Fleiri fréttir

Chauvin ákærður fyrir skattsvik

Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaðurinn sem olli dauða George Floyd þegar hann kraup á hálsi hans í hátt í níu mínútur, hefur verið ákærður fyrir skattaundanskot.

Kaupmáttur launa aldrei hærri

Kaupmáttur launa hefur aldrei verið hærri en kemur líklega til með að dragast saman á næstunni að mati hagfræðings. Stjórnendur fyrirtækja gætu séð hag í því að segja upp kjarasamningum þar sem margar forsendur séu brostnar. Vinnuveitendur hafi þó sýnt að þeir vilji halda friðinn á vinnumarkaði.

Ráðherra vill að stóriðjan birti samninga við Landsvirkjun

Iðnaðarráðherra segir mikilvægt að allir raforkusamningar stóriðju á Íslandi verði opinberaðir. Eftir mikinn taprekstur álversins í Straumsvík undanfarin ár sakar fyrirtækið Landsvirkjun um að mismuna stóriðjufyrirtækjum landsins. Það hótar að hætta starfsemi sinni lækki Landsvirkjun ekki verð á orku.

Ísland taki þátt í bóluefnisverkefni

Íslensk stjórnvöld eru áhugasöm um að taka þátt í alþjóðlegu verkefni Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um bóluefni við kórónuveirunni.

Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja

Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins.

Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland

Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni.

Aukið úrval tengiltvinnbíla frá Mercedes-Benz

Mercedes-Benz er í mikilli sókn í framleiðslu Plug-in Hybrid bíla. Úrval Mercedes-Benz tengiltvinnbíla hefur aldrei verið meira en nú. Þýski lúxusbílaframleiðandinn býður nú upp á alls 20 gerðir tengiltvinnbíla og sem eru búnir rafmagnsmótor og bensínvél.

Kim tjáir sig um andleg veikindi Kanye

Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig opinberlega um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West.

Þrettán nunnur úr sama klaustri létust vegna Covid-19

Faraldur kórónuveirunnar hefur haft mikil áhrif á heimsbyggðina en óvíða jafn mikil og í klaustri einu í Livonia, skammt utan við bandarísku borgina Detroit. Þrettán nunnur úr klaustrinu létu lífið af völdum veirunnar.

Fram­leiðandi Hjarta­steins getur ekki orða bundist eftir gagn­rýni föður

Kvikmyndaframleiðandinn Anton Máni Svansson segist ekki geta orða bundist lengur vegna máls sem hefur fengið nokkra umfjöllun í fjölmiðlum, þar á meðal hér á Vísi. Málið snýr að harðri gagnrýni föðurs á Anton Mána og leikstjórann Guðmund Arnar vegna framkomu við son mannsins sem vonaðist eftir því að leika aðalhlutverk í nýrri kvikmynd Antons og Guðmundar.

Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út

Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair.

Sjá næstu 50 fréttir