Fleiri fréttir

Fyrsti 100% hreini rafbíllinn frá Mazda

Mazda MX-30, fyrsti 100% hreini rafbíll Mazda, er nú á leiðinni til Íslands og mun Brimborg bjóða hann með ríkulegum staðalbúnaði, víðtækri ábyrgð og innbyggðri varmadælu á verði frá 3.980.000 kr.

Hvatti kjósendur sína til að fremja kosningasvik

Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni.

Tveir smitaðir á Ísafirði, tólf í sóttkví

Tólf manns hafa verið settir í sóttkví eftir að tvö ný kórónuveirusmit greindust á Ísafirði í dag. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða segir að unnið sé að smitrakningu með sýnatökum og mótefnamælingum.

Segja ríkjum að búa sig undir bóluefni rétt fyrir kosningar

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) hefur sagt heilbrigðisyfirvöldum í öllum ríkjum og stærstu borgum landsins að búa sig undir að dreifa bóluefni gegn Covid-19 til tiltekinna hópa strax í lok október eða byrjun nóvember, rétt fyrir kosningar.

Botnfrosinn tónlistargeiri og hætta á kali verði ekkert gert

Tónlistarfólk og samtök þeirra hafa þungar áhyggjur af greininni en margir hafa verið án tekna mánuðum saman og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Stjórnarformaður Stefs segir fólk orðið örvæntingarfullt. Kallað er eftir ríkisstuðningi.

Harma að gerðardómur hafi ekki leiðrétt launin

Rúmlega milljarður króna sem gerðardómur ákvað að ríkið skuli fá heilbrigðisstofnunum til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga dugar ekki til að leiðrétta launin til samræmis við viðmiðunarstéttir að mati stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Berlusconi með kórónuveiruna

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er í einangrun á heimili sínu nærri Mílanó eftir að hann greindist með nýtt afbrigði kórónuveiru.

Skýrsla um dánaraðstoð lögð fram á Alþingi

Í skýrslunni er m.a. fjallað um þróun lagaramma í löndum þar sem dánaraðstoð er leyfð, um tíðni, ástæður og skilyrði dánaraðstoðar í þeim löndum og hver reynslan hefur verið.

Rússar krefjast nákvæmra upplýsinga um rannsóknir á Navalny

Rússnesk yfirvöld hafa farið fram á það við yfirvöld í Þýskalandi að þau veiti þeim ítarlegar upplýsingar um þær læknisfræðirannsóknir sem framkvæmdar voru á rússneska stjórnarandstöðuþingmanninum Alexei Navalny í Þýskalandi.

Hafna hugmyndum um að fresta launahækkunum

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafa verið fram af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið.

Viðvaranirnar orðnar appelsínugular

Spáð er vaxandi norðanátt á morgun með rigningu á N- og A-verðu landinu og slyddu eða snjókomu til fjalla um kvöldið. Færð getur því spillst á fjallvegum annað kvöld. Gul viðvörun sem var í gildi fyrir Norðurland eystra og Austurland að Glettingi er orðin appelsínugul.

Miðborgin yfirleitt „komin í dúnalogn“ um miðnætti

Þrátt fyrir að fjölmenn hópslagsmál í miðborginni hafi verið hávær í umræðunni undanfarna daga er miðborgin alla jafna „komin í dúnalogn“ um miðnætti um helgar að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fimm greindust innan­lands

Alls greindust fimm með virkt kórónuveirusmit innanlands síðasta sólarhringinn, annan daginn í röð.

Friðarviðræður gætu hafist á næstu dögum

Ríkisstjórn Afganistan vinnur nú að því að ljúka fangaskiptum, sem eru skilyrði friðarviðræðna, við Talibana. Nærri því 200 af síðustu 400 föngunum hefur verið sleppt. Í

Búist við að Suga til­kynni um for­manns­fram­boð

Fastlega er búist við að Yoshihide Suga, einn nánasti samstarfsmaður fráfarandi japanska forsætisráðherrans Shinzo Abe, muni í dag tilkynna um formannsframboð í Frjálslynda flokknum þar í landi. Hafi hann sigur verður hann eftirmaður Abe.

Alræmdur „félagi Duch“ látinn

„Félagi Duch“, einn af æðstu yfirmönnum rauðu Kmeranna sem héldu Kambódíu í heljargreipum um árabil á áttunda áratug síðustu aldar, er látinn. Hann varð 77 ára.

Nýskráningum fólksbíla fækkar um 58% á milli mánaða

Samtals voru nýskráðar 677 fólksbifreiðar í ágúst, þær voru næstum því 1000 fleiri í júlí eða 1606. Apríl og maí eru einu mánuðirnir þar sem færri nýskráningar fólksbifreiða hafa verið, það sem af er ári. Þær voru 451 í apríl og 606 í maí.

Hrækt að ráð­herra og ráðist að kyn­hneigð hans

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýsklands, fékk yfir sig háðsglósur og fúkyrðaflaum síðastliðinn laugardag þar sem hann reyndi að tala við mótmælendur í Norðurrín-Vestfalíu, einu sambandslandi Þýskalands.

Sjá næstu 50 fréttir