Fleiri fréttir

Býst við fleiri smituðum á landamærum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur dagsins yfir nýsmitaða af kórónuveirunni ánægjulegar. Staðan á faraldrinum í útlöndum sé hins vegar áhyggjuefni, sem muni skila sér í fleiri smituðum á landamærum.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem ræðir bólusetningar og möguleg tengsl við andlát sem orðið hafa á hjúkrunarheimilum.

Jarð­skjálfti við Gjögur­tá fannst í Fjallabygð

Jarðskjálfti að stærð 2,8 varð um fjórtán kílómetra vestur af Gjögurtá. Tilkynningar hafa borist frá Ólafsfirði og Siglufirði um að skjálftinn hafi fundist, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Treysta á mat Evrópsku lyfja­stofnunarinnar

Íslensk heilbrigðisyfirvöld árétta að þau treysti á mat Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMA) á öryggi, gæðum og virkni bóluefna gegn kórónuveirunni. Þá benda stjórnvöld á að með tímabundnu neyðarleyfi, líkt og Bretland veitti fyrir notkun bóluefnis AstraZeneca, séu ekki gerðar jafnríkar kröfur til bóluefnanna og EMA gerir með skilyrtu markaðsleyfi.

Manndrápsmál fellt niður vegna andláts ákærða

Manndrápsmál á hendur karlmanni um þrítugt sem ákærður var fyrir að myrða móður sína og stinga sambýlismann hennar í Hafnarfirði í apríl í fyrra verður formlega fellt niður í Héraðsdómi Reykjaness á næstunni. Ástæðan er sú að ákærði er látinn.

Besti súmó­glímu­kappi Japans greinist með Co­vid-19

Japanski súmóglímukappinn Hakuho, sem er efstur á styrkleikalista Súmóglímusambandsins þar í landi, hefur greinst með Covid-19. Meistarinn, sem á rætur að rekja til Mongólíu, fór í sýnatöku eftir að hafa misst lyktarskyn sitt.

Suður-kóreskt olíuflutningaskip í haldi Írana

Íranir hafa hertekið olíuflutningaskip frá Suður-Kóreu í grennd við Hormus sund og hafa nú tuttugu skipverja í haldi. Íran segir að skipið hafi gerst brotlegt við umhverfisreglur.

Kvörtunum til landlæknis fjölgar mikið

Kvörtunum til Landlæknis frá sjúklingum og aðstandendum vegna heilbrigðisþjónustu fjölgaði um nærri fjórðung í fyrra. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Þremur bifhjólum stolið í Vesturbænum

Laust fyrir klukkan hálfellefu í gærkvöldi barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að þremur bifhjólum hefði verið stolið í Vesturbæ Reykjavíkur, allt frá sama heimilinu.

Auka­kosningarnar skipta sköpum fyrir verðandi for­setann

Á morgun fara fram aukakosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings. Tveir sitjandi öldungadeildarþingmenn Georgíuríkis, báðir Repúblikanar, sækjast eftir endurkjöri. Niðurstöður kosninganna gætu litað fyrstu ár forsetatíðar Joes Biden mikið. Þær munu ráða því hvort Repúblikanar halda meirihluta sínum í deildinni eða ekki.

Tanya Roberts ranglega sögð látin

Fréttir af andláti bandarísku leikkonunnar og fyrirsætunnar Tönyu Roberts eru stórlega ýktar. Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greindi ranglega frá andláti hennar í gær og hafði eftir talsmanni hennar.

Fornar lögbækur sýna að fjárrekstur á hálendið hófst skömmu eftir landnám

Ákvæði um afrétti sem finna má í elstu lögbókum Íslendinga, bæði Grágás og Jónsbók, benda til að íbúar landsins hafi snemma farið að nýta hálendið til búfjárbeitar. Fornar heimildir styðja þannig það álit Kristins Guðnasonar, fjallkóngs Land- og Holtamanna, að menn hafi byrjað að reka fé á fjöll um landnám.

73 prósent íbúa á hjúkrunar­heimilum á geð­lyfjum

58,5% íbúa á íslenskum hjúkrunarheimilum voru með geðsjúkdómagreiningu árið 2018 og tóku 72,5% íbúa einhvers konar geðlyf að staðaldri. Neysla slíkra lyfja hefur aukist frá árinu 2012 og eru þunglyndislyf mest notuð.

Segir sérþekkingu lífeindafræðinga kastað fyrir róða

Lífeindafræðingar sem störfuðu hjá Krabbameinsfélagi Íslands við að greina leghálssýni hafa orðið fyrir miklu höggi og sérþekkingu þeirra kastað fyrir róða. Þetta segir framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins um þá ákvörðun að flytja sýnagreiningu úr landi.

Útgöngubann á Englandi

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í kvöld um útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í Englandi. Í ávarpi sem hann flutti í kvöld sagði hann útbreiðslu nýs afbrigðis veirunnar, sem herjað hefur á Bretlandseyjar og er talið 50 til 70 prósent meira smitandi en flest önnur afbrigði, vera áhyggjuefni.

Boris John­son kynnir hertar að­gerðir

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun klukkan átta kynna hertar aðgerðir vegna versnandi kórónuveirufaraldursins á Bretlandi. Búist er við að hann tilkynni um útgöngubann líkt og það sem var sett á í Skotlandi í dag.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þrjú andlát eftir bólusetningu við Covid-19 hafa verið tilkynnt til Lyfjastofnunar Íslands. Karlmaður á hjúkrunarheimili lést nokkrum dögum eftir bólusetningu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við yfirlækni á Grund sem segir mikilvægt að fylgjast vel með áhrifum bólusetninga á fólkið í viðkvæmasta hópnum.

Tilkynnt um þrjú dauðsföll í kjölfar bólusetningar

Þrír sjúklingar með undirliggjandi sjúkdóma létust hér á landi eftir að hafa verið bólusettir við kórónuveirunni í síðustu viku. Ekki er þó hægt að staðfesta að andlátin tengist bólusetningunni. Þetta kom fram í máli Rúnu Hauksdóttur forstjóra Lyfjastofnunar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Mest fjölgun í Reykjavík en hlutfallslega í Fljótsdalshreppi

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 2.133 á þrettán mánaða tímabilinu frá 1. desember 2019 til 1. janúar 2021. Það sveitarfélag sem kemur næst var Garðabær en þar fjölgaði íbúum um 768 á sama tímabili og íbúum Mosfellsbæjar fjölgaði um 519 íbúa.

Einn ríkasti maður Kína hefur ekki sést í tvo mánuði

Auðjöfurinn kínverski, Jack Ma, sem stofnaði meðal annars stórfyrirtækið Alibaba, hefur ekki sést opinberlega í rúma tvo mánuði. Fjarvera hans í afrískum sjónvarpsþáttum, sem hann stendur á bak við, og það að hann hafi ekki sést svo lengi á meðan fyrirtæki hans eru undir miklum þrýstingi hefur leitt til vangaveltna um hvar Ma sé staddur.

27 milljóna króna harmsaga sem endar vel

Píanóleikarinn Angela Hewitt hefur fundið ástina á ný; 27 milljóna króna Fazioli flygil, sem var sérsmíðaður eftir að ástin hennar eyðilagðist í flutningum í fyrra.

Tóku Trump upp ef hann segði ósatt frá, sem hann svo gerði

Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu, og starfsmenn hans ákváðu að taka upp umdeilt símtal þeirra við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmenn hans meðal annars vegna þess hve frjálslega forsetinn hefur farið með sannleikann.

Sæta ströngu útgöngubanni út janúar

Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands tilkynnti rétt í þessu að á miðnætti tæki gildi útgöngubann í landinu öllu út janúarmánuð. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Sjá næstu 50 fréttir