Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá megininntaki þess sem kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu nú síðdegis varðandi ráðstafanir á landamærunum. Við munum ræða við alla þá ráðherra sem að breytingunum koma og gera þeim skil með myndrænum hætti.

Segir sönnunargögnin í máli Chauvin yfirþyrmandi

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir sönnunargögnin í máli fyrrverandi lögregluþjónsins Derek Chauvin fyrir meint morð hans á George Floyd, vera „yfirþyrmandi“. Forsetinn ræddi við fjölskyldu Floyd í síma í dag.

Smituð í FÁ og grunur um smit á Selfossi

Þrjátíu nemendur og þrír kennarar í Fjölbrautarskólanum við Ármúla eru komnir í sóttkví. Nemandi við skólann hefur greinst með Covid-19 en viðkomandi á yngra systkin á leikskólanum Jörfa hvar hópsmit kom upp. Þetta staðfestir Magnús Ingvarsson skólameistari við fréttastofu.

Höfði stendur þeim Blinken og Lavrov til boða

„Þessar fréttir eru nýtilkomnar og eru mikið gleðiefni,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um staðfesta komu utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands hingað til lands í maí.

Á annað hundrað í Álftamýrarskóla í sóttkví

Um hundrað nemendur og sextán kennarar við Álftamýrarskóla eru farnir í sóttkví þar til þeir fá niðurstöðu úr skimun á föstudaginn. Um er að ræða nemendur og kennara í 8., 9. og 10. bekk skólans. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19.

Telja losun færast í fyrra horf strax á þessu ári

Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra gengur nær algerlega til baka á þessu ári ef marka má spá Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Útlit er fyrir mestu aukningu í losun á milli ára í meira en áratug.

Margir áfangar í geimskoti SpaceX og NASA

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu á fimmtudaginn skjóta fjórum geimförum af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Verður það í fyrsta sinn sem eldflaug og geimfar eru endurnýtt til að koma geimförum út í geim.

Bólu­setja í stórum stíl undir sin­fóníu­tónum

Stór bólusetningardagur verður í Laugardalshöll í dag þegar byrjað verður að bólusetja fólk á öllum aldri með undirliggjandi langvinna sjúkdóma. Dagurinn verður óvenjulegur að því leytinu til að Sinfoníuhljómsveit Íslands mun spila undir. 

Gætu þurft að herða tökin í skólunum

Sóttvarnalæknir segir að ef fram fer sem horfir þurfi að grípa til hertari aðgerða í samfélaginu og nefnir skólana sérstaklega. Tuttugu og einn greindist með kórónuveiruna í gær.

Svandís boðar blaðamannafund

Boðað hefur verið til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum klukkan 16:00 í Hörpu, samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Bein út­sending: Skilur fólk gervi­greind?

Yngvi Björnsson, prófessor við tölvunarfræðideild, flytur þriðjudagsfyrirlestur HR og Vísis um hvernig við gerum gervigreind kleift að læra af reynslu og mikilvægi þess að geta útskýrt þau rök sem liggja að baki ákvörðunum greindra tölvukerfa.

Sigurður Pétursson er látinn

Sigurður Pétursson, þrefaldur Íslandsmeistari í golfi, golfkennari og fararstjóri, er látinn sextugur að aldri. Sigurður lést í gærmorgun að því er segir í tilkynningu frá fjölskyldu hans á Facebook.

Forseti Tjad féll í átökum við uppreisnarmenn

Idriss Deby, forseti Tjad, er dáinn. Hann er sagður hafa dáið vegna sára sem hann hlaut þegar hann heimsótti víglínu hers Tjad og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins. Upplýsingar um dauða forsetans eru enn á reiki.

„Lokum allt þetta hyski inni“

Ásdís Halla Bragadóttir, rithöfundur með meiru, geldur varhug við frumvarpi Samfylkingarinnar um sóttvarnarhótel og segir það ekki aðeins afturhvarf til fortíðar heldur popúlískt að upplagi.

Xi vill sanngjarnari heimsstjórn

Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því málefnum heimsins yrðu stýrt á sanngjarnari máta og að ríki heimsins legðu ekki tálma á önnur. Hann kallaði eftir aukinni ráðfærslu milli ríkja á alþjóðasviðinu og sagði að aðskilnaður og útskúfun á heimsmarkaði væri ekki jákvæð.

62 prósent hefðu viljað skikka fólk á sóttvarnahótel

Um 34 prósent landsmanna eru sátt við nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum sem fela í sér að komufarþegar til Íslands sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.

Skipa starfshóp Íslendinga og Dana um skiptingu handritanna

Í menntamálaráðuneytinu er verið að ganga frá formsatriðum vegna skipunar starfshóps Íslendinga og Dana um skiptingu handrita en á miðvikudag verður hálf öld frá því að handrit Flateyjarbókar og Konungsbókar Eddukvæða voru afhent.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna staðfestir fyrirhugaða Íslandsheimsókn

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest komu sína til Íslands í maí hvar hann mun sækja fund aðildarríkja Norðurskautsráðsins. Þetta staðfesti Blinken í ræðu sem hann flutti í kvöld þar sem meginviðfangsefnið var um forystuhlutverk Bandaríkjanna í loftslagsmálum.

„Notið skynsemina“

Saksóknarinn Steve Schleicher biðlaði til kviðdómenda að treysta innsæinu og hlusta á sönnunargögnin áður en þeir tækju ákvörðun í máli gegn lögregluþjóninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í Minneapolis í fyrra. Flutningur lokaræðna fer nú fram og munu kviðdómendur í kjölfarið gera upp hug sinn.

Sjá næstu 50 fréttir