Fleiri fréttir

Styttist í opnun Dýrafjarðarganga

Endaspretturinn er hafinn í lokafrágangi Dýrafjarðarganga og standa vonir til að unnt verði að opna jarðgöngin um miðjan október. Þau leysa Hrafnseyrarheiði af hólmi og stytta vesturleiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur um 27 kílómetra.

Aðalsteinn endurvekur vöffluhefðina

Vöffluilmur var í Karphúsinu í dag í fyrsta skipti í langan tíma. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari stóð vaktina og bakaði vöfflur í tilefni þess að samninganefndir Landssambands lögreglumanna og ríkissins skrifuðu undir kjarasamninga eftir langar viðræður.

Vill klára viðræður áður en samningar renna út

Vonir standa til þess að fækka megi fundum í kjaraviðræðum, stytta þær og gera skilvirkari með skýrslum kjaratölfræðinefndar. Í þeim má finna heildstæða samantekt á gildandi kjarasamningum, síðustu launabreytingum og hvaða áhrif þær hafa haft á mismunandi hópa. Atriði sem jafnan hafa verið deilumál áður en eiginlegar viðræður hefjast.

Telur líkur á að næsta bylgja verði verri

Kári Stefánsson telur möguleika á hertum aðgerðum. Það sé þó ekki hans að ákveða. Hann segir þriðja afbrigði veirunnar hafa greinst fyrir skemmstu en það hafi náðst að kveða það niður. Hann telur líkur á að ný bylgja veirunnar verði mögulega verri en sú sem glímt var við um verslunarmannahelgina.

Tveir nemendur við HR smitaðir

Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík eru smitaðir af Covid-19. Þetta kemur fram í tölvupósti viðbragðsteymis skólans vegna Covid-19 til nemenda.

Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu

Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu.

Allir með „grænu veiruna“

Sóttvarnalæknir segir þá þrettán sem greindust innanlands í gær vera með sama afbrigði veirunnar og hefur valdið usla hér á landi síðan í sumar.

Dyflinnarreglugerðin verður afnumin

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að Dyflinnarreglugerðinni umdeildu verði skipt út fyrir nýtt evrópskt kerfi fyrir flóttamenn og hælisleitendur sem leita til Evrópu.

Dóra segir vegið að málfrelsi sínu og krefst svara

Upp úr sauð á borgarstjórnarfundi í gær þegar rætt var um tillögu Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu á Keldnalandi og Örfirisey. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, ræddi um eignarhlut Eyþórs í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og setti fram kenningu um Eyþór og uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi og tengsl við Samherja.

Telja hluthafa í Icelandair geta fengið 17 til 50 prósenta ávöxtun

Á kynningarfundi Icelandair fyrir hlutafjárútboð félagsins sem hófst í morgun og líkur síðdefis á morgun kom fram að hluthafar gætu búist við sautján til fimmtíu prósenta ávöxtun að jafnaði á ári fram til ársins 2024. Áhugi lífeyrissjóðanna ræður miklu um hvernig til tekst í útboðinu.

Vilja íbúakosningu fyrir endanlega afgreiðslu

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að auglýsa aðalskipulagsbreytingu fyrir hluta Oddeyrar þar sem hugmyndir eru uppi um að byggja 100-150 íbúðir. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vilja halda íbúakosningu um málið áður en það verður endanlega afgreitt, síðar meir í skipulagsferlinu.

Alþjóðadagur til verndar ósonlaginu

Í dag er aþjóðadagur til verndar ósonlaginu til þess að vekja athygli á þeirri ógn sem felst í þynningu ósonlagsins. Ósonlagið hindrar að megnið af skaðlegum útfjólubláum geislum sólar (UV-B) nái til jarðar.

Kommúnistaflokkurinn þjarmar að einkafyrirtækjum

Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína hafa að undanförnu verið að þjarma að einkafyrirtækjum landsins og krafist hollustu frá þeim. Flokkurinn hefur reynt að herða tökin á fyrirtækjum með því að eignast hluta í þeim eða koma útsendurum fyrir í æðstu stöðum þeirra.

Sally byrjar að valda usla með flóðum

Fellibylurinn Sally hefur safnað krafti og skilgreinist nú sem annars stigs fellibylur. Hann ógnar nú Flórída og Alabama með miklum sjávarflóðum, rigningu og roki.

Flugvélin til Amsterdam farin í loftið

Magnús Norðdahl lögmaður Kehdr-fjölskyldunnar segir að til hafi staðið að sækja fjölskylduna á Ásbrú klukkan hálf sex í morgun og að hún færi með flugi Icelandair til Amsterdam.

Nálægðartakmörk hafi minna að segja ef loftgæðin eru lítil

Nálægðartakmörk ein og sér virðast duga skammt þegar kemur að því að verjast kórónuveirunni innandyra ef loftgæði eru slæm. Þetta er niðurstaða rannsóknar íslensks prófessors á þremur hópsýkingum í Asíu. Samkvæmt rannsókninni getur léleg loftræsting aukið þéttleika lítilla dropa sem bera veiruna.

Sagði að Covid myndi hverfa vegna „hjarðeðlis“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, svaraði spurningum á sjónvörpuðum borgarafundi í gærkvöldi þar sem hann sagðist meðal annars ekki hafa gert lítið úr heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar.

Fjórir réðust á mann sem einnig er sakaður um líkamsárás

Fjórir menn réðust á einn í Kópavogi um klukkan sex í gær. Mennirnir veittu honum áverka og unnu skemmdir á bíl hans. Sá sem fyrir árásinni varð fór á Bráðadeild til aðhlynningar en samkvæmt dagbók lögreglu er sá gerandi í líkamsárásarmáli sem var skráð 40 mínútum áður.

Sjá næstu 50 fréttir