Bílar

Aukið úrval tengiltvinnbíla frá Mercedes-Benz

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Mercedes-Benz GLE
Mercedes-Benz GLE

Mercedes-Benz er í mikilli sókn í framleiðslu Plug-in Hybrid bíla. Úrval Mercedes-Benz tengiltvinnbíla hefur aldrei verið meira en nú. Þýski lúxusbílaframleiðandinn býður nú upp á alls 20 gerðir tengiltvinnbíla og sem eru búnir rafmagnsmótor og bensínvél.

Mercedes-Benz býður nú tengiltvinnbíla í öllum stærðarflokkum allt frá borgarbílnum A-Class til stóra lúxusbílsins S-Class, og frá netta sporjeppanum GLA til stóra GLE jeppans. Með breiðari línu tengiltvinnbíla er Mercedes-Benz að teygja sig til stærri hóps viðskiptavina og þeirra þarfa segir í fréttatilkynningu frá Öskju.

Tengiltvinnbílarnir hafa drægni frá 50 km til 100 km á rafmagninu eingöngu með EQ Power tækninni sem Mercedes-Benz hefur hannað. Plug-in Hybrid tæknin sameinar akstursgetu og hagkvæmni rafmótors og drægi brunahreyfils svo úr verða afar góð heildarafköst. Mercedes-Benz býður einnig upp á sportjeppann EQC sem er 100% hreinn rafbíll. EQC hefur slegið í gegn síðan hann kom á markað snemma á síðasta ári og verið mjög vinsæll hér á landi sem og um heim allan.

Mercedes-Benz leggur mjög mikla áherslu á rafbíla og stofnaði nýtt vörumerki innan fyrirtækisins árið 2016 sem ber heitið EQ og vísar í gildi vörumerkisins „Emotion and Intelligence“. EQ mun standa fyrir framleiðslu rafbíla Mercedes-Benz. Það eru miklar tækniframfarir framundan með tilkomu EQ sem þýðir í raun meira en að þróa og framleiða rafbíla heldur er einnig verið að endurhugsa bíla og samskipti bíla við notendur sína.

Mercedes-Benz ætlar sér að vera komið með allt að tíu útgáfur rafbíla árið 2022 og vonast til að þeir muni standa undir 15-25% sölutekna árið 2025.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×