Aðeins Ford óvinsælli en Trump við upphaf kosningaárs Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2020 16:02 Litlar sveiflur hafa verið á vinsældum Trump forseta lengst af forsetatíðar hans. Vísir/EPA Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta við upphaf kosningaárs eru þær minnstu sem nokkur sitjandi forseti hefur haft á þessum tímapunkti að Gerald Ford undanskildum. Ekki þarf þó mikið að breytast til að líkur Trump á endurkjöri batni. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember þar sem Trump forseti sækist eftir endurkjöri. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um voru 42,6% Bandaríkjamanna ánægð með störf forsetans á nýársdag en 52,9% voru óánægð með hann. Aðeins Ford var óvinsælli þegar hann sóttist eftir kjöri í upphafi árs 1976 (Ford tók við embætti forseta þegar Richard Nixon sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins tveimur árum áður). Hann naut þá stuðnings 39,3% landsmanna. Þrátt fyrir að vinsældir Ford hefðu þokast upp í 43,6% á kjördag tapaði hann fyrir Jimmy Carter í forsetakosningum þess árs. Nathaniel Rakich, greinandi Five Thirty Eight, bendir á að forsetar sem nutu stuðnings 43,6% eða færri á kjördag hafi allir tapað í kosningum frá tíð Dwights D. Eisenhower. Allir sem voru með meira en 48,4% stuðning hafi hins vegar unnið. Vinsældir forseta hafa tekið nokkrum breytingum frá 1. janúar á kosningaári til kjördags. Fimm af ellefu urðu vinsælli á þeim tíma en sex urðu óvinsælli. Gerald Ford skrifar undir náðun Nixon eftir að sá síðarnefndi sagði af sér embætti árið 1974. Ford tapaði fyrir Jimmy Carter tveimur árum síðar.Vísir/Getty Minni sveifla í vinsældum forseta Slæmu fréttirnar fyrir Trump eru þó að með vaxandi flokkadráttum í bandarískum stjórnmálum hafa vinsældir forseta sveiflast minna en áður. Þannig breyttust vinsældir Baracks Obama, forvera Trump í embætti, aðeins um 3,8 prósentustig á kosningaárinu 2012. Vinsældir Trump hafa aðeins sveiflast um níu prósentustig alla forsetatíð hans og hafa verið afar stöðugar á bilinu 40-44%. Jafnvel þó að Trump yki vinsældir sínar lítillega fram að kosningum ætti hann enn möguleika á að ná endurkjöri. Kosningarannsóknir New York Times hafa bent til þess að hann gæti náð endurkjöri með enn lægra hlutfalli atkvæða í nóvember en þegar hann vann með minnihluta atkvæða á landsvísu árið 2016. Ástæðan er sú að stuðningur við forsetann dreifist á skilvirkan hátt fyrir kjörmannakerfið sem notað er í forsetakosningum. Þrátt fyrir hlutfallslegar óvinsældir á landsvísu gæti Trump enn tryggt sér endurkjör með því að vinna í nokkrum lykilríkjum kjörmannakerfisins með tiltölulega naumum mun líkt og gerðist árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Vinsældir Donalds Trump Bandaríkjaforseta við upphaf kosningaárs eru þær minnstu sem nokkur sitjandi forseti hefur haft á þessum tímapunkti að Gerald Ford undanskildum. Ekki þarf þó mikið að breytast til að líkur Trump á endurkjöri batni. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember þar sem Trump forseti sækist eftir endurkjöri. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um voru 42,6% Bandaríkjamanna ánægð með störf forsetans á nýársdag en 52,9% voru óánægð með hann. Aðeins Ford var óvinsælli þegar hann sóttist eftir kjöri í upphafi árs 1976 (Ford tók við embætti forseta þegar Richard Nixon sagði af sér vegna Watergate-hneykslisins tveimur árum áður). Hann naut þá stuðnings 39,3% landsmanna. Þrátt fyrir að vinsældir Ford hefðu þokast upp í 43,6% á kjördag tapaði hann fyrir Jimmy Carter í forsetakosningum þess árs. Nathaniel Rakich, greinandi Five Thirty Eight, bendir á að forsetar sem nutu stuðnings 43,6% eða færri á kjördag hafi allir tapað í kosningum frá tíð Dwights D. Eisenhower. Allir sem voru með meira en 48,4% stuðning hafi hins vegar unnið. Vinsældir forseta hafa tekið nokkrum breytingum frá 1. janúar á kosningaári til kjördags. Fimm af ellefu urðu vinsælli á þeim tíma en sex urðu óvinsælli. Gerald Ford skrifar undir náðun Nixon eftir að sá síðarnefndi sagði af sér embætti árið 1974. Ford tapaði fyrir Jimmy Carter tveimur árum síðar.Vísir/Getty Minni sveifla í vinsældum forseta Slæmu fréttirnar fyrir Trump eru þó að með vaxandi flokkadráttum í bandarískum stjórnmálum hafa vinsældir forseta sveiflast minna en áður. Þannig breyttust vinsældir Baracks Obama, forvera Trump í embætti, aðeins um 3,8 prósentustig á kosningaárinu 2012. Vinsældir Trump hafa aðeins sveiflast um níu prósentustig alla forsetatíð hans og hafa verið afar stöðugar á bilinu 40-44%. Jafnvel þó að Trump yki vinsældir sínar lítillega fram að kosningum ætti hann enn möguleika á að ná endurkjöri. Kosningarannsóknir New York Times hafa bent til þess að hann gæti náð endurkjöri með enn lægra hlutfalli atkvæða í nóvember en þegar hann vann með minnihluta atkvæða á landsvísu árið 2016. Ástæðan er sú að stuðningur við forsetann dreifist á skilvirkan hátt fyrir kjörmannakerfið sem notað er í forsetakosningum. Þrátt fyrir hlutfallslegar óvinsældir á landsvísu gæti Trump enn tryggt sér endurkjör með því að vinna í nokkrum lykilríkjum kjörmannakerfisins með tiltölulega naumum mun líkt og gerðist árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira