Fleiri fréttir

Prjóna fyrir móðurlaus dýr

Hópur fólks ætlar að bregðast við ákalli dýraverndunarsamtaka í Ástralíu og hittast á Kex Hosteli í Reykjavík í kvöld og prjóna poka fyrir dýr sem eru móðurlaus eftir gróðureldana í Ástralíu.

Á hæsta viðbúnaðarstigi vegna óveðursins

Á þriðja þúsund heimila og fyrirtækja urðu rafmagnslaus í óveðrinu sem gekk yfir í nótt og í morgun. RARIK starfar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna viðvarana sem eru í gildi fyrir morgundaginn.

Telur Írani draga sig í hlé og boðar auknar þvinganir

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að svo virðist sem Íranir hafi dregið sig í hlé eftir eldflaugaárásir liðinnar nætur. Hann hefur þá einnig lýst því yfir að viðskiptaþvingunum verði beitt í auknum mæli gegn Íran.

Áfram raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs

Vegna áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur Icelandair tekið þá ákvörðun að flýta níu brottförum frá Keflavík sem áætlaðar voru í fyrramálið, fimmtudaginn, 9. janúar.

Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök

Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter.

Ólína segir börnin hafa óttast um líf sitt þessa skelfingarnótt

Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona og fræðimaður, var á meðal björgunarsveitarfólks sem sinnti þeim 39 sem komust í háska undir Langjökli í gær og nótt. Sárast finni hún til með börnunum sem sannarlega hafi óttast um líf sitt enda rík ástæða til.

Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana

Morðið á Abu Mahdi al-Muhandis, leiðtoga vopnaðrar sveitar sjíamúslima í Írak, hefur valdið mikilli reiði. Hann féll í drónaárás Bandaríkjahers á föstudag ásamt yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins.

Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland

Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað.

Rob hafði ekki hugmynd um slæma veðurspá á leiðinni á Langjökul

Breskur ferðamaður sem var á meðal þeirra 39 sem bjargað var af Langjökli seint í nótt eftir vélsleðaferð í vondu veðri með Mountaineers of Iceland er fullur af þakklæti til þeirra sem komu að björgunaraðgerðum. Hann segir enga hugmynd hafa haft af slæmri veðurspá þegar lagt var á jökulinn.

Krefjast þess að fyrirtæki tryggi öryggi ferðamanna

Ástæða er til að lögrega rannsaki aðdraganda þess að farið var með hóp ferðamanna á Langjökul þrátt fyrir að veðurviðvaranir hafi verið í gildi, að sögn lögreglufulltrúa hjá almannavörnum. Samtök ferðaþjónustunnar krefjast þess að fyrirtæki tryggi ávallt öryggi viðskiptavina.

Skutluðu ferðamönnunum á Malarhöfða

Hluti af ferðamannahópnum, sem lenti í ógöngum í vélsleðaferð á Langjökli í gærkvöldi, komu í húsnæði Hjálparsveitar skáta á Malarhöfða í Reykjavík nú á tólfta tímanum.

Valdefling kvenna – frasi eða framfarir?

Hjálparstarf kirkjunnar fagnar fimmtíu ára starfsafmæli á þessu ári en formleg ákvörðun um hjálparstofnun á vegum íslensku þjóðkirkjunnar var tekin á fundi kirkjuráðs 9. janúar 1970. Málþing um hjálparstarf í tilefni afmælisins verður haldið á morgun.

Vaktstjórar segja neyðarástand ríkja á bráðamóttökunni

Vaktstjórar hjúkrunar á vráðamóttöku Landspítalanum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að neyðarástand ríki á bráðamóttökunni. Vaktstjórarnir sjá sig knúin til þess að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af ástandi deildarinnari.

Sjá næstu 50 fréttir