Fleiri fréttir

Lyfjastofnun klár um leið og leyfi Moderna liggur fyrir

Búist er við því að bóluefni Moderna fái markaðsleyfi hér á landi á morgun og forstjóri Lyfjastofnunar gerir ráð fyrir að dreifing hefjist fljótlega. Íslendingar hafa samið um að fá skammta frá Moderna fyrir 64 þúsund manns.

Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“

„Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudags­messum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“

Íbúum Suður-Kóreu fækkar í fyrsta sinn

Íbúum Suður-Kóreu fækkaði í fyrra þar sem fleiri dóu en fæddust. Er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í landinu í manna minnum og yfirvöld segja bæi í fátækari héruðum Suður-Kóreu standa frammi fyrir útrýmingu.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar tökum við stöðuna á kórónuveirufaraldrinum en í morgun var fyrsti upplýsingafundur nýs árs. Við heyrum einnig í forstjóra Lyfjastofnunar en að öllum líkindum fær bóluefni Moderna markaðsleyfi hér á landi á morgun.

Assange ekki framseldur til Bandaríkjanna

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Þessi úrskurður bresks dómara var opinberaður fyrir skömmu. Assange, sem er 49 ára gamall, á allt að 175 ára fangelsi yfir höfði sér í Bandaríkjunum.

Tíu greindust innanlands í gær

Alls greindust tíu með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra voru í sóttkví. Þá greindust þrettán manns á landamærunum. Þrír þeirra reyndust með virkt smit, hjá hinum er beðið niðurstöðu mótefnamælingar.

Bond-stúlkan Tanya Roberts er látin

Uppfært: Samkvæmt nýrri frétt á vef TMZ var Roberts ranglega sögð látin.Bandaríska leikkonan og fyrirsætan Tanya Roberts lést í gær, 65 ára aldri. Frá þessu er greint á vef TMZ.

Landlægt útgöngubann kemur til greina í Englandi

Enn þarf að herða sóttvarnaraðgerðir í Englandi til að hægja á og stöðva dreifingu nýs afbrigðis nýju kórónuveirunnar þar í landi. Þetta sagði Matt Hancock, heilbrigðisráðherra landsins, í morgun en í gær voru tilkynnt tæplega 55 þúsund ný tilfelli og hafa rúmlega 75 þúsund manns dáið vegna faraldursins.

Einn greinst með breska afbrigðið innanlands

Alls hafa sautján einstaklingar greinst með hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Þar af er einn sem greindist innanlands með afbrigðið en sú manneskja var nátengd annarri sem hafði greinst á landamærunum.

Dreymir um öflugt hermikappaksturs samfélag

Vöxtur raf-íþrótta hefur verið sérstaklega mikill í kórónaveirufaladrinum. Hermikappakstur er þar engin undantekning. Hinrik Hoe Haraldsson, eigandi og framkvæmdastjóri GT Akademíunnar hefur gríðarlegan metnað fyrir því að byggja upp hermikappaksturs samfélagi.

Á­kveðinn út­synningur ræður ríkjum í veðrinu

Ákveðinn útsynningur mun ráða ríkjum í veðrinu í dag og mun ganga á með dálitlum skúrum eða éljum á vestandverðu landinu. Eystra helst þó að mestu leyti bjart að því er segir í hugleiðingum á vef Veðurstofu Íslands.

Hlé gert á leitinni í Ask

Leitað var í alla nótt í rústum húsanna sem eyðilögðust í skriðuföllunum í norska bænum Ask á dögunum. Sjö hafa fundist látin eftir hamfarirnar og að minnsta kosti þriggja er enn saknað.

Ekki lengur rafmagnslaust á Vesturlandi

Viðgerð vegna bilunar á Hrútatungulínu 1 við tengivirkið á Vatnshömrum lauk um hálf tvö í nótt og rafmagn var komið á allt kerfið skömmu síðar.

Til skoðunar að helminga bólu­efna­skammta

Bandarísk stjórnvöld eru nú með það til skoðunar að gefa hópi fólks hálfan skammt bóluefnis Moderna við Covid-19, með það að markmiði að hraða bólusetningarferlinu vestanhafs.

Breska afbrigðið komið til Grikklands

Fjórir einstaklingar hafa greinst með hið svokallaða „breska afbrigði“ kórónuveirunnar í Grikklandi. Um er að ræða afbrigði sem talið er meira smitandi en flest önnur afbrigði veirunnar, og var uppgötvað í Bretlandi.

Trump þrýsti á flokks­bróður og hótaði til að hag­ræða úr­slitunum

Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti flokksbróður sinn í Repúblikanaflokknum og innanríkisráðherra Georgíuríkis, Brad Raffensperger, til þess að „finna“ nógu mörg atkvæði í ríkinu til þess að snúa stöðunni í forsetakosningunum sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember.

Fyrsti kvenkyns járningamaðurinn á Íslandi

Fyrsti kvenkyns járningamaðurinn á Íslandi hefur meira en nóg að gera en hún járnar að jafnaði átta hesta á dag. Konan, sem er frá Svíþjóð segist vera heilluð af íslenska hestinum.

„Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“

„Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag.

Sjöunda manneskjan fundin látin í Ask

Björgunarfólk í norska bænum Ask hefur nú fundið sjöundu manneskjuna látna á hamfarasvæðinu sem gríðarstórar skriður ollu á aðfaranótt miðvikudags. Þriggja er enn saknað.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Rögnvald Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, um þann mikla fjölda kórónuveirusmita sem greindust á landamærunum í gær.

Norð­menn herða reglur: Mest fimm megi koma saman og sala á­fengis bönnuð

Norsk stjórnvöld hafa boðað til blaðamannafundar nú í kvöld þar sem hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði kynntar. Norska blaðið VG greinir frá því að samkvæmt nýjum reglum muni að hámarki fimm koma saman í einkasamkvæmum auk þess sem reglur um sölu áfengis verði hertar.

Ís­land í fimmta sæti yfir ríki þar sem flestir hafa verið bólu­settir

Ísland er sem stendur í fimmta sæti yfir þau ríki heims sem hafa bólusett flesta íbúa samkvæmt tölfræði sem Our World in Data, samstarfsverkefni á vegum Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, hefur tekið saman. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörunum segir að allt sé tilbúið fyrir aðra umferð bólusetningar hér á landi sem verður um eða upp úr miðjum þessum mánuði.

Of margir í messu í Landakotskirkju í dag

Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá.

Vöknuðu við mikinn hvell og glerbrot um öll gólf

Haukur Már Haraldsson, íbúi í Víkurhverfi í Grafarvogi og eiginkona hans, vöknuðu upp af værum svefni í nótt við mikinn hvell. Einhver hafði kastað grjóthnullungi í gegn um rúðuna í stofuglugganum á íbúð þeirra sem er á annarri hæð.

Fyrsti sjúk­lingurinn sem lagður er inn á sjúkra­hús vegna Co­vid-19

Í fyrsta sinn frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur nú þurft að leggja Covid-smitaðan einstakling inn á sjúkrahús á Grænlandi. Landlæknir Grænlands segir ástand sjúklingsins ekki vera alvarlegt, heldur sé um að ræða varúðarráðstöfun vegna undirliggjandi sjúkdóms viðkomandi.

Sjötti sem finnst látinn í Ask

Björgunarlið í Ask í Noregi hafa nú fundið sex látna á hamfarasvæðinu í norska bænum Ask eftir að leirskriður féllu í bænum á miðvikudaginn. Fjögurra er enn saknað.

Larry King á sjúkra­húsi vegna Co­vid-19

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Larry King, hefur greinst með kórónuveiruna og hefur verið lagður in á sjúkrahús í Los Angeles. Bandarískir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum að hinn 87 ára King hafi verið lagður inn á Cedars-Sinai Medical Centre vegna einkenna Covid-19 fyrir rúmri viku.

65 prósent Ís­lendinga segja öruggt að þeir muni þiggja bólu­setningu

Hátt í 92 prósent Íslendinga segja líklegt að þeir muni þiggja bólusetningu gegn covid-19. Ríflega 5 prósent segja það ólíklegt og um 3 prósent segja það hvorkilíklegt né ólíklegt. Þetta eru niðurstöður nýs þjóðarpúls Gallup. Af þeim sem sögðu ekki líklegt að þeir myndu þiggja bólusetningu sögðu flestir ástæðuna vera að þeir vildu bíða eftir að komin væri meiri reynsla á bólusetninguna og mögulegar aukaverkanir.

Sjá næstu 50 fréttir