Fleiri fréttir

Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum

Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur.

Ölvaður og virti ekki mörk einangrunar

Maður sem átti að vera í einangrun á heimili sínu vegna Covid-19 var vistaður í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að aðrir íbúar sögðust úrræðalausir yfir því að hann væri ölvaður og ætti erfitt með að virða mörk einangrunarinnar.

Búast við því að fleiri séu smitaðir

Snæfellsbær biðlar til íbúa að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis og huga að smitvörnum eftir að einstaklingur í bænum greindist með kórónuveirusmit.

Var með Co­vid en fékk ekki að fara í sýna­töku

Alexandra Ýr Van Erven skrifar á Twitter að í ljós hafi komið eftir að hún fór í mótefnamælingu hjá Íslenskri erfðagreiningu sem hún fór í vikunni að hún hafi smitast af kórónuveirunni í mars.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá því nýjasta í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn sem blossað hefur upp á ný í samfélaginu og hvernig tókst til á fyrsta degi nýrra takmarkana á daglegu lífi fólks í landinu.

Pólsk yfir­völd sögð undir­búa rit­skoðun fjöl­miðla

Pólska ríkisstjórnin undirbýr nú aðgerðir til að ritskoða fjölmiðla í einkaeigu undir því yfirskini að það eigi að færa fyrirtækin í frekari eigu Pólverja og að koma í veg fyrir að hvert fjölmiðlafyrirtæki geti rekið marga miðla.

Leikstjórinn Alan Parker látinn

Alan Parker, breski leikstjórinn sem er hvað þekktastur fyrir myndir eins og „Midnight Express“, „Bugsy Malone“ og „Evitu“ er látinn, 76 ára að aldri. Kvikmyndir hans unnu til tíu Óskarsverðlauna og nítján BAFTA-verðlauna.

Bjartsýnn varðandi þróun bóluefnis

Anthony Fauci, yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, segist mátulega bjartsýnn á að bóluefni við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, muni líta dagsins ljós á þessu ári.

Rússar krefjast þess að meintum málaliðum verði sleppt

Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði.

Grímuskylda í Strætó dregin til baka

Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld.

Tölvu­póst­sam­skipti Maxwell og Ep­stein birt

Tölvupóstar sem bandaríski barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og breska athafnakonan og samverkakona hans, Ghislaine Maxwell sendu sín á milli hafa verið birtir ásamt fjölda annarra gagna.

Fresta opnun landamæra og framlengja takmarkanir

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt að hægt verði á enduropnun breskra landamæra og ferðatakmarkanir og smitvarnir verði framlengdar þar til í ágúst.

Fresta kosningum í Hong Kong

Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, hefur ákveðið að fresta þingkosningum þar. Vísaði hún til aukinnar útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem ástæðu og sagðist hún njóta stuðnings Kommúnistaflokks Kína.

Engin hættulaus leið til að opna landamæri

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, segir ómögulegt að opna landamæri ríkja án áhættu á meðan heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar stendur yfir. Þrátt fyrir það sé ekki hægt að hafa landamæri lokuð til lengdar.

Þríeykið snýr aftur á upplýsingafundi í dag

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar vegna faraldurs kórónuveiru klukkan 14 í húsakynnum landlæknisembættisins við Katrínartún.

Árleg kertafleyting við Tjörnina færist á netið

Ekki verður af árlegri kertafleytingu við Reykjavíkurtjörn til þess að minnast fórnarlamba kjarnorkuárása Bandaríkjanna á Japan vegna hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Þess í stað ætla aðstandendur viðburðarins taka upp fámennari atburð og streyma á netinu.

Sjá næstu 50 fréttir