að stjórnmálaflokkur mælist með fulltrúa á þingi án þess að hafa kynnt framboðslista flokksins. Sósíalismi sé í tísku meðal ungs fólks.

Ætla ekki að endurvekja næturstrætó

Þrátt fyrir að skemmtanalífið sé komið í fyrra horf og gott betur, er ekki viðbúið að næturstrætó hefji aftur göngu sína í Reykjavík. Framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að endurupptaka þjónustunnar sé ekki í áætlunum.

Fæddi næstum því barn á bílastæði með annað barn í bílnum

Fyrir algera tilviljun leit kona á Selfossi inn í bíl á bílastæði í vikunni og kom þar auga á konu sem var augljóslega í nokkrum vandræðum. Hún áttaði sig ekki strax á því hvað amaði að en ákvað að kanna málið. Við nánari athugun kom í ljós að konan í bílnum var við það að fæða barn, með annað hjálparlaust tveggja ára barn í bílnum.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan tólf og verða í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi.

Konur sendar að fæða á Skagann vegna plássleysis

Mikið álag hefur verið á fæðingardeild Landspítalans síðustu vikur en gert er ráð fyrir metfjölda í fæðingum í sumar. Vegna plássleysis hafa konur verið beðnar um að fæða á Akranesi að sögn yfirlæknis.

Björgunar­að­gerðum hætt í bili og húsið verður rifið

Leit að þeim sem saknað er í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside á Flórída þann 24. júní hefur verið hætt tímabundið, þar sem rífa á það sem eftir stendur af húsinu. Enginn hefur fundist á lífi í rústunum frá því nokkrum klukkutímum eftir að byggingin hrundi.

Nætur­vaktin eins og stór­við­burður væri í bænum

Mikið hefur mætt á slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhring. Raunar var svo mikið að gera í nótt að það var sem stórviðburður hefði verið í bænum, eins og það er orðað í Facebook-færslu slökkviliðsins í morgun.

Segjast hafa stað­­fest alla send­endur

Aðgerðasinnahópurinn Öfgar, sem birt hefur nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi þjóðþekkts tónlistarmanns, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi vegna fréttar DV í gær. Hópurinn segist þá aldrei hafa nafngreint Ingólf Þórarinsson, sem nú hefur sagst ætla að leita réttar síns vegna frásagnanna.

Þokan á undan­haldi en gos­­móðan hangir á­fram yfir

Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun.

Ráðist á dyra­verði í mið­borginni

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að ráðist hefði verið á dyraverði í miðborg Reykjavíkur á fjórða tímanum í nótt.

Uppgjör rafborgarbílanna

Undanfarið hafa birst hér á Vísi umfjallanir um rafborgarbílana Renault Zoe og Volkswagen e-Up!. Þeir verða bornir saman hér með það markmið að gera upp á milli þeirra og ákveða hvor sé betri.

Dýr bólusett í Kaliforníu

Dýragarður í Kaliforníu hefur byrjað að bólusetja stór kattardýr, birni og frettur gegn Covid-19.

Martraðarnágrannar hafa valdið ónæði í mörg ár

Kaupandi íbúðar í þriggja hæða fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi hefði líklega aldrei keypt hana ef seljendur hefðu sagt henni alla söguna af nágrönnum hennar. Kaupandinn vill ekki koma fram undir nafni af ótta við nágranna sína. Þá hefur hún áhyggjur af börnum sem búa í húsinu.

Ekið á barn á Akureyri

Barn á rafmagnshlaupahjóli var ekið niður á Akureyri rétt fyrir klukkan sjö í kvöld.

Málaferli í Vatíkaninu vegna fjárdráttar

Giovanni Angelo Becciu kardináli er einn þeirra tíu sem ákærðir hafa verið vegna fjárdráttar. Málið á rætur sínar að rekja til fjárfestingar Vatíkansins í fasteignaverkefni í Lundúnum.

Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið

Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng.

„Skrítnasta nætur­vakt sem ég hef verið á“

Veðurfræðingur sem kláraði næturvakt á Veðurstofu Íslands í morgun lýsir vaktinni sem skrítnustu næturvakt sem hún hefur verið á. Gosmóða og vígahnöttur settu svip sinn á hina undarlegu vakt.

Páll segir skipun Kristjáns Þórs hafa skaðað Sjálfstæðisflokkinn

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Morgunblaðinu að það hafi verið sjálfskaparvíti að gera Kristján Þór Júlíusson að sjávarútvegsráðherra. Hægt hefði verið að komast hjá því að valda grunsemdum um hagsmunaárekstra með því að sleppa því.

Sigurður Ingi lofar nýju ráðuneyti

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vill að ráðuneyti sitt verði að „innviðaráðuneyti“ við myndun næstu ríkisstjórnar.

Einhverju hafi verið ábótavant við festingar

Verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna segir alveg skýrt að eitthvað hafi verið ábótavant við festingar eða frágang þegar hoppukastali tókst á loft á Akureyri í fyrradag. Það vanti skýrari reglur í kring um starfsleyfi slíkra tækja hér á landi.

Leitin að John Snorra og sam­ferða­mönnum mikil á­skorun

Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vann að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, segir það mikla áskorun að standa í leitarleiðangri upp á fjallið og framleiða heimildarmynd á sama tíma. Hann er nú á leið upp fjallið til að leita að John Snorra og samferðamönnum hans.

Loft­steinn mældist á jarð­skjálfta­mælum

Jarðskjálftamælingar Veðurstofu Íslands á Suðvesturlandi sýna mjög stuttan en afar greinilega púls milli klukkan 22:44 og 22:48 í gærkvöldi. Hann entist í innan við tvær sekúndur og líklegt er talið að loftsteinn hafi valdið honum.

Fegurð Víkur skín í gegnum öskuna

Anna Huld Óskarsdóttir, hótelstýra á Hótel Kötlu, segist vera farin að finna fyrir áhuga ferðamanna á staðnum eftir að Netflix-serían Katla kom út fyrr í mánuðinum.

Stefnir í fal­legan sumar­dag

Í dag stefnir í fallegan sumardag víða um land, bjart veður, hægan vind og hlýtt veður, einkum inn til landsins.

Einn af fimm í fangelsi vegna hrottalegrar frelsissviptingar

Fimm karlmenn á aldursbilinu 20 til 38 ára hafa fengið dóm meðal annars fyrir frelsissviptingu og líkamsárás á Akureyri í febrúar 2018. Fjórir af fimm fengu skilorðsbundna dóma en þyngsti dómurinn var 22 mánaða fangelsi.

Sjá næstu 50 fréttir